Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1999, Qupperneq 35

Frjáls verslun - 01.04.1999, Qupperneq 35
tölvur og tæki starfsmanna sem í erli dags- ins eru með taugar þandar í hringiðu hluta- bréfaviðskipta. Þrátt fyrir tæknina mátti sjá á stöku stað samanvöðlaða bréfmiða, þessa gömlu, góðu. Allir helstu sljórnend- ur Hewlett Packard — með stjórnarfor- manninn og aðalforstjórann, Lewis E. Platt, í fararbroddi — tóku á móti gestum ásamt æðstu yfirmönnum Kauphallarinn- ar. Lewis E. Platt nýtur mikillar virðingar í bandarísku viðskiptalífi, er menntaður í Wharton-háskólanum og tók við stjórnar- formennsku af David Packard árið 1993, samhliða starfi sínu sem aðalforstjóri. Um- gjörð móttökunnar gaf strax til kynna að þarna færu tvö fyrirtæki sem störfuðu vel saman og að Hewlett Packard væri í met- um hjá Kauphöllinni. Það er ekki á hverj- um degi sem haldin eru hanastél úti á miðju gólfi hallarinnar og fyrir vikið fékk það á sig brag þungavigtar! Skyndilega var bjöllunni hringt á svölunum frægu og þar stigu gestgjafar iram og ávörpuðu gesti. Stjórnarformaður Kauphallarinnar í bráð- um þrjátíu ár, Richard Grasso, fór lofsam- legum orðum um viðskipti fyrirtækisins við Hewlett Packard um leið og hann bauð gesti velkomna. Kauphöllin gaf tóninn Þessi móttaka f Kauphöllinni gaf tóninn; blaðamenn fengu það fljótlega á tilfinninguna að þeir væru að verða vitni að mikilvægum atburði á Wall Street, musteri kapítalismans. En það er einmitt „atburða-aðferðin" sem flest bandarísk fyrirtæki nota til að kynna nýjar vörur sínar og þjónustu. Sú aðferð kom líka heldur betur á daginn á blaðamanna- fundinum morguninn eftir. Hann var hald- inn í þekktum samkomusal á Wall Street, skammt frá Kauphöllinni. Tækjabúnaður- inn, sem blasti við innandyra, gaf strax til kynna að stórsýning á ameríska vísu væri í uppsiglingu. Sú varð líka raunin. Eftir að gestir höfðu gætt sér á veisluföngum voru ljósin í salnum slökkt og kynningin hófst. Hún byijaði með afar kröftugu þyrluhljóði — eins og heyra má í spennumyndum ætt- uðum frá Hollywood. Þetta var upphaf sem fangaði athygli allra. En skyndilega var sviðið lýst upp og á það steig Janice Chaffin, aðalframkvæmdastjóri fyrirtækis- ins. Hún stýrði blaðamannafundinum eftir það. Hún byrjaði á að sýna mynd á risa- stórum skjám frá opnun Kauphallarinnar fyrr um morguninn þar sem nokkrir af helstu stjórnendum Hewlett Packard voru samankomnir á svölunum frægu. Mynd- irnar úr Kauphöllinni sýndu að hátíðardag- Helstu stjórnendur Hewlett Packard við oþnun Kauphallarinnar t New York að morgni 13. apríl sl. ásamt Richard Grasso, stjórnarformanni Kauphallarinnar. Tölvukerfi Kauþhallar- innar erufrá Hewlett Packard og í kynningu sinni á nýja N-Class miðlaranum nutu HP-menn víðtœks stuðnings þessarar þekktustu kauphallar í heimi. Það var sterkur markaðsleikur! ur var genginn í garð hjá Hewlett Packard. Þessi hátíðlega stund við opnun Kauphall- arinnar komst þegar um morguninn í sjón- varpsfréttir ytra en Kauphöllin tilkynnti að hún ætlaði að kaupa N-miðlarann. Góð byijun á góðum degi! Tónlist og flugeldasýning Að þessu loknu bað Janice Chaffin stjórnarformanninn og aðalforstjóra Hewlett Packard, Lewis E. Platt, að stíga fram á sviðið. I sameiningu kynntu þau hinn sögulega atburð sem væri í uppsiglingu; komu N-Class miðlarans. Við dúndrandi tónlist og flugeldasýningu var hann látinn síga niður á sviðið. Örninn var lentur! Viðbrögðin létu ekki á sér standa; magnað lófaklapp upphófst. Það var rífandi stemmning í salnum. Eftir það voru sýnd viðtöl á sjónvarpsskjám við þekkta viðskiptavini auk þess sem nokkrir stórviðskiptavinir voru kallaðir upp á svið- ið til að segja frá gagnsemi N-Class miðlar- ans — og hvers vegna þeir ætluðu að kaupa hann. Enn og aftur lék fulltrúi Kaup- hallarinnar eitt helsta hlutverkið í kynn- ingunni og minntí menn á nauðsyn aflmik- ils tölvukerfis fyrir Kauphöllina í ljósi hins kynngimagnaða upplýsingaflæðis sem færi um tölvukerfi hennar á hverri sek- úndu. Varla þarf að taka fram að ræðurnar og viðtölin voru samin fyrirfram þannig að þeir, sem voru á sviðinu hveiju sinni, gátu lesið textann jafnóðum á risaskjá sem var fyrir aftan gestina — en einnig voru texta- skjáir tíl hfiðar við sviðið. Allt var þetta gert tíl þess að viðtölin væru sem eðlilegust. Oþnun Kauphallarinnar að morgni 13. aþríl sl. komst þegar í sjónvarpsfréttirytra um morg- uninn en Kauþhöllin tilkynnti að hún ætlaði að kauþa N-miðlara. Stjórnendur HP í Kauphöllinni í New York ásamt Richard Grasso, stjórnarformanni hennar. Hann er lengst til vinstri á mynd- inni. Við hlið hans er Janice Chaffin, aðal- frkvstj. HP, Lewis E. Platt, forstjóri og stjórn- arformaður HP, ogBill Russell, frkvstj. fram- leiðslusviðs HP. 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.