Aldamót - 01.01.1896, Side 13
13
hefir lært að beygja sig undir vilja guðs hins œðsta
og með fúsum vilja lotið hans yfirráðum. Promeþevs,
þegar hann er að sœkja eldinn, táknar mannkynið
að því leyti, sem það er að brjótast áfram til auk-
innar menningar og upplýsingar, lyfta sér upp á
það þekkingarstig, að það fær vit á því, að taka hin
leyndardómsfullu öfl náttúrunnar í sína þjónustu.
En sá þáttr um Promeþevs minnir jafnframt mjög
átakanlega og ógleymanlega á það, hve öfugr, sjálf-
byrgingslegr og hrokafullr hugsunarháttr ræðr ein-
att hjá mönnum í þeirri menningarbaráttu; því á
það er augsýnilega lögð mjög sterk áherzla f sögunni,
að Promeþevs nær eldinum á sviksamlegan hátt,
blátt áfram stelr eldinum. Promeþevs, þegar hann
er að taka út hinar sáru og langvinnu kvalir sínar,
táknar mannkynið að þvf leyti, sem nýr sársauki er
yfir það kominn með hinni auknu upplýsing og
menningarframförum þess, táknar framfaraeldinn að
því leyti, sem hann er tekinn til að brenna menn,
táknar manneðlið að því leyti, sem það finnr svo
margfalt sárar til eftir að þessar framfarir hafa
fengizt, heldr en áðr meðan allt f menningarlegu
tilliti stóð á sinu lægsta stigi. En sérstaklega táknar
Promeþevs á þessu skeiði æfisögu sinnar mennina,
að því leyti, sem þeir æfinlega hljóta að fá hegning,
virkilegan kvalaeld, yfir sig, fyrir uppreisn sína á
móti hinum heilaga vilja guðs, táknar vanheilagt og
vantrúað mannvitið eftir að það er komið út í sára
sjálfskapaða píslarsögu. Og Promeþevs í síðasta
þætti sögunnar, þegar kvalaeldrinn hættir og járn-
fjötrarnir eru af honum leystir, táknar mannkynið
að þvl leyti, sem það hefir beygt sig undir vilja guðs,
hefir meðtekið guðlega frelsan og um leið fengið til