Morgunblaðið - 23.01.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.01.2001, Blaðsíða 1
18. TBL. 89. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 23. JANÚAR 2001 GRÓÐURHÚSAÁHRIFIN í loft- hjúp jarðar eru alvarlegri en talið hefur verið. Fylgifiskar loftslags- breytinga munu hafa mikil áhrif í margar aldir, að því er helstu lofts- lagsfræðingar segja, og fram kemur í umfangsmikilli skýrslu Sameinuðu þjóðanna (SÞ) sem birt var í gær. Kemur þar fram, að hitastig á jörðinni kann að hækka um á bilinu 1,4 til 5,8 stig á þessari öld. Yfirborð sjávar gæti ennfremur hækkað um tugi sentímetra. Svona breytingar gætu verið nóg til eyða sumum vist- kerfum og gleypa önnur. Ólíklegt er að kóralrif myndu lifa af svo mikið sem eins stigs hækkun á hitastigi sjávar, og samfélög á láglendum eyjum á borð við Maldíveyjar á Ind- landshafi gætu verið í hættu. Skýrslan var unnin af fjölþjóð- legri loftslagsbreytinganefnd (Int- ergovernmental Panel on Climate Change, IPCC). Er varað við því að breytingarnar geti haft mikil áhrif á landbúnað og aukið álagið á naumar vatnsbirgðir. Klaus Töpfer, framkvæmdastjóri umhverfismálaáætlunar SÞ, sagði að skýrslan „ætti að hringja aðvör- unarbjöllum í öllum höfuðborgum heimsins og öllum smærri samfélög- um“. Hvatti hann ríkisstjórnir og einkafyrirtæki til að auka þegar notkun á hreinum orkugjöfum og hefja undirbúning „vegna hækkandi sjávarborðs, breytinga á úrkomu og annarra gróðurhúsaáhrifa“. Skýrsla ICPP er afrakstur þriggja ára vísindarannsókna á áhrifum hækkandi hitastigs í heim- inum og er niðurstaðan m.a. sú, að umhverfisskaðinn sé að miklu leyti skeður og ekki verði aftur snúið. Uppsöfnun koltvísýrings í andrúms- loftinu, en hann er útbreiddastur svonefndra gróðurhúsalofttegunda, hefur aukist um 31% síðan 1750, en slík aukning hefur ekki áður orðið svo mikil undanfarin 20 þúsund ár, segir í skýrslunni. Líklegt sé að magnið hafi ekki verið svona mikið í um 20 milljónir ára, en 75% koltvísýringsmagnsins koma frá brennslu á jarðefnaelds- neyti, og afgangurinn myndast vegna eyðingar skóga. Síðan á sjötta áratugnum hefur meðalhiti á jörðinni hækkað um sem nemur einni gráðu á hverjum áratug og tí- undi áratugurinn verður að líkind- um sá heitasti og 1998 heitasta ár síðan 1861, segir í skýrslunni. Skýrsla Sameinuðu þjóðanna um gróðurhúsaáhrif í lofthjúp jarðar Alvarlegri en talið var Shanghai. AFP. LIÐSMENN bandarísku strand- gæslunnar skoða olíuskipið Jessicu sem strandaði fyrir viku við San Cristobel, austustu eyjuna í Gala- pagos-eyjaklasanum. Þegar hafa yf- ir 600 tonn af olíu lekið úr skipinu Mauicio Velasquez, líffræðingur í Galapagos-þjóðgarðinum, hefur sagt að lífríkið geti borið varan- legan skaða af olíunni sökkvi hún til botns og eyðileggi þar með þörunga sem eru neðst í fæðukeðjunni. AP Olíumengun við Gala- pagos-eyjar NEYSLA á kókaíni og heróíni á heimsvísu hefur dregist saman að því er kemur fram í skýrslu Sam- einuðu þjóðanna, SÞ, sem birt var í gær. Minna er nú framleitt af þess- um efnum, sem koma að miklu leyti frá Afganistan, Búrma og Kólumb- íu. Neysla á tilbúnum eiturlyfjum eins og amfetamíni og e-pillu hefur aftur á móti aukist, sérstaklega í Asíu, en iðnaðarríki eru aðalfram- leiðendur þeirra. Um 180 milljónir manna neyttu eiturlyfja seinni hluta tíunda ára- tugarins, eða rúmlega 4% jarðarbúa 15 ára og eldri. Mest er neysla kannabis-efna en heróín og kókaín eru dýrustu eiturlyfin ef miðað er við kostnað við meðferð og sjúkra- hússvist eiturlyfjaneytenda. Skýrslan sýnir einnig þróunina sem varð á síðasta áratug með auknum vinsældum tilbúinna eitur- lyfja eins og e-pillunnar. Verslun með slík eiturlyf hefur aukist mest hlutfallslega en enn er samt mest smyglað af kannabisefnum. Í skýrslunni segir að það sé eitt helsta markmið andstæðinga eitur- lyfja að stöðva framleiðslu heróíns í Afganistan. Skýrsla SÞ um eiturlyfjaneyslu Dregur úr kókaín- og heróín- neyslu Vín. AFP, AP.  Óttast að/29 GEORGE W. Bush, forseti Bandaríkjanna, bauð starfsfólk sitt velkomið til starfa í gær. Hann notaði tækifærið og bað það um að láta sér annt um velsæmið. Bush hvatti samstarfs- menn sína til að hjálpa honum að standa við kosningaloforð þau er hann gaf í kosningabar- áttunni. „Ég vil að það verði sagt um okkur að við höfum staðið við gefin loforð.“ Bush sagði einnig að hann hafi afráðið að hætta stuðningi við sjóði sem styrkja alþjóðleg samtök er gefa ráð um skipulag barneigna, þ.á m. um fóstureyðingar. Þetta er stefnubreyting frá tíð Clintons. Á sama tíma og Bush tilkynnti um þessa stefnubreytingu söfnuðust andstæð- ingar fóstureyðinga saman í höfuðborginni til mótmæla í tilefni þess að 28 ár eru liðin frá því að hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði að fóstureyðingar væru leyfilegar þar í landi. AP Styður ekki samtök hlynnt fóstureyðingum  Svaf afbragðsvel/28 Bush tekinn til starfa Washington. AP. Bush og leiðtogar repúblikana í bandaríska þinginu hittust í gær en þeir eru í meirihluta þar. Frá vinstri eru Dick Armey leiðtogi repúblikana í fulltrúadeildinni, Dennis Hastert, forseti fulltrúa- deildarinnar, Bush og leiðtogi repúblikana í öldungadeild, Trent Lott. SHLOMO Ben-Ami, utanríkisráð- herra Ísraels, segir að ólíklegt verði að teljast að samkomulag náist meðal Palestínumanna og Ísraela fyrir kosningarnar 6. febrúar. Fari svo að það náist verði ekki skrifað undir það fyrr en að þeim loknum. Ben-Ami fer fyrir samningamönn- um Ísraela sem nú funda með Palest- ínumönnum í Egyptalandi. Hófleg bjartsýni einkenndi viðhorf samn- ingamanna í gær. Yasser Abed Rabbo, samningamaður Palestínu- manna, sagði að andrúmsloftið „væri ekki neikvætt. Ég segi ekki að við höf- um tekið framförum en það er full al- vara í viðræðunum“. Palestínumenn gagnrýndu í gær það hlutverk sem Bandaríkjamenn hafa gegnt í friðarumleitunum fyrir botni Miðjarðarhafs undanfarin sjö ár. Í fimm síðna skjali sem samninga- nefnd Palestínumanna gaf út segir að utanríkisstefna Bandaríkjanna í tíð Bills Clintons, fyrrverandi forseta, hafi haft „hörmulegar afleiðingar“ fyrir friðarumleitanirnar. Er Banda- ríkjastjórn sökuð um að hafa tekið af- stöðu með Ísraelum og lagt áherslu á „framkvæmd fremur en inntak“. Bandaríkin fylgjast vel með Hin nýja ríkisstjórn Bandaríkj- anna gaf í skyn í gær að hún væri sátt við að fylgjast með viðræðunum úr fjarlægð í stað beinnar þátttöku eins og í tíð Clintons. Colin Powell utan- ríkisráðherra sagði að Bandaríkin hefðu mikinn áhuga á friðarumleitun- um í Mið-Austurlöndum og ríkis- stjórnin fengi upplýsingar um fram- vindu þeirra jafnharðan. Enn ber mikið á milli í viðræðunum en helstu ásteytingarsteinar eru Jerúsalem og framtíð palestínskra flóttamanna. Talið er að viðræðurnar nú miði að því að leggja drög að sam- komulagi byggðu á áætlun sem Clint- on lagði fram í síðasta mánuði. Felur það í sér að Ísraelar láti Palestínu- mönnum eftir allt Gazasvæðið og um 95% Vesturbakkans, auk fullveldis á arabískum svæðum í Austur-Jerúsal- em. Aftur á móti fái Palestínumenn ekki tryggingu fyrir því að um 3,7 milljónir palestínskra flóttamanna fái að snúa til síns heima. Hálfur mánuður er þar til fram fara forsætisráðherrakosningar í Ísrael. Helsti keppinautur Ehuds Baraks forsætisráðherra, harðlínumaðurinn Ariel Sharon, nýtur mun meiri vin- sælda en Barak, samkvæmt skoðana- könnunum. Sigur Sharons yrði „reiðarslag“ Haft var eftir Yasser Arafat, for- seta heimastjórnar Palestínumanna, að sigur Sharons yrði „reiðarslag“. Sagði Arafat ennfremur í viðtali við breska blaðið The Daily Telegraph í gær að Sharon myndi „svara okkur með ruddalegum hernaðarhætti“. Segir blaðið að Arafat hafi sagt sínum mönnum að leggja allt í sölurnar til að ná samkomulagi fyrir kosningarnar. Viðræður Ísraela og Palestínumanna í fullum gangi í Egyptalandi Samkomulag fyrir kosningar ólíklegt Jerúsalem, Kiev, Taba, London. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.