Aldamót - 01.01.1896, Qupperneq 115
115
sönnun, sem maðrinn hefir í sjálfum sjer. Það er
ábyrgðartilfinning mannsins sjálfs, sem kemr í ljós
hjá öllum þeim, sem iðrast. Þeir kannast allir und-
antekningarlaust við, að dómr hinnar vöknuðu sam-
vizku þeirra sje rjettlátr. Þeim kemr ekki til hugar,
að afsaka sjálfa sig; enda er það einkenni sannrar
iðrunar. að maðrinn finnr til þess með sjálfum sjer,
að hann hefir ekkert að afsaka sig með. Sjáum t.
d. hinn glataða son. Honum kemr ekki til hugar,
að afsaka sig með neinu; og þó má benda á margt,
sem gerir það skiljanlegt, hvernig á því stóð, að
hann fór að heiman. Jeg ætla þá að sýna fram á,
hvernig maðrinn sjálfr er orsök í vantrú sinni og
ber sjálfr ábyrgðina á henni.
Jeg vil nefna óhreinskilni mannsins við sjálfan
sig. Hún er ekki þýðingarlaus fyrir mannsins and-
lega líf, óhreinskilnin. Þú drýgir einhverja synd,
gerir eitthvað ljótt. Samvizka þín segir þjer það.
Hún fellir þann dóm, að það sje ljótt. En í stað
þess að kannast við þetta, breiðir þú ofan yfir það,
afsakar það, dregr úr þvi, gerir það að engu — að
eins fyrir sjálfum þjer, Fyrir utan sjálfan þig er
það að eins einn, sem veit um það, hann, sem veit
allt — allt þetta, sem þú felr fyrir mönnunum og
— fyrir sjálfum þjer. Þú ert óhreinskilinn. En
heldrðu þessi óhreinskilni þin skilji ekki eptir nein
merki á hinu innra lífi þínu ? Það er drengr, sem
stelr 5 centum. Drengrinn segir: Það eru bara 5
cent. Hvað gerir það, þó jeg taki þau? Heldrðu
það hafi engin áhrif á drenginn, ef honum tekst að
leyna því og iðrast þess ekki? Það verðr ljettara
fyrir drenginn að stela 10 centum næst. En hvers
vegna? Af því hann hefir bilazt siðferðilega. Og
8*