Aldamót - 01.01.1896, Qupperneq 29
29
að skifta, strádrepnir niðr, að því, er virðast má,
algjörlega vægðarlaust. Konur og börn verða að
líða hinn hræðilega dauðann með hinum fullorðna
karlmannalýð. í fljótu bragði sýnist þetta og ann-
að eins í hinni helgu sögu gamla testamentisins al-
veg óþolandi harka, ekkert annað en mannlegt,
mjög syndsamlegt grimmdarœði, sem beri vott um
það, að sá andi, sem heimtaði slikar refsingar, hafl
ekki getað verið hinn réttláti og kærleiksfulli andi
guðs, og sá guð, sem Israelslýðr trúði á, hafl því
ekki heldr getað verið hinn sanni guð. En þessi
röksemdafœrsla er hin fráleitasta vitleysa, helber
heimska. Harkan og grimmdin, sem á er bent hjá
Jósúa í hernaði þeim, er þá stóð yflr, er fyrir þann
tíma og það fólk, er þjóð hans var þá við að eiga,
ekki lifandi ögn meiri en sársauki sá, er heilir hóp-
ar saklausra manna í Bandarikjunum urðu nauðug-
ir viljugir út að taka aftr og aftr í hinu mikla
borgarastríði, sem stóð yfir á árunum 1861 til 1865,
fyrir þann tíma og það fólk. Og eg tek einmitt
það söguatriði til samanburðar fyrir þá sök, að eg
veit, að hinn menntaði heimr allr gengr nú út frá
því eins og nokkru sjálfsögðu og algjörlega viðr-
kenndu, að þar hafi af hálfu þeirra manna, er sigr-
inn báru úr býtum, verið barizt fyrir einhverju því
mesta mannkærleiksmáli og réttlætismáli, sem unnt
er að hugsa sér, og að hinn góði andi guðs hafi
áreiðanlega kallað þá út í þann ófrið. Og í annan
stað bendi eg á það söguatriði til samanburðar fyrir
þá sök, að í þeim ófriði hefir vafalaust verið beitt
meiri mannúð af hálfu sigrvegaranna en komið hef-
ir fram í nokkurri annarri af hinum miklu styrjöld-
um í mannkynssögunni. En það getið þér verið al-