Aldamót - 01.01.1896, Síða 59
59
atheistar, er það heilög skylda hvers þess manns, er
ber örlög þeirrar þjóðar fyrir brjósti, að gjöra allt,
sem í hans valdi stendur, til að koma þeirri mennt-
un í fyrirlitning, sem orðið hefur orsök til svo ómet-
anlegs böls.
Þjóð vor verður að finna upp viturleg ráð til
að koma hugum hinna ungu námsmanna sinna und-
ir hollari áhrif en þeir hafa verið um langan tíma.
Og það ætti að vera unnt. Jafnvel Danir eiga
marga ágæta menn, sem láta sjer vera um það hug-
að, að leiða hugina í rjetta átt. í hinu litla þjóðlifi
Dana eru mörg frelsandi öfl sístarfandi. Ogæfan
hefur verið sú, að vjer höfum veitt óhollu og skað-
vænlegu straumunum úr þjóðlifi þeirra inn í vort,
en gengið fram hjá hinum, sem hefðu raátt verða
þjóðlífi voru til frelsis og blessunar. Síðustu tímar
benda sterklega til þess, að vjer getum fengið holla
og frelsandi lífsstrauma inn í þjóðlif vort einmitt
frá Kaupmannahöfn.
En svo ættum vjer nú líka að vera komnir svo
langt að vita, að til eru fleiri menn í heiminum en
Danir. Og eins og það er óhollt að einskorða verzl-
un sína við eitt land, vilja ekki eiga verzlunarvið-
skipti nema við eina þjóð, er það ekki síður skað-
vænlegt, að hafa menntunarleg mök að eins við eina
þjóð og skoða alla hluti gegnum hennar gleraugu.
Þvi ekki virðist skólunum í landinu sjálfu tak-
ast betur. Ekki virðast hugsjónirnar vera í meira
afhaldi þar, eða þeim, sem þaðan koma, ganga bet-
ur að standa við þær. Menntunin, sem fæst við
innlendu skólana, virðist fremur lokka hugina út úr
beimi trúarinnar og heilbrigðra hugsjóna, heldur en