Aldamót - 01.01.1896, Side 104
104
er auðvitað »strikað yflr stóru orðin«. Jeg man
eptir svarinu, setn jeg fjekk einu sinni, er jeg minnti
drykkjumann einn á dóm Guðs orðs yflr drykkju-
skapnum: »Það er nó eitt af biblíunnar stóryrðum!«
sagði hann, og þóttist svo vera búinn með það. Sú
ályktun er þá dregin líka, að þegar prestrinn er
svona »dæmalaust góðrprestr«: talar svo vel í stóln-
um, en er annað eins veraldarinnar barn utan kirkju,
þá sje kristindómrinn eiginlega í þessu fólginn, að
talað sje Jcristilega og vel, en svo lifað veraldarinn-
ar Ufi.
Jeg veit, að það er fjöldi manna, sem dregr
svona lagaða ályktun. En svo er hún aptr milli-
liðrinn til setningar þeirrar og lífsreglu, að á sama
standi, hvað sje kennt og hverju trúað sje, ef breytni
mannsins sje að eins góð, töluvert almenn setning,
þótt óhugsuð sje, setning þeirra manna, sem siðferði-
lega rista grunnt, en hafa þó að yfirborðinu til lært
að meta góða breytni.
Hvers vegna eru svo margir vantrúaðir? Jeg
hefi þá bent á eina orsökina, sem mjer flnnst liggja
svo beint við, að jeg hvgg fáir verði til þess að neita
henni. En nú er heill hópr af prestum, sem þetta
á hreint ekki við. I þeim skilningi, sem hjer hefir
verið tekinn fram, geta þeir þá ekki verið orsök í
vantrúnni. Ekki í þeim skilningi, segi jeg. Eu þeir
eru það máske í öðrum skilningi? Já, því miðr.
Hugsanlegt er, að einhver kynni að segja: nú
ertu ranglátr við prestana. Jeg vil svara því: mig
langar ekki til þess að vera ranglátr við nokkurn
mann. En jeg held að bezt sje fyrir oss presta, að
vjer sjeum strangari við sjálfa oss en við nokkra
aðra.