Aldamót - 01.01.1896, Side 120
120
sem gaf grun um, hvernig lífi höfundrinn hafði
kynnzt heima fyrir í Kaupmannahöfn.
Þeir, sem lifa siðferðislega taumlausu lífi, verða
eðlilega vantrúarmenn. Og það er oír-náttúrlegt.
Það er þá ekki höfuðið, sem gerir þá að vantrúar-
mönnum, ekki það að höfuðið sje svo gott, gáfurn-
ar svo framúrskarandi og vitið svo mikið, að þeim
vegna þess sje ekki unnt að halda við kristindóm-
inn, heldr er það liferni þeirra, sem gerir þá að
vantrúarraönnum. Það er það, sem stigr þeim til
höfuðsins og gerir kristindóminn eins óskynsamleg-
an i augum þeirra, eins og þeim finnst hann vera,
hið innra líf þeirra engu síðr en hið ytra.
Menn leitast við að telja sjálfum sjer og öðrum
trú um, að skynsemi þeirra hljóti að rísa öndverð
gegn kristindóminum, þar sem sannleikrinn einmitt
er sá, að mótsögnin er á milli kristindómsins og hius
siðferðilega lífs þeirra. Vantrúaðir menn halda á
lopti hinni »heilbrigðu skynsemi* sinni og staðhæfa,
að vegna hennar geti þeir ekki verið trúaðir, þegar
þó einmitt orsökin er sú, að skynsemi þeirra er sýkt,
og hin siðferðilega dómgreind biluð, vegna sioleysis
þeirra eða vegna þess þeir í siðferðilegu tilliti lifa
biluðu lífi, Ufa lifi óhreinskilninnar.
Vitanlega er hægt að lifa ósiðlegu lífi hvar sera
er, ekki síðr i Reykjavík en í Kaupmannahöfn. En
hið ósiðlega líf kemr ekki alstaðar fram í sömu
myndum. Hinar ytri ástæður (milieu-ið, eins og
það er nú kallað á norðrálfu-máli) skapa siðleysinu
hið ytra form eða búning þess.
Um leið og jeg svo lýk máli mínu, vil jeg
minna á, hvað frelsarinn segir um þetta efni. Hann
segir á einum stað: »Ef sá er nokkur, sem vill gera