Aldamót - 01.01.1896, Qupperneq 110
110
vinna, slitrótt og slæleg. Sjálfsagt er það ekki betra
víða annarsstaðar; en mikið vantar á, að það sje
eins gott hjá oss og það gæti verið.
Það verðr að uppala barnið svo, að það læri
að lifa í lífssamíjelagi við Guð; því fullorðið, sem
trúaðr rnaðr, á það að lifa þessu lífi. Vitanlega
verðr þetta líf að hafa á sjer barnslegleikans ein-
kenni hjá barninu. Það má ekki gera það að full-
orðins manns lífi; þvi þá verðr það ónáttúrlegt.
Barnið hlýtr að vera barn, meðan það er barn, í
trúnni eins og í öðru. Osköp er það leiðinlegt, að
sjá börn, sem eru að reyna til þess, að vera full-
orðin, að vera »á undan tímanum«, sem eru að
böglast við að tala eins og fullorðnir menn tala.
Mjer finnst það vera fleira af þess konar börnum
hjá oss Islendingum en annarsstaðar. Jeg held að
orsök þess sje sú, að íslendingar kunna ekki að tala
barnslega við börnin sín. Eða eigum vjer nokkuð
ritað á íslenzku á barnamáli? Barnasálmana hans
síra Valdimars? Æ, nei!
Þegar um Guð er talað við barnið, verðr að
tala barnslega um hann, tala þannig, að barnið upp
á sinn máta geti skilið það. Ef talað er við barnið
um Guð fyrir ofan skiiningsstig þess, lærir barnið
ekki að þekkja hann, hann verðr barninu ókunnugr,
hvað mikið sem það lærir um hann. Jeg hefi tekið
eptir þvi, að þegar foreldrar hafa viljað sýna krist-
indómsþekkingu barnsins síns, þá hafa þau látið
barnið svara upp á spurningarnar, hver hafi skapað
það, endrleyst og helgað. Og ef barnið getr sagt
frá því, þykir það gott, þótt barnið hafi enga hug-
mynd um, hvað það er að endrleysa og því síðr,
að það hafi hina allra minnstu hugmynd um helg-