Aldamót - 01.01.1896, Síða 94
91
þótt tilgangrinn sje góðr, er ekki með því allt feng-
ið; því opt tekst illa þeim, er ætlar vel.
Þegar jeg nú legg fram spurninguna: hvers
vegna eru svo margir vantrúaðir? geng jeg að því
vísu, að margir sjeu vantrúaðir og að ekki sje ástæða
til að leiða rök að því, að svo sje; enda hygg jeg
engum muni detta í hug að efast um það.
En viðvikjandi hinu, hvernig á þessu standi, a&
svo margir eru vantrúaðir, mun álit manna og dóm-
ar yfirleitt dreifast nokkuð töluvert.
Þótt ekki ætti það í rauninni að vera nauðsyn-
legt, vil jeg samt taka það fyrst og fremst fram, að
enginn verðr vantrúaðr fyrir eintóma tilviljun. Það
liggja orsakir til vantrúarinnar eins og til alls. Það
er eitthvað það til, sem hefir gert eða gerir hvern
mann vantrúaðan. Hvað er það?
Já, en er nauðsynlegt að vita það? Er nauð-
synlegt að grennslast eptir því, að gera sjer grein
fyrir því, af hverju vantrúin komi? Er ekki bezt
að láta vantrúarmennina eiga sig? Hvers vegna
vera að gera sjer alla þessa rellu út af þeim?
Nútíðarmönnunum nægir ekki að vita, að eitt-
hvað er svo og svo. Þeir vilja vita, hvers vegna
það er svo, vilja komast fyrir um orsökina, vilja
sTcilja hlutinn. Læknar þurfa að skilja sjúkdómana,
þekkja þá og vita um orsakir þeirra. Skilningr á
þjóðlífs og mannlifs meinunum er nauðsynlegr, þekk-
ing á orsökum þeirra er nauðsynleg, ekki að eins
einstökum mönnum, heldr öllum, ef unnt er; því
enginn varast víti, sem hann ekki veit um. Aptr
á móti má búast við hinu, að hann varist þau, sem
hann veit um.