Aldamót - 01.01.1896, Page 60
60
inn í hann. Á meðan svona er á,statt, er ekki við>
góðu að búast.
En frá öllu þessu eru heiðarlegar undantekning-
ur, — því skulum vjer aldrei gleyma. Eins og áð-
ur var skýrt tekið fram, hafa ávallt verið til menn,
og eru enn, sem halda hugsjónum þjóðar vorrar við
lýði. Drottinn láti þá menn fjölga. Þeir eru enn
mikils til of fáir, og eiga því margfalt örðugra með
að fá fylgi þjóðarinnar en annars þyrfti að vera.
Jeg dreg þá allar þessar hugleiðingar saman í
eina setning og segi: Aðalgallinn á íslenzku þjóð-
lifi nú á dögum er sá, að hugsjónirnar eru fáar og
fremur daprar; það ber svo undur lítið á göfugum
sterkum, brennandi hugsjónum, sem verma hjörtun,
brýna viljann, knýja hina andlegu leiðtoga þjóðar-
innar til framkvæmdar og fyrirmyndar; þeir eru svo
undur fáir, sem hafa nokkuð að lifa fyrir og leggja
líf sitt í sölurnar fyrir.
Þetta leiðir huga vorn að hinu stærsta fjelags-
máli kirkjufjelags vors, — þeirri hugsjón, að koma
upp menntastofnun fyrir vorn íslenzka æskulýð hjer
í landinu. Fyrst og fremst skulum vjer þó minnast
þess, að standa vel og drengilega við þá bugsjón,.
svo hún verði meir en fögur hylling, er vjer sjáum
í fjarska. En það, sem vjer fyrst og fremst skul-
um heimta af þeirri stofnun, ef hún á annað borb
kemst á fót, er það, að hún gefi þeim, sem þar
kunna að njóta náms, liugsjónir, — hreinar, heil-
brigðar og háleitar hugsjónir, og kenni þeim að
standa við þær í lífinu. Því jeg fæ ekki betur sjeð,
en það sje hið æðsta markmið allrar menntunar.
Látuin hvern mann á meðal vor hafa það hug-
fast, að hann með framkomu sinni leggur sinn skerf