Morgunblaðið - 23.01.2001, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 23.01.2001, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Ásgeir varð stúd- ent frá Menntaskól- anum í Reykjavík árið 1954 og við- skiptafræðingur frá Háskóla Íslands 1960. Hann starfaði sem blaðamaður á dagblaðinu Vísi 1960-61, á Morgun- blaðinu til 1967, sem fréttamaður og þul- ur á fréttastofu Sjónvarps 1967-71 og á fréttastofu Út- varps frá 1973-75. 1987 gerðist hann þýðandi hjá Íslenska útvarps- félaginu og starfaði þar til dauða- dags. Útför Ásgeirs fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Dauðinn gerir ekki alltaf boð á undan sér. Þau tíðindi, að Ásgeir Ingólfsson hefði orðið bráðkvaddur á heimili sínu, voru mér harmafregn. Það er einkennilegt hvernig hug- urinn vill leita til fyrstu kynna við hinn látna við þessar aðstæður. Ég hafði þekkt Ásgeir alla mína ævi, enda vorum við náfrændur. Hann er áberandi í æskuminningum mínum. Hann var stóri frændinn, sem lagðist á gólfið og hjálpaði litla frænda að smíða úr mekkanóinu sem leynst hafði í jólapakka. Hann var stóri frændinn sem skaut upp flugeldun- um á gamlárskvöld meðan litli frændinn horfði stórum augum á ljósadýrðina með stjörnuljós í hendi. Hann var stóri frændinn sem kom stundum á olíubíl að dæla á geym- ana, sem voru við hvert hús í Reykja- vík fyrir daga hitaveitu, og leyfði litla frænda að setjast inn í þetta merki- lega farartæki. Hann var stóri frændinn sem leiddi litla frændann við hönd sér niður í fjöru við Ægisíð- una og sagði honum hvað allir fallegu fuglarnir hétu. Stóri frændi var hetja og fyrirmynd og ég ætlaði að verða alveg eins og hann þegar ég yrði stór. Ég ætlaði að verða hár og grannur og dökkhærður – eins og Ásgeir frændi. Það gekk þó ekki eft- ir. Ásgeir Ingólfsson var um árabil blaðamaður, fyrst á Vísi og síðan á Morgunblaðinu, áður en hann varð einn okkar ástsælasti sjónvarps- fréttamaður á fyrstu árum ríkissjón- varpsins, gestur á hverju heimili landsins dag eftir dag. Hann hafði útlitið með sér og röddin var afar þægileg og róandi, framsögnin skýr og íslenskan góð. Hann var mikill málamaður og fáir stóðust honum snúning í Norðurlandamálum og ensku. Þýðingar lágu vel fyrir hon- um og undanfarna tvo áratugi eða svo hafði hann viðurværi sitt að mestu af þeim. Ævi Ásgeirs var sannarlega erfið á tímabili. Þá hvíldi dökkur skuggi yfir lífi hans, dekkri en flestir þurfa að glíma við. Sem betur fer létti til á ný og betri tímar fóru í hönd. Hann gjörbreytti lífi sínu og sökkti sér í vinnu, þýðingar og skriftir, en gaf sér þó tóm til að stunda hlaup, göngu og laxveiði. Hann var því vel á sig kominn líkamlega og einmitt þess vegna kom andlát hans öllum á óvart. Ásgeir kvæntist þeirri miklu sómakonu Hafdísi Árnadóttur dans- kennara og áttu þau saman tvo syni, Ingólf og Árna Ólaf. Hún var honum stoð og stytta á þeim erfiðu tímum sem fyrr eru nefndir, þrátt fyrir að þau hafi þá verið skilin. Vinátta þeirra hélst allt til hins síðasta. Ásgeir var mikill náttúruverndar- sinni. Verndun íslenska laxins var honum sérstakt hjartans mál, enda var hann alla tíð mikill laxveiðimað- ur. Það fékk hann vafalaust