Aldamót - 01.01.1896, Síða 136
136
færing, og þess vegna hefl jeg ekki getað þagað.
Þessi stefna má ekki verða ofan á, má ekki sigra
fyrir nokkurn mun, — því hún leiðir út í únítara-
trú og hún er ekkert annað en vantrú, og leiðir
hvern mann að síðustu út í algjört trúleysi, ef hann
segir ekki við hana skilið.
Það af heilum, óbiluðum kristindómi, sem til er
i íslenzku þjóðlífl bæði meðal presta og leikmanna,—
og guði sje lof, jeg vona, að það sje enn mikið til
af honum, — hefur nú fengið málgagn, þar sem
Verði ljós er, og ötulan og einbeittan forvígismann,
þar sem síra Jón Helgason er. Það er nú vonandi,
að allir þeir, sem i hjarta sínu heyra þeirri stefn-
unni til, sem hann heldur fram, taki höndum saman
og myndi eina fylking gegn öllum þeim öflum, sem
í trúarlegu tilliti á yfirstandandi tíð vilja vinna þjóð-
lifl voru mein. Því fylgir stríð og barátta. En sú
glíman er góð. Hún er eitt af lífsskilyrðum kirkj-
unnar. Hún verður hraustari og heilsubetri og meira
vakandi fyrir bragðið. Kirkjulega stefnan vona jeg
að beri sigur úr býtum, Hún sigrar hvervetna, þar
sem henni er í einlægni haldið fram. Því drottinn
gefur henni mátt af sinum mætti og anda af sínum
anda til daganna enda.
Það er ekki lítil breyting, sem orðið
Þagnarinnar hefur á siðastiiðnum 10—12 árum í
land. kirkjulegu tilliti. Á þessum tima hef-
ur kirkja þjóðar vorrar eignazt ekki
færri en fjögur kirkjuleg tímarit.
Þegar jeg hugsa um það, hve miklu fleiri opinber
umræðuefni liggja fyrir framan þjóðina nú en átti