Frjáls verslun - 01.04.1999, Side 10
Stórsýning í
Hólminum
Hún stendur í ströngu við að undirbúa Atvinnuvegasýn-
ingu Vesturlands: Valgerður Laufey Guðmundsdóttir, 30
ára, verkefnisstjóri sýningarinnar. Þetta er stórsýning sem
haldin verður í Hólminum 18. til 20. júní. Búist er við
fjölmenni í Hólminn þessa daga. FV-mynd: Geir Ólafsson.
□ að er mikill áhugi á þessari atvinnuvegasýn-
ingu og um 70 fyrirtæki munu kynna starf-
semi sína á henni. Öll helstu fyrirtækin á
Vesturlandi verða með kynningarbása ásamt fyrirtækj-
um af höfuðborgarsvæðinu sem teygja anga sína hing-
að,“ segir Valgerður Laufey Guðmundsdóttir, 30 ára,
verkefnisstjóri Atvinnuvegasýningar Vesturlands sem
haldin verður í Stykkishólmi dagana 18. til 20. júní
næstkomandi. Sýningin verður í íþróttamiðstöðinni í
Stykkishólmi og á svæðinu í kringum hana. Búist er
við miklu Ijölmenni hvaðanæva að af landinu — enda
Vesturland eitt helsta ferðaþjónustuhérað landsins.
„Sýningin verður mjög fjölbreytt og áhugaverð. Til-
gangurinn er að hvetja fyrirtæki á Vesturlandi til dáða
og sýna landsmönnum öllum að hér er margt um að
vera í atvinnurekstri sem ástæða er til að kynna. Kost-
ir þess að búa á Vesturlandi verða tíundaðir, en þeir
eru fjölmargir — og jukust auðvitað verulega eftír að
Vesturlandið færðist nær höfuðborginni sl. sumar með
opnun jarðganganna undir Hvalljörð.“ BS
FRÉTTIR
Landsbréf tengjast
Wall Street
□ að var mikil stemmning í Lofkastalanum síðasta vetradag. Hátt í
500 gestír voru komnir tíl að sjá Kauphöll Landsbréfa tengjast
með formlegum hætti miðstöð fjármálalffs heimsins, Wall Street,
á Netinu. Með þessari þjónustu Landsbréfa býðst íslendingum, í fýrsta
sinn í íslensku skjáumhverfi, að kaupa og selja hlutabréf í yfir 9 þúsund
erlendum fyrirtækjum sem skráð eru á viðurkenndum bandarískum
verðbréfamörkuðum. A meðal gesta var John Hackett, forstöðumaður al-
þjóðadeildar bandaríska fýrirtækisins Web Street — samstarfsaðila
Landsbréfa um þetta verkefni — en það sérhæfir sig í hlutabréfaviðskipt-
um á Netínu og er í fremstu röð á sínu sviði vestanhafs. 33
Fyrstu viðskiptavinir Kauþhallar Landsbréfa á Wall Street á sviði Loftkastal-
ans voru Guðfinna Bjarnadóttir, rektor Viðskiptaháskólans í Reykjavík, og
Guðjón Már Guðjónsson, forstjóri OZ. Guðfinna keyþti bréfí Regions Financi-
al Corþ. en Guðjón í Comþaq Comþuter Corþ. Þeim til aðstoðar, til hægri á
myndinni, var Þorsteinn G. Ólafsson, ráðgjafi hjá Landsbréfum.
Gunnar Helgi
Hálfdanarson,
forstjóri Lands-
bréfa, bauð
gesti velkomna
og kynnti þessi
merku tímamót
í verðbréfavið-
skiptum á Is-
landi.
11 e „Elegant“ hádegisverður 'wr f f • Fundir, móttökur /^V ~| 'i 08Z!U“ J Ulllll UllJ ^ ' smurbrauðsveitingahús • Lækjargata * t1 AA'ir c7 j o rax: 331 UUJS Jakob Jakobsson sinprrebrpdsjomfru s: \ Leigjum út salinn fyrir fundi og einkasamkvæmi cftir kl. 18.00.
10