í arf frá afa okkar og nafna hans, Ásgeiri G. Gunnlaugssyni, kaupmanni í Reykjavík, sem stundaði laxveiðar í Elliðaánum um árabil ásamt bræðr- um sínum, Þórði og Pétri. Faðir þeirra, Gunnlaugur Pétursson, var um nokkurt skeið veiðivörður við Elliðaárnar. Hann var einn fyrsti Ís- lendingurinn sem tileinkaði sér hugsunarhátt Breta við laxveiðar og mótaði hann mjög umgengni við árn- ar eftir að þær komust aftur í hendur Íslendinga, þ.e. Reykjavíkurkaup- staðar, í byrjun 20. aldar. Ásgeir Ingólfsson varð þeirrar gæfu aðnjótandi að læra unglingur handtökin við veiðarnar og verndar- hugsjónina hjá afa. Þessi tengsl kyn- slóðanna við Elliðaárnar urðu til þess að Ásgeir tók sérstöku ástfóstri við árnar og fáir núlifandi menn þekkja þær jafnvel og hann gerði. Hann hafði miklar áhyggjur af ástandi laxastofnsins í Elliðaánum og lagði sitt af mörkum til að bjarga honum með skrifum sínum. Nær ár- lega bretti hann upp ermarnar ásamt öðrum sjálfboðaliðum og fjar- lægði rusl og annan óþrifnað sem safnaðist að ánum. Hann barðist einnig mjög gegn erfðamengun ís- lenska laxins, bæði blöndun ís- lenskra stofna innbyrðis og við er- lenda stofna. Undanfarinn áratug starfaði hann mikið fyrir Norður- Atlantshafslaxasjóðinn að hugsjón sinni, verndun laxins. Fyrir hálfum öðrum áratug vann Ásgeir sitt besta verk fyrir Elliða- árnar, er hann skrifaði bók um þær sem teljast verður einstök heimild um þessa náttúruperlu. Með þeirri merkilegu bók mun nafn Ásgeirs lifa. Ég votta sonum hans, Ingólfi og Árna Ólafi, sem voru honum afar nánir, samúð mína og fjölskyldu minnar. Guð blessi þá og Styrmi litla, sem var svo heppinn að fá að kynnast afa sínum. Páll Hersteinsson. Okkar ástkæri Ásgeir er farinn frá okkur. Hann er farinn, en það þýðir ekki að hann hafi yfirgefið okk- ur. Hann á sér ætíð stað í hjarta mínu sem tengdafaðir og vinur. Ás- geir kom sem falleg gjöf inn í líf mitt. Ég hafði í mörg ár leitað mér að læri- föður og fann hann óvænt á Íslandi. Fyrir hans tilstilli varð mér ljóst að hið ritaða orð varðar ekki veginn þótt það hafi mikið gildi. Nú veit ég að maður þarf ekki að segja allt, það mikilvægasta geymir maður í hjarta sér. Sjáumst síðar. Marta Luiza Macuga. Elsku afi minn. Ég er leiður yfir því að þú ert dáinn. Ég veit að Guð passar þig núna og þú passar mig. Þú átt alltaf stað í hjarta mínu og ert þess vegna alltaf til staðar til að hlusta á mig þegar ég þarf á þér að halda. Ég veit líka að þú fylgist með mér og leiðbeinir mér þegar ég held áfram að feta mín spor í þessum stóra margslungna heimi. Nú verður pabbi að taka að sér að kenna mér veiðimennskuna og ég vona að hann geti miðlað til mín öllu því sem þú kenndir honum. (Ef þér finnst hann eitthvað óþolinmóður þá grípurðu bara í taumana). Árni Óli og Amma Haddý geta svo tekið við dekrinu og séð mér fyrir öllum þeim ís sem þú áttir eftir að kaupa handa mér. Ég elska þig alla leið upp í geim – og heim aftur. Þinn Styrmir Elí. Ásgeir kom inn í mitt líf og mína fjölskyldu með tilkomu gleðigjafans, Styrmis Elís. Styrmir hafði, með að- stoð æðri máttarvalda, valið sér fjöl- skyldu af mikilli kostgæfni og verð ég honum ævinlega þakklát