Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Page 9
GRÍMUR THOMSEN
9
E.S.
Við tækifæri, — sennilega þegar norræna bóksalaþinginu lýkur,
tekur þú við litlum böggli frá mér hjá bóksala. Meðan eg man,
Krieger sendir þér líka vinarkveðju.“
Petta bréf Gríms til Sáve veitir vissar upplýsingar um þá áherzlu,
sem hann leggur á menningarstefnu í norrænu samstarfi eins og
hann gerði þegar árið 1846 í fyrirlestrinum um stöðu Islands.
Honum eru mest í mun kennslu- og útbreiðslustöðvar á Norður-
löndum fyrir íslenzka fornmenningu, en tekur enga afstöðu til
efnahags- eða pólitískrar samstöðu landanna, svo að séð verði.
Frásögn Gríms um ferðina og viðræður hans við Norðmenn eru
kaldglettnar. Þar verður að hafa í huga, að í skiptum þessara þjóða
gætti nokkurrar afbrýði út af hinum forníslenzka bókmenntaarfi,
sem Islendingum þótti Norðmenn seilast eftir um of, og norskum
fræðimönnum fannst Islendingar í Kaupmannahöfn, sem hand-
ritanna gættu, helzt til heimaríkir í varðveizlu þessara þjóðarger-
sema. I viðræðum við Grím hafa þeir kvartað um þetta og Lange
sagt, að Jón Sigurðsson hefði afritað fyrir hann nokkur blöð og
verið dýrseldur á það verk. Þessi ummæli hefur Grímur borið
undir Jón þegar í stað eftir heimkomuna til Kaupmannahafnar,
en Jón neitað staðfastlega að hafa afritað nokkuð fyrir Lange,
hvorki dýrt né ódýrt. Þetta skrifar Grímur Reichenwald amt-
manni, vini sínum, þegar í stað (15. júlí). Reichenwald segir Lange,
sem er bágur yfir, að Grímur skuli hafa greint Jóni frá ummælum
sínum. Þessu svarar Grímur í bréfi til Reichenwalds (2. sept. 1856):
„Ríkisskjalavörðurinn [Lange] getur andað rólega, eg skemmi
hvorki nafn hans né mannorð, en enginn getur láð mér, þegar eg
heyri skýlausar staðhæfingar, að eg leiti upplýsinga, einkum þegar
um er að ræða nána vini mína. Við Islendingar eru nú aldrei lausir
við persónulegar skoðanir, hvort heldur er með eða móti.“
Næst skrifar Grímur Sáve 12. ágúst sama sumar og sendir
honum þá Islandskort Bókmenntafélagsins og biður hann koma
því á framfæri við Uppsalaháskóla „fyrir hönd íslenzkra stúdenta
búsettra hér,“ þ.e. í Kaupmannahöfn. Sáve hefur svarað Grími og
bent honum á, að réttara væri að ánafna kortið Uppsalastúdentum,
því að í næsta bréfi, 28. sept., segir Grímur: „Eg óska sjálfum mér
til hamingju, að eg sneri mér að jafn háttvísum manni og þér, því
auðvilað var kortið og er œtlað „Uþþsalastúdentum (eða stúdentafe'lagi)“.