Aldamót - 01.01.1896, Side 117
117
að hann uinhverfðist allr trúarlega, og hið ytra frá-
fall bættist ofan á hið innra fráfall, undir eins og
hinar ytri kringumstæður urðu til þess hentugar.
Öll framkoma hans síðan verðr þá skiljanleg. Vonzka
hans í garð kirkjunnar, biblíunnar og prestanna
kemr ekki af vandlæti vegna Guðs og sannleikans,
heldr af misþyrmdri samvizku. Guð hjálpi honum
og öilum, sem lifa óhreinskiininnar lífi.
Öllum er kunnugt, hvernig vantrúin hefir brot-
izt út í algleymingi méðal stúdentanna íslenzku í
Kaupmannahöfn. Þeir hafa ekki lagt neinar dulur
á það, ekki fundizt það vera nein óvirðing. Þvert
á móti. Þeim hefir fundizt vantrú sín vera með-
mæling með sjer, enda hafa þeir iitið svo á, að hún
væri í framfara- og frama-áttina. Þeim dettr ekki
í hug, að vantrú sín sje annað en eðlileg og sjálh
sögð afleiðing vísindameuntunar sinnar og sannleiks-
leitunar þeirrar, er eiginleg sje hverjum andlega
frjálsum manni. Að bindast á tjóðr gamallar venju
og bita og jórtra andlega sínu, kirkjukreddurnar
löngu rayglaðar, sæmir þó eigi þeim, sem vilja vera
frjálsir menn. Nei, að láta í haf á »Hohenzollern«
með »andans keisurum« í skemmtiferðir til nýrra
landa, það er líf, sem vert er að lifa. Um það
hirða þeir ekki, þótt þeir kollsigli, en segja ef til
vill með Ibsen í galsa æskunnar:
»Seiler jeg end min skude pá grund,
s& var det dog deiiigt at faje«*.
Öðrum kemr líklega ekki til hugar nein kollsigling.
Fram undan sjer sjá þeir að eins skemmtisigling.
*) A íslenzku mætti það heita:
Þótt sigli á íiúðina farið mitt,
að ferðast mjer þótti samt gaman.