fyrir vandað val. Ásgeir, eins og aðrir í fjölskyldunni, tók okkur boðflennun- um af mikilli hlýju og mynduðust strax sterk tengsl á milli afans og barnabarns. Ein sterkasta minning sem ég hef af Ásgeiri er hve fljótur hann var að krjúpa niður eða setjast á gólfið til að vera í sömu hæð og viðmælandinn – hann talaði aldrei niður til neins, hvort sem um barn eða fullorðinn var að ræða. Ásgeir hafði einstakan hæfileika til að tala í réttri tóntegund og talaði aldrei illa um nokkurn mann. Ef hann hafði ekkert gott að segja, þá einfaldlega sagði hann ekki neitt. Ég vildi að okkar stundir hefðu verið fleiri, það er enn svo margt sem var ólært og finnst sárt að eiga ekki eftir að setjast niður og spjalla við Ásgeir, yfir góðum kaffibolla og molasykri. Elsku Ingó, Árni Óli, Haddý, Inga, Bússi og aðrir ættingjar og vinir, megi Guð veita okkur öllum styrk til að syrgja og dvelja við góðu minningarnar. Vigdís. Í þann mund sem nýtt árþúsund gekk í garð þótti honum Ásgeiri frænda okkar tímabært að kveðja. Aðeins örfáum dögum áður hafði hann, maður á sjötugsaldri, sett nýtt Íslandsmet í langstökki innanhúss í sínum aldursflokki. Geri aðrir betur. Þá var fátt eftir annað en síðasta stökkið, og það stærsta, inn í eilífð- ina. Svona á að hætta, á tindinum. Engu að síður er kveðjan sár, enda átti ekkert okkar von á því að svo hraustur maður yrði bráðkvadd- ur. En þessi kveðja er í anda hans, stutt og afdráttarlaus, ekki lang- dregin og kvalarfull. Að baki liggur lífsverkið, marglitt og misjafnt. Á síðustu árum hafði Ásgeir gert upp sitt líf og eftir tökum bundið alla lausa enda. Hann hafði skilað sínu, tveimur sonum sem báð- ir hafa náð að láta drauma sína ræt- ast á síðustu misserum, og fyrsta barnabarninu, Styrmi. Þrátt fyrir allt sem á undan var gengið var Ás- geir sáttur og gat litið með talsverðu stolti til þessara afreka sinna. Frændur mínir þrír, Ingólfur, Árni Óli og Styrmir, eru tvímælalaust meira en margur maðurinn áorkar á langri ævi. Í brjósti þeirra, og okkar hinna sem minnumst Ásgeirs, lifa góðu minningarnar. Vertu sæll, Ásgeir frændi, og vegni þér vel hinum megin. Ingólfur Bjarni og Ásgeir. Kær vinur, Ásgeir Ingólfsson, er látinn. Ég hitti hann fyrst við ár- bakkann, þar sem hann var í sínu rétta umhverfi. Seinna urðum við góðir vinir og eyddum löngum stund- um í spjall um konung fiskanna en þar kom maður ekki að tómum kof- unum hjá Ásgeiri. Veiðin var það sem tengdi okkur saman í byrjun, en þegar árin liðu var það vinátta og virðing sem ein- kenndi okkar samskipti. Ég kveð þig með trega og söknuði og óska þess að mega hitta þig við árbakkann aft- ur síðar. Hilmar Hansson. Sæll Ásgeir. Þau eru ekki mörg árin sem við þekktum hvor annan. Auðvitað vissi ég alltaf af þér í fjarska, drakk í mig allt sem þú skrifaðir um veiði. En dagurinn sem við kynntumst, þegar þú hringdir í mig og við töluðum í fyrsta sinn um sameiginlegt áhuga- mál okkar; framtíð Elliðaánna líður mér seint úr minni. Hvílíkur hafsjór varstu af fróðleik ÁSGEIR INGÓLFSSON ✝ Ásgeir Ingólfs-son, þýðandi, blaðamaður og rit- höfundur, fæddist í Reykjavík hinn 26. júlí 1934. Hann lést á heimili sínu hinn 