Aldamót - 01.01.1896, Qupperneq 27
27
til þess þarf þó í rauninni enn þá minna. Það, sem
langhelzt hjálpaði Davíð til þess að vinna sigrinn
yfir Goliat, var trúin hans á guð Israels, hinn eina
sanna guð, vissan í hjarta hans um það, að guð
væri með honum. En til þess að slá Golíats-kylfu
þá, sem nú er um að rœða, úr hendi vantrúarinn-
ar, þarf allsendis enga trú. Það þarf ekki annað
en ofr-lítið af heilbrigðri skynsemi. Því ekkert ann-
að en óvit og heimska er það, að leggja mælikvarða
nútíðarmenningarinnar og nútiðartilfinningarinnar á
fornaldarmenn, sem uppi voru í heiminum einum
níu til fimmtán hundruðum ára fyrir Krists fœðing.
Skynsemin sér óðar, ef hún að eins fær að njóta
sin, að í dómi þeim, sem fella á yfir slíkurn fornald-
armönnum, verðr vandlega og samvizkusamlega að
taka tillit til lögmáls þess, sem ræðr yfir mannlegu
eðli og í mannkynssögunni að því, er snertir tilfinn-
inguna. Skynsemin sér, undir eins og hún gætir
sín, að mannkynið gat ekki fundið neitt likt því
eins mikið til, eins og á stóð í heiminum meðan
meginið af gamla testamentis sögunni var að
gjörast, eins og á vorri tíð eða yfir höfuð að tala á
hinum seinni öldum hinnar kristnu heimsmenningar.
Vitanlega var engan veginn alveg menntunar-
laust í austrlöndum á dögum Mósesar og Davíðs.
Vitanlega höfðu menn þar eystra að sumu leyti náð
allhárri þjóðmenning jafnvel löngu áðr. En það var
ekki uema í sumum greinum, og einmitt ekki f þeim
greinum, sem mesta þýðing hafa fyrir tilfinningar-
lifið. Vér höfum enn í nútíðinni þjóðmenning, sem
fer mjög nálægt því að samsvara þjóðmenning þeirri,
sem ísraelsmenn til forna höfðu allt í kring um sig
og að miklu leyti ólust upp í. Það er á Japan, að