Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1998, Qupperneq 88

Frjáls verslun - 01.04.1998, Qupperneq 88
Sýning Rúriar á Kjarvalsstöðum tók yfir 500fermetra og skiptist t fimm aðskilin rými þar sem voru Ijósmyndir, vídeómyndir, veggspjöld, sþjald- skrárkassar og tölvur. FV-mynd: Geir Ólafsson. hörmunpna Sýning Rúríar — Paradís-Hvenær? — að Kjarvalsstöðum ARADÍS-Hvenær?, umhverfisverk Rúríar á Kjarvalsstöðum, var óneitanlega yfirgripsmikil, jafnvel yfirþyrmandi uppá- koma. Hún tók yfir 500 fermetra og skiptist í fimm aðskilin rými þar sem voru ljósmyndir, videómyndir, veggspjöld, spjaldskrárkassar og tölvur og ekkert til sparað við gerð allra þess- ara þátta. Umfjöllunarefhið var líka viðamikið, ekki aðeins stríð og stríðsglæpir á Balkanskaga, heldur öll þau grimmdarverk sem framin hafa verið á saklausu fólki um víða veröld á undanförnum áratugum. Áhorfandinn gat gaumgæft ljósmyndir frá átakasvæðum á Balkanskaga og Afríku, ferðast um rústaðar eða niðurníddar göt- ur í Sarajevo og flett upp á 100.000 nöfnum fórnarlamba stríðsins i þessum heimshluta, bæði í spjaldskrá og á tölvum. Á stórum málm- plötum voru skráð (fyrir einhveija fordild á ensku) nöfn þeirra ríkja sem sniðgengið hafa mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Svei þeim. Framtakið var auðvitað gott og blessað. Myndlistarmenn vítt og breitt um vestræna veröld hafa tekið til umfjöllunar hin balkönsku hjaðningavíg og því þá ekki myndlistarmaður uppi á litla Islandi? Jafhvel þótt hörmungarnar hafi ekki brunnið á honum sjálfum nema kannski í stuttum ljósmyndaleiðangri um götur Sarajevo með leiðsögumenn sér til fulltingis. Nema hvað, sá, sem þetta ritar, upplifði þessa sýningu að Kjar- valsstöðum ekki sem mótað myndlistarprójekt, sýn skapandi ein- staklings, heldur eins og fremur ruglingslegan heimildarþátt, sem vel meinandi — og hvernig er hægt að vera annað? - en ekki sér- lega veraldarvanur sjónvarpsfréttamaður hefði getað sett saman fýrir par árum. Eg sé fyrir mér alvörugefna og dálítið sjálfsupptekna amríska fréttakonu frá CNN, í lok skyndikönnunar á stöðu mann- réttindamála í heiminum, standandi í ijúkandi húsarústum með brennandi samviskuspurningu á vörum: Hvenær hættum við að vera vond hvert við annað? Paradise — when? Þarna var sem sagt dembt yfir okkur dijúgum skammti af grimmd heimsins. Rétt eins og sjónvarpsstöðvarnar gera í sí- bylju og eru með því búnar að gera okkur ónæm fyrir þjáningum fjöldans. Hins vegar er það listamannsins að draga þessa grimmd, þessar þjáningar saman í þætti sem við, sem einstaklingar, megnum að taka inn á okk- ur og skilja án þess að bíða tjón á sálinni. Það er ekki nóg að hafa áhuga á tölum, eins og þýskur greinarhöfundur í sýningarskrá Rúríar telur henni sérstak- lega til tekna. Það verður að hafa áhuga á því hvað tölurnar þýða í mannlegri nauð. Goya dregur gjörvöll grimmdarverk Napóleonsherjanna á Iber- íuskaganum saman í eina aftöku undir vegg. Picasso gerir gegnum- stunginn hest að tákni fýrir ljöldamorð Þjóðveija á íbúum þorpsins Guernicu. Christian Boltanski, samviska franskra listamanna hin síðarí ár, dregur saman ljósmyndir barna af gyðingaættum úr litlu frönsku þorpi og gerir þessi börn að fulltrúum allra þeirra barna sem létust í útrýmingarbúðunum. Á síðasta bíennal í Feneyjum sat listakonan Marina Abramovich í afmörkuðu rými innan um blóðug stórgripabein, sem hún skóf, og sönglaði um leið serbneskar barnagælur. í öllum þessum tilfellum var deginum ljósara hverjir voru valdir að hörmungunum. í áðurnefndri grein í sýningarskrá Rúríar er látíð að því liggja að eyðilegginguna og mannvonskuna yf- irleitt megi skrifa á reikning „tímans”, ekki Hútúa, Serba eða ann- arra þjóðarbrola. Stórum áhrifameira hefði verið ef balkönsku flóttamennirnir á ísafirði hefðu fengist til að taka þátt í þessari sýningu með frásögn- um sínum af því sem á daga þeirra hefur drifið. Það er sem sagt tilraun listakonunnar til að draga saman „alla" heimsins grimmd, og meint hlutleysi hennar gagnvart aðföngum sínum, sem grafa undan áhrifamætti þessarar sýningar. Eg segi „meint”, því hvað sem greinarhöfundur í sýningarskrá Rúríar segir um lofsverða og meðvitaða „fjarveru” hennar, blasti alls staðar við hver „stjórnandi” sýningarinnar var. Og hvergi betur en í svokölluð- um dagbókarbrotum í sýningarrýminu miðju, þar sem margháttað- ar alhugasemdir hennar og minnispunktar frá 1994 eru tengdar blaðafféttum viðkomandi dags úr Morgunblaðinu. Hér, alveg burtséð frá þeim tvískinnungi sem felst í því að ástunda einhvers konar hlutleysi gagnvart grimmdinni, en birta eigin dag- bækur í miðju þessu hlutleysi, var eitthvað sem ekki stemmdi, lyktaði raunar af eftirátilbúningi. Hvernig gat áhorfandinn vitað að dagbókar- færslurnar heyrðu til sama degi og fréttirnar birtust í Mogganum? Og hvernig á áhorfandinn að túlka það þegar listakonan nóterar við dag- blaðsfrétt af hörmungum í Afríku eða Bosníu að hún þurfi að fara út í búð, undirbúa kennslu, eða spekúlera i næstu sýningu? Mín viðbrögð voru þau að með þessum hversdagslegu nóteringum, sem sennilega áttu að gefa til kynna sínálægð hörmunganna íyr- ir listakonunni, væri hún í rauninni að gera lítið úr þessum sömu hörmungum. Hér, eins og svo víða á þessari sýningu, saknaði maður afdráttarlausra viðbragða sem gæfu til kynna að umfjöllunarefnið væri listakonunni annað og meira en áhugavert viðfangsefni og rökrétt framleng- ing á hennar eigin myndlistarferli. B3 Umhverfisverk Rúríar á Kjarvalsstöðum 88
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.