15. janúar síðastliðinn, 66 ára að aldri. Hann var sonur hjónanna Ingólfs Árnasonar stórkaupmanns og Önnu Ásgeirsdóttur húsmóður. Ásgeir átti eina systur, Ing- unni Önnu, þýðanda í Reykjavík. Árið 1964 kvæntist Ásgeir Haf- dísi Árnadóttur kennara. Þau skildu. Börn þeirra eru: Ingólfur, f. 1966 og Árni Óli, f. 1972. Barnabarn Ásgeirs er Styrmir Elí, f. 1996. F yrir skömmu var mér hermt að bílaumboð byðu stundum á lækkuðu verði bif- reiðar í ljótum litum. Um væri að ræða bíla, jafnvel spánnýja, sem ekki gengju út vegna þess eins að litir þeirra féllu kaupendum ekki í geð. Þetta er nokkuð sem mér hefur aldrei dott- ið í hug. Ég hélt að bíll væri alltaf bíll og væri ekki til annars en að skila manni heilu og höldnu milli staða. Jú, kannski gott að skottið væri rúmgott líka, en frekari kröf- ur ætti ekki að gera til bifreiðar. En svo einfalt er þetta víst ekki lengur. Á okkar dögum þarf bíll jafnframt að vera fallegur, sam- kvæmt ríkjandi stöðlum, vel hann- aður (einnig samkvæmt ríkjandi stöðlum) og síðast en ekki síst flottur á lit- inn (sam- kvæmt smekk hvers og eins, sem þýðir í raun: samkvæmt ríkjandi stöðlum). Útlit farartækja; bíla, reiðhjóla, vélsleða og hjólabretta, þarf að vera full- komið á mælikvarða samtímatísku, því farartæki gegna nú í vaxandi mæli hlutverki stöðutákna. Gerð tækisins segir allt sem máli skiptir um eigandann – minna máli skiptir hvert hann er að fara á tækinu eða hvaðan hann er að koma. Svipað gildir um annars konar tæki á gervihnattaöld. Í blaði þessu var nýlega fjallað um nýj- asta æðið í farsímafarsanum sem sýndur er á öllum sviðum samtímis við miklar vinsældir. Það eru lit- aðar framhliðar (og bakhliðar) á GSM-síma sem fólk keppist nú við að eiga í sem frumlegustum litum. Í ársbyrjun var aukreitis í blaðinu umfjöllun um búsáhöld, heim- ilistæki og raftæki í nýstárlegum litum og með nýju lagi – hönnun sem gerir hjálpartæki hversdags- lífins að listmunum eða leik- föngum, eftir því hvernig á er litið. Og það er vissulega í lagi að veg- ur hönnunar aukist og heim- ilistækin verði notendavænni í ýmsu tilliti – en eitthvað hlýtur að hafa brenglast á leiðinni ef útlitið tekur að skipta meira máli en virknin, eins og stundum virðist raunin. Í þann pytt falla jafnt aug- lýsendur og neytendur og sjást ekki fyrir í samkeppni um athygli út á nýjustu græjurnar. Kannski hefur þetta alltaf verið svona, ég skal ekki segja. Í árdaga höfðu til dæmis föt það meg- inmarkmið að skýla fólki fyrir kulda, hita, úrkomu og roki. Til- gangur þeirra var að verja skrokk- inn betur en húðinni einni saman tekst. Hliðarhlutverk, frá og með syndafallinu, var svo auðvitað að skýla nekt, að fyrirmynd fíkjublað- anna. Nú er hins vegar enginn ánægður nema litir og snið séu út- hugsuð líka og tilgangur fatnaðar virðist sá helstur að afhjúpa kar- akter þeirra sem hanna og eiga. Matur hefur gengið í gegnum svipaða þróun, frá nauðsyn til formskyns. Lengi vel þótti mönn- um gleðiefni ef æti fannst yfir höf- uð, síðan fór fólk að gera kröfu um að fæðan bragðaðist vel og nú er svo komið að menn þurfa helst að fara á sérstök námskeið til þess að læra hvernig raða skuli á diskana