Aldamót - 01.01.1896, Síða 21
21
á jörðinni, er kóróna sköpunarverksins, þá liggr í
hlutarins eðli, að í lífi hans komi þetta lögmál allra
skýrast fram. Engin lifandi skepna finnr líkamlega
eins mikið til eins og maðrinn. Og svo fyrir utan
það, sem hann finnr til líkamlega, allr sá sársauki,
sem honum heyrir til eða fyrir honum liggr út af
því að vera skynsemi og frjálsræði gœddr andi,
ódauðlegr andi, skapaðr í guðs eigin mynd, en jafn-
framt syndbundinn andi, sem vitandi eða óafvitandi
þráir frelsan frá syndinni og sælu hins eilífa lífs í
guði.
En það er tiltölulega mjög lítið, sem maðrinn i
villtu eða hálfvilltu ástandi finnr til bæði likamlega
og andlega í samanburði við það, sem verðr eftir að
hann til muna hefir hafizt í menntunarlegu tilliti. Þér
heyrið þess mjög sjaldan getið, að menn, sem heyra
til hinum eiginlegu villtu þjóðum eða mannflokkum
heimsins, fremji sjálfsmorð eða freistist til þess að
taka lífið af sjálfum sér. Skyldi það benda á það,
að þá skorti hug til þess hræðilega tiltœkis? Það
getr naumast nokkrum með fullu viti til hugar kom-
ið. Orsökin er allt önnur. Þeir finna svo lítið til.
Þeir kenna svo lítils sársauka, á hverju sem gengr
í lífi þeirra. Eldrinn hefir ekki enn þá verið fluttr
inn til þeirra, hvorki til sæluauka né heldr til sárs-
auka. En í hinum menntaða heimi aftr á móti
sjálfsmorðin svo hryggilega tíð; og tala þeirra fer
víða vaxandi að sama skapi og menningarframfar-
irnar eru að aukast og kjör almennings að batna, —
Hugsið um líf forfeðra vorra í heiðm eftir því, sem
því er lýst í fornsögunum íslenzku. Takið Kjálssögu
eða Eyrbyggju eða Laxdœlu eða Grettissögu, eða
hverja aðra sögu, sem þér hafið við höndina, og