Aldamót - 01.01.1896, Síða 111
111
anina, já, líklega najög daufa hugmynd um Guð sem-
skapara. Og svo þegar baruinu er kennt að biðja,
þá eru því kennd svo og svo mörg vers og bænir,
og er svo látið í hvert skipti, sem það á að biðja,
þylja upp versin öll og bænirnar sínar — til þess að
það gleymi þeim ekki. Ekki er að tala um, að
kenna barninu að biðja, heldr að lesa. Þess vegna
getr t. d. góðum og greindum Islendingi fundizt það
óviðkunnanlegt, já vera »meþódista-blær« á þvi, ef
hann heyrir leikmann biðja með eigin orðum og ekki
lesa. Það er ekkert á móti því, að leikmaðrinn lesi,
en að hann biðji — nei, það er eiginlega prestanna
einna.
Svona heíir allri kristindómskennslu verið varið,
að því er jeg þekki til. Barnið lærir heilmikið af
trúarsetningum, án þess þær verði að nokkru liði í
trúarlífi þess eða verði trúarlífi barnsins samgrónar.
Fyrir barninu standa þær þá að eins sem setningar,
sem það hefir lært utanbókar og var svo búið með.
M. ö. o.: setningarnar standa fyrir utan barnið,
verða eign minnisins og minnislifsins, en ekki hjart-
ans og hjartalífsins, af því þær hafa ekki samlagað
sig hjartalífinu, ekki lagzt utan um rætr hjartallfs
barnsins sem andlegt gróðrarefni. Barnið hefir ekki
fengið neina hjálp fyrir þessar trúarsetningar til
þess að lifa líf sitt í Guði. Þær standa þá ekki í
sambandi við neitt guðslif hjá barninu.
Hvað leiðir svo af þessu ? Kristindómrinn verðr
fjarlægr barninu og því ókunnr, þrátt fyrir alla
kristindóms-uppfræðsluna. Þegar það svo verðr
»hugsandi«, eins og það er kallað af vantrúuðum
mönnum hjer hjá oss, o: þegar það fer að sjá, án
þess að samvizkan vakni, að það hafi eiginlega aldrei