sósudropum, salatblöðum, kjöt- medalíum og sítrónusneiðum. Því svalari sem réttirnir eru útlítandi, því dýrari er matsölustaðurinn (og því minni eru skammtarnir, segja sumir). Í stuttu máli: smekk- legheit, litasamsetningar og form- fegurð eru viðmið sem læðst hafa inn í ólíkustu kima nauðþurfta og þjónustu. Það er ekki nóg að geislaspilarinn hafi góðan hljóm, hann verður líka að passa við hillu- samstæðuna. Sítrónukreistari úr plasti víkur fyrir dýrum, ítölskum, formfögrum stálkreistara sem ger- ir þó engu betra gagn. Auglýsingahöfundar Apple- fyrirtækisins hittu naglann á höf- uðið þegar þeir spurðu í sjónvarps- auglýsingu um hinar litríku iMac- tölvur: „Jæja, ætlarðu að velja þér tölvu sem passar við innanstokks- munina heima hjá þér, eða ætlarðu að innrétta heimilið þitt í stíl við tölvuna?“ Dálítið kaldhæðnislegt skot á leiðitama neytendur, sem ef- laust hafa ekki allir skilið sneiðina heldur hlaupið út í búð og keypt sér blá gluggatjöld í stíl við nýju, bláu tölvuna. Á heimasíðu Bang&Olufsen er svipað uppi á teningnum. Þar er lýst nýju heimabíói með meiru, BeoCenter 1, með ábúðarfullri orðræðu um smekklega hönnun og spennandi litaúrval – svo er greint frá mynd- gæðum og hljómgæðum. Útlitið fyrst, inntakið svo. Ný merking virðist þannig hafa verið lögð í hina fleygu setningu kanadíska menningarrýnisins Marshalls McLuhans um að miðill- inn sjálfur sé merkingin; „the medium is the message“. McLuh- an átti við á sínum tíma að eðli og takmarkanir þess (fjöl)miðils sem flytti fólki skilaboð, hlyti að móta sjálf skilaboðin. Útvarpsfréttir af stríði markist til dæmis af mögu- leikum útvarpsins sem miðils og þeirri ritstjórn sem gerð útvarps- frétta krefst. En nú má segja að „miðlarnir séu merkingin“ á annan hátt. Símar, útvarpstæki og tölvur eru ekki lengur bara tæki til þess að komast í samband við fjar- stadda, hlýða á skilaboð eða leita upplýsinga – þetta eru nú fyrst og fremst tæki sem með útliti sínu einu saman senda öðru fólki skila- boð um fjárráð, smekk og stílvit- und eigandans. Sá sem dregur á almannafæri upp þungan Nokia bílasíma frá 1987 með snúru og stóru tóli – og talar í hann – er greinilega gamaldags eða nískur fýr nema hvort tveggja sé. Í öllu falli hallærislegur og þar með vafa- samur í meira lagi. Sá sem hins vegar hendir á lofti Nokia 8210 með silfurlitaðri framhlið, gegn- sæjum tökkum og glærri hlífð- artösku er hins vegar með á nót- unum og samtímanum samboðinn. Örugglega fínn náungi. Engu skiptir þótt símarnir nái báðir jafn- góðu sambandi við ást- og við- skiptavini eigendanna – um skila- boðin á línunni hirðir enginn. Í hlutarins eðli liggur að nútíma- tækni létti fólki lífið, spari tíma og skerpi samband. Það allra besta við tæknina er hins vegar að hún leiðir af sér tæki sem eru stöðu- tákn. Því flottari græjur, því meiri manndómur hlýtur að búa með eigandanum. Kannski er þetta í fyrsta sinn sem greina má per- sónuleika fólks af löngu færi. Ásýnd hlutanna Ætlarðu að velja þér tölvu sem passar við innanstokksmunina heima hjá þér, eða ætlarðu að innrétta heimilið þitt í stíl við tölvuna? VIÐHORF Eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.