Aldamót - 01.01.1896, Síða 57
57
sem brjóta mest niður. Á seinni árunum virðast
hinar síðari fremur hafa haft yfirhönd. En á
Hafnarárum sínum virðast lang-flestir Islendingar
hniga í faðm þeirra lífsskoðananna, sem brjóta niður.
Þeir komast í óvináttu við mannfjelagið og hin bind-
andi öfl þess, — láta lífsstefnu sína renna í farveg
socialista, anarkista og guðsneitenda. Fæstir þeirra
eignast eiginlega nokkrar hugsjónir, nema þá að
njóta lífsins og kæra sig kollótta, eptir því sem op-
inberlega kemur fram. Á námsárunum sveifla þeir
blóðrauðum uppreisnar-fána yfir höfðum sjer og tala
mörg stór orð. En nokkrum árum seinna eru þeir
komnir út 1 lífið, og þá eru þeir annaðhvort algjör-
lega dottnir úr sögunni, orðnir alls ekki neitt, eða
þá embættismenn, ljúfir eins og lömb, stjórnhollir í
anda, með mjög mikinn ýmugust á öllu uppreisnar-
tali. Þeir hafa snúizt algjörlega og líta hálfgjörðum
meðaumkvönaraugum á sínar fornu Hafnarslóðir,
þar sem þeir sjá að ný kynslóð af samlöndum þeirra
er farin að leika nýjan þátt í þessum gamla harm-
söguleik. Leifarnar af hinum gamla manni þeirra
eru fólgnar í hjartgrónu trúleysi á allar hugsjónir*
Þeir álíta það vitfirringu næst, að berjast fyrir nokk-
urri hugsjón. Það sje um að gjöra að láta sjer líða
sem bezt, meðan maður sje hjer, og skipta sjer sem
allra minnst af því, hvernig allt veltist.
Þessi inynd af embættismanninum liefur sokkið
djúpt niður í meðvitundarlif þjóðar vorrar. Þess
vegna hefur víst engin af hinum mörgu og snildar-
lega hárbeittu háðvísum eptir Steingrím Thorsteimon
eins hitt naglann á hausinn í áliti íslenzkrar al-
þýðu og þessi: