Morgunblaðið - 23.01.2001, Blaðsíða 22
VIÐSKIPTI
22 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudaginn 25. janúar nk. mun Íslensk-kínverska viðskiptaráðið
halda upp á kínversk áramót, en þá gengur í garð ár snáksins
samkvæmt kínversku tímatali. Áramótafagnaðurinn verður haldinn
á veitingastaðnum Asíu og hefst kl. 19.00.
Boðið verður upp á fimm rétta máltíð. Þátttökugjald er kr. 2.800.
Ræðumaður kvöldsins verður Ragnar Baldursson sendiráðunautur
og mun hann fjalla um Kína við upphaf nýrrar aldar.
Félagsmenn eru hvattir til þess að fjölmenna og taka með sér
gesti. Vinsamlega tilkynnið þátttöku á skrifstofu ráðsins
í síma 588 8910 sem allra fyrst.
FAGNAÐURINN ER ÖLLUM OPINN.
ÍSLENSK KÍNVERSKA VIÐSKIPTARÁÐIÐ.
KÍNVERSK ÁRAMÓT
NÝTT eignarhaldsfélag, Eyki hf.,
hefur verið stofnað um fyrirtækin
Radíomiðun, Hátækni og Ísmar.
Eign Radiomiðunar í Íslenskum fjar-
skiptum ehf. (67%) og Teleserve í
Færeyjum (50%) mun jafnframt
flytjast til Eykis.
Kristján Gíslason, stjórnarformað-
ur Eykis, segir að tilgangurinn með
þessum breytingum sé að skapa öfl-
uga og markvissa heild fyrirtækja,
styrkja rekstrargrundvöll þeirra og
gera þau hæfari til að takast á við
nýjar og breyttar aðstæður. Eignar-
haldsfélagið muni annast áætlana-
gerð, stefnumörkun og skipulagn-
ingu dótturfélaga sinna.
Samanlögð velta dóttur- og hlut-
deildarfélaga Eykis hf. var á síðasta
ári yfir 1.800 milljónir króna.
Á síðasta ári stofnaði Teleserve
símafyrirtækið TeleF í Færeyjum
með Íslandssíma og er eignarhluti
Teleserve í TeleF 50%. Eyki gekk nú
nýverið frá kaupum á Ísmar hf. en
Ísmar er í innflutningi og þjónustu á
siglinga-, fiskileitar- og fjarskipta-
tækjum, ásamt því að selja og þjón-
usta landmælingatæki og annan bún-
að til verktaka og byggingaraðila. Að
sögn Kristjáns mun Ísmar líkt og hin
dótturfélögin starfa áfram í núver-
andi mynd og sem sjálfstætt félag.
„Með stofnun Eykis myndast öflugur
kjarni fyrirtækja á sviði fjarskipta-
og upplýsingatækniþjónustu með
sérhæfingu í þjónustu við sjávarút-
veginn. Sérhæfingin er aðallega á
sviði siglinga- og fiskileitartækni og
styður stofnun Eykis frekari útvíkk-
un heildarstarfseminnar innanlands
og erlendis. Við erum að setja öll
þessi sjálfstæðu fyrirtæki undir
sama hatti.“
Stefnt að stækkun félagsins
Aðspurður segir Kristján að með
stofnun sérstaks eignarhaldsfélags
sé nú búið að koma á skipulagi sem
geri stjórnendum kleift að sækja
fram og það sé ekkert launungarmál
að menn vilji stækka fyrirtækið enn
frekar. „Við höfum verið að horfa á
að fyrirtæki hafi verið að sameinast,
ekki síst í sjávarútvegi og við erum
að gera það sama. Við ætlum okkar
að búa til sterkari einingu og geta
þannig boðið betri þjónustu og vörur
á hagstæðara verði. Það eru ýmis
sóknarfæri sem við getum nýtt betur
með þessu skipulagi.“
Aðspurður segir Kristján að Eyki
eigi eftir þessar breytingar 100% í
Hátækni, Ísmar og Radíómiðun, 67%
í Íslenskum fjarskiptum en Nýherji á
um 33% og svo 50% í TeleServe.
Hluthafar Eykis eru um 25 talsins.
Stærstu hluthafarnir eru Kristján
Gíslason, stjórnarformaður Eykis,
með 27,2%, Olíuverslun Íslands hf.
með 16%, Eagle Investment Holding
SA með 9,5%, Talenta-Hátækni með
8% og Kaupþing Lúxemborg með
6,4% hlut. Þá eiga lykilstarfsmenn og
stjórnendur hluti í félaginu. Íslands-
banki-FBA leiddi samningaviðræður
fyrirtækjanna, ásamt því að annast
aðra milligöngu í þessum viðskiptum.
Samanlögð velta
1,8 milljarðar
Hátækni, Íslensk fjarskipti, Ísmar, Radíómiðun og
Teleserve stofna Eyki hf.
LYFJAFYRIRTÆKIÐ GlaxoSmith-
Kline og Lyfjaverslun Íslands hf.
hafa gert samning um dreifingu á
vörum þess fyrrnefnda. Hjörleifur
Þórarinsson, framkvæmdastjóri
GlaxoSmithKline, og Sturla Geirs-
son, framkvæmdastjóri Lyfjaversl-
unar Íslands, handsöluðu samning
fyrirtækjanna á föstudag.
