Aldamót - 01.01.1896, Qupperneq 98
98
um leið greinilega gefið til kynna, að ekki verðr
unnt að tala um trú í hjartanu, sem sje laus við öll
áhrif á líferni mannsins. En trúin í kristilegri merk-
ingu orðsins er i því fólgin, að iðrandi mannssálin
byggir traust sitt á guðlegri náð og von um eilifa
sálarheill sína á Jesú Kristi sem frelsara sínum og
endrlausnara. Jesús Kristr er eign trúaðrar sálar,
hann er henni sameinaðr og lifir í henni með lífs-
afli endrlausnarnáðar sinnar. Þegar um kristna
trú er að ræða, — og við aðra trú er ekki átt hjer—
þá er að ræða um samlíf iðrandi sálar við Guð í og
fyrir lausnarann Jesúm Krist. Trúaðr maðr í kristi-
legum skilningi er þá sá, sem lifir þessu lífi, þessu
nýja guðlega lífi — eilífu lifi, sem það líka kallast,
af því það er samlíf við Guð og Guðs eigið líf.
Yantrúin verðr þá — skoðuð frá sjónarmiði lífs-
samfjelagsins, — líf þeirrar sálar, sem lifir fráskilin
Guði, annað hvort af því hún sjálf hefir ekki viljað
veita lifinu í Guði viðtöku, ekki viljað lifa samlífi
við Guð, eða, eptir að hafa eignazt það, hefir skilið
sig við Guð, hætt að lifa lífinu í honum. Þess vegna
er vantrúin ekki líf, heldr dauði. Þeir, sem tala
um, að trúin sje ein skoðun og vantrúin önnur skoð-
un, hjer sje að eins um mismunandi skoðanir að
ræða, missa sjónar á aðal-atriðinu, á aðal-mismun-
inum; því hjer er mismunrinn á lífinu, sem lifað er,
hinn aðallegi mismunr. Trúaðr maðr lifir allt öðru
llfl en hinn vantrúaði maðr. Það er hlutrinn.
Vantrúaðr maðr er þá hver kristlaus maðr, hver
sá, sem lifir án Krists, og þess vegna án Guðs,
hverju og hvað mörgu og miklu sem hann að öðru
leyti kann að trúa. Hann hefir ekki lífið, Guðs lífið,
eilifa lifið í hjartanu, af því hann á ekki Jesúm Krist,