Aldamót - 01.01.1896, Blaðsíða 140
140
riti Bókmenntafjelagsins. Báðar eru ritgjörðir þessar
prýðilega af hendi leystar. Það væri gaman að
kaupa hvert blað og bækling, sem út kemur á Is-
lenzku, ef tiltölulega væri jafn-vel frá því öllu gengið.
Hjer er verið að ræða um það, sem fyrir framan
oss er, en ekki um það, sem er oss mörg hundruð
ár að baki. Þetta er hvorttveggja það, sem vjer
köllum hjer í Ameríku living issues. Það eru mörg
atriði i fyrirlestrum þessum, sem mjer væri sönn
ánægja að gjöra að umtalsefni, — margar setningar,
sem væru þess verðar, að vera marg-endurteknar.
En tíminn og rúmið, — þessi þröngu takmörk, sem
vjer kveinum allir meira og minna undan — eru
þröskuldar á leið minni. Helztu hugsanirnar úr
fyrirlestum þessum hafa fljettazt svo inn í huga minn,
að jeg er naumast farinn að geta aðgreint »mitt og
þitt« lengur. Maður verður svo hróðugur af að
flnna grasblett í eyðimörk.
Ef vjer værum þjóðræknari menn en vjer erum,
mundum vjer leggja meira á oss en vjer gjörum,
— hugsa meira, tala meira, gjöra fleira þarft fyrir
þjóð vora. Mikil ósköp eru til af andlegri leti meðal
vor. Nógar gáfur, — nógar hugsanir, en það verð-
ur ekkert úr þeim, menn leggja hendurnar i skaut
sjer, hlæja dátt að heiminum, miklast yfir ofurmegni
heimskunnar. En að fara út á móti henni, ganga
á hólm við hana, frelsa ættjörðu sína frá því, að
svo illur berserkur gangi að eiga hana, — þeir eru
teljandi, sem elska ættjörð sina svo heitt, að þeir
vilji vinna það til. Það sýnist vanta það afl í sálir
nútiðar Islendinganna, sem kveikir slíka ættjarðar-
ást.
I fyrirlestrinum er bent á þetta afl, — kærleik-