Í tilkynningu frá fyrirtækjunum
segir að GlaxoSmithKline sé
stærsta lyfjafyrirtæki veraldar eft-
ir sameiningu lyfjafyrirtækjanna
GlaxoWellcome og SmithKline
Beecham og í hópi allra stærstu
fyrirtækja heims. Áætluð sala
þeirra hér á landi á árinu nemi hátt
í sjö hundruð milljónum króna.
Morgunblaðið/Jim Smart
Semja um dreifingu
Hjörleifur Þórarinsson, framkvæmdastjóri GlaxoSmithKline, og Sturla
Geirsson, framkvæmdastjóri Lyfjaverslunar Íslands.
GlaxoSmithKline og Lyfjaverslun Íslands
ÍSLENSKI hugbúnaðarsjóðurinn
hf. hefur keypt 800.000 krónur að
nafnverði eða 20% hlut í Þekking-
arhúsinu ehf. að því er kemur fram
í tilkynningu til Verðbréfaþings Ís-
lands. Þekkingarhúsið ehf. hefur
hafið undirbúning á byggingu
tæknigarðs á Urriðarholti í landi
Garðabæjar. Landið er í eigu
Menningar- og líknarsjóðs Oddfell-
ow-reglunar og hefur verið gengið
frá viljayfirlýsingu á milli aðila um
undirbúninginn. Hluthafar í félag-
inu auk Hugbúnaðarsjóðsins eru
Þyrping, GoPro – Landsteinar og
félag í eigu Sigurðar Gísla Pálma-
sonar og Jóns Pálmasonar.
Gunnar V. Engilbertsson, fram-
kvæmdastjóri Íslenska hugbúnað-
arsjóðsins, segir að kaupgengi hlut-
arins í Þekkingarhúsinu sé
trúnaðarmál í bili, málið sé enn á
tiltölulega viðkvæmu stigi.
Aðspurður segir Gunnar að
grunnhugmyndin að Þekkingarhús-
inu sé að koma á fót sérstöku húsi
fyrir fyrirtæki í þekkingariðnaði.
Stefnan sé að byggja upp umhverfi
sem henti slíkum fyrirtækjum og
menn kannist við erlendis frá. Ekki
sé beinlínis um frumkvöðlasetur að
ræða, þetta muni ekki bara henta
smáum fyrirtækjum heldur einnig
hinum stærri. Menn sjái fyrir sér
að það sé gott fyrir viðskipti fyr-
irtækja sem starfa í svipuðum geira
að vera nálægt hvert öðru. Þetta
eigi ekki einna síst við í þekking-
argeiranum þar sem hugmynda-
vinna sé mikilvæg og því nauðsyn-
legt að skapa jákvætt og hvetjandi
andrúmsloft.
Íslenski hugbúnaðarsjóðurinn hf.
Kaupir fimmtung
í Þekkingarhúsinu
FULLTRÚAR líftæknifyrirtækis-
ins BioStratum Inc. og japanska
lyfjafyrirtækisins KOWA Ltd.
skrifuðu hinn 18. janúar síðastlið-
inn undir samning um þróun,
markaðssetningu og sölu á lyfinu
Pyridorin í Japan, Taívan, Kína og
Kóreu. Jón Ingi Benediktsson,
framkvæmdastjóri MP BIO hf.,
segir að samningurinn skipti tölu-
verðu máli fyrir MP BIO hf. því
um 50% af eigum félagsins séu
bundin í BioStratum.
Í tilkynningu frá MP BIO hf.
segir að samningur BioStratum og
KOWA sé mikilvægur áfangi fyrir
BioStratum varðandi þróun Pyri-
dorins og muni koma til með að
tryggja fyrirtækinu allt að 25
milljónir bandaríkjadala í áfanga-
greiðslur auk 14% af sölutekjum
eftir að lyfið er komið á markað.
Í tilkynningunni kemur fram að
Pyridorin er það lyf BioStratum
Inc. sem lengst er komið í rann-
sóknum og byggist á sérþekkingu
vísindamanna fyrirtækisins á eig-
inleikum grunnhimnu líkamans
(Basal lamina). Í dýratilraunum
hefur verið sýnt fram á að lyfið
dragi úr myndun nokkurra efna
sem geta valdið alvarlegum nýrna-
bilunum hjá sykursjúkum. Pyrid-
orin er um þessar mundir í öðrum
þætti klínískra prófana af þremur.
Áhugi á líftækni-
fyrirtækjum með vörur
Jón Ingi segir að samningur
BioStratum og KOWA sé vonandi
fyrsti samningurinn af mörgum
um lyfið Pyridorin. Flest lítil líf-
tæknifyrirtæki stefni að því að
gera samninga af þessu tagi við
stór lyfjafyrirtæki. Pyridorin sé
það lyf sem komið sé lengst hjá
BioStratum en fjöldi einkaleyfa
fyrirtækisins sé á þriðja tug.
„BioStratum er öflugt félag sem
er í því að þróa vörur,“ segir Jón
Ingi. „Áhugi fjárfesta hefur verið
að færast meira yfir á þau félög
sem eru með vörur en eru ekki ein-
göngu í því að raðgreina og skaffa
upplýsingar.“ MP BIO hf. á 9,25%
heildarhlutafjár í BioStratum Inc.,
eða 1.480.000 hluti. Samkvæmt
árshlutauppgjöri 30. september
2000 var bókfært verð á eignarhlut
MP BIO hf. 786 milljónir króna og
er BioStratum langstærsta eign
félagsins.
Lokaverð MP BIO hf. á Verð-
bréfaþingi Íslands í gær var 1,40.
Mikil áhrif á
MP BIO hf.
BioStratum gerir samning við KOWA