Aldamót - 01.01.1896, Side 7
7
inum. Ellegar eldrinn næst og verðr siðar að
iræðilegri hefndargjöf, fyrir þá sök, að hann var
svo illa og ómannlega fenginn. Og mun eg bráðum
frekar tala um þetta örlaga-atriði í eldsóknarsögu
mannkynsins. Að eins sá maðr, sem eins stendr
andlega á fyrir og yngstu systurinni, Helgu, í æfln-
týrinu, er hœfr til þess að sendast i svona löguðu
erindi. Og hvort sem eldrinn er meðtekinn með
þökk eða óþökk af þeim, sem hann er fœrðr, og
livað illa, ógætilega og sviksamlega sem þeir fara
með þann feng eftir að hann hefir verið borinn inn
i húsið þeirra, þá verðr hann eldsœkjöndunum sjálf-
um, slikum eldsœkjöndum, æflnlega til blessunar,
alveg eins og eldsóknarförin varð Helgu í æfintýr-
inu.
Það er auðsætt, að hér er um framfaraþörf og
framfarabaráttu mannanna að rœða. Tilraun manns-
andans til þess að lyfta sér eitthvað ótakmarkað í
fullkomnunaráttina, flytja sæluna inn í líf manna
hér á jörðinni, hún stendr með lifandi litum afmál-
uð fyrir mér í hinu gamla æfintýri. Og þótt eg
hugsaði ekki lifandi ögn um æfintýri þetta og kast-
aði þvi burtu frá mér eins og ómerkilegri kerlingar-
bók, þá gæti eg samt æfinlega út af eldinum í nátt-
úrunni fengið dœmalaust lærdómsríka hugvekju í
sambandi við menningarsögu heimsins og baráttu
þjóða og einstaklinga fyrir því, sem gjört geti lífið
þeirra að sælu lífi. Af því að eldrinn er eins ómiss-
andi iífsnauðsyn eins og hann er, og af því að hann
er eins hættulegr og hræðilega eyðileggjandi hlutr
eins og hann er, og af því hann er sú leyndardóms-
fulla höfuðskepna, sem hann er, þá er hann mér
æfinlega sýnilegt tákn hinna ýmsu og óteljandi gœða,