Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1999, Side 47

Frjáls verslun - 01.04.1999, Side 47
Þórður B. Pálsson framkvœmdastjóri jyrir framan Fraktlausnir. Paþþírar sóttir til Cargolux. tilviki Fraktlausna er þetta ekki rétt. Kostir þess að eiga viðskipti við fyrirtækið og fá það til þess að annast flutning vöru frá framleiðslustaö til viðtakanda byggjast á því í fyrsta lagi að innflytjendur þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að finna leiðir til að flytja vöruna frá framleiðanda að flutn- ingsfari. Fraktlausnir gera það því fyrirtæk- ið er í samstarfi við miðlara um allan heim sem sérhæfa sig í að veita þessa þjónustu á mjög hagstæðu verði. í öðru lagi hefur staða Fraktlausna, sem óháðrar flutnings- miðlunar, það í för með sér að ævinlega eru hagsmunir innflytjandans hafðir í fyrir- rúmi þegar flutningsleið er valin. Ræður þar einungis tími og verð. í þriðja lagi geta Fraktlausnir boðið mjög hagstæð flutn- ingsgjöld vegna magnsamninga hjá farm- flytjendum. f fjórða og síðasta lagi sjá Fraktlausnir um að fylgjast með sending- unni frá því hún leggur af stað og þar til hún er komin í hendur viðtakanda og láta hann vita þegar í stað ef ófyrirséðar tafir verða. Hraðinn skiptir miklu máli „Við fylgjum hlutunum eftir og leggjum metnað í að vita hvar varan er stödd. Ef eitthvað óvænt kemur upp á látum við viðskiptavininn vita strax svo hann geti brugðist við í samræmi við þetta. Hann þarf að sjálfsögðu ekki að hafa fyrir því að fara sjálfur að grennslast fyrir um vöruna," segir Þórður. „Þá er einnig hægt að taka ákvörðun um það hvort varan bíði eftir því að fara með þeim flutningsaðila sem fyrst var valinn eða hvort leita skuli annarra lausna. Og Þórður ítrekar að þegar Fraktlausnir velji einn farmflytjanda öðrum fremur, ef verðið er það sama, þá byggist valið á því að við- skiptavinurinn fái vöruna sem fyrst í hend- ur. Hraðinn sé aðalatriðið í því tilviki. „Um 90% af viðskiptavinum okkar eru innflytjendur," segir Þórður „en við erum jafnframt að senda vörur um allan heim, til Chile, Bandaríkjanna, Japan og auðvitað til meginlands Evrópu." Getur minnkað fjármagnskostnað Þórður segir að aukinn hraði og auknir möguleikar á fraktflutningum með flugi hafi breytt miklu fyrir innflytjendur. Nú geti menn val- ið á milli þess að fá litlar en tíðar sending- ar með flugi eða stórar sendingar með nokkurra vikna eða mánaða millibili. Með þessu megi draga úr fjármagnskostnaði sem fylgi stórum lager. Fraktlausnir leggja sig fram um að leiðbeina viðskiptavinum á þessu sviði og benda þeim á hagkvæm- ustu flutningsleiðina um leið og hún getur orðið til þess að bæta þjónustu viðkom- andi innflytjanda við viðskiptavini sína, sem ekki þurfa að bíða lengi eftir næstu vörusendingu. Að lokum má geta þess að viðskipta- vinir Fraktlausna þurfa ekki að bíða til morguns komi skyndilega upp þörf á að hafa samband við starfsmennina vegna ófyrirséðra atvika í vöruflutningum. Ef hringt er í síma 5 200 600 er svarað allan sólarhringinn. jar Skútuvogi 12e JBSf CDAI/T Revkiavík rnhfxi sfmi: 5 200 600 MLMJSMehf^ 3 5 200 601 Flutningsmiðlun l' :cargolux; 47

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.