Morgunblaðið - 23.01.2001, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.01.2001, Blaðsíða 37
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2001 37 Kringlunni, sími 588 0079 ÚTSALA Enn meiri verðlækkun Allt að 60% afsláttur FRÖNSK sönglög, sem flokka má jafnstæð hinum þýska Lieder, hafa nokkra sérstöðu, enda hafa Frakkar átt erfitt með að meðtaka innflutta list, þó óperan sé und- antekning, enda varð hún strax frábrugðin t.d. þeirri ítölsku. Þá hafði miðstýring valds frá París, snemma mikil áhrif, sem entust fram á 20. öldina, svo sem hvað skýrast kom fram í viðhorfi til málaralistar. Uppruni sönglagsins í Evrópu er ofast rakinn til frönsku trúbad- oranna og trúveranna, og er söng- list þeirra talin til þeirra komin með krossfararriddurum frá Aust- urlöndum nær, er þeir höfðu heim með sér, eins og trommuna og reb- ec (rabab) fiðluna. Framlag Frakka til þróunar tónlistar var margvísleg, bæði hvað varðar tón- list og tónfræði. Á tónleikum Hrólfs Sæmunds- sonar og Ólafs Vignis Albertssonar í Salnum, sl. laugardag, voru ein- göngu frönsk söngverk á efnis- skránni, verk eftir Duparc (1848– 1933), Faure (1845–1924), Ravel (1875–1937), Auric (1899–1983) og Poul- enc (1899–1963), und- ir yfirskriftinni „Frönsk tónlist í 100 ár“. Efnisskráin var nokkuð sérstæð og áhugaverð, því enn eru frönsk sönglög fremur fátíð viðfangs- efni á tónleikum hér á landi þó hin síðari ár- in hafi þar nokkuð ræst úr. Fjögur lög eftir Duparc voru fyrst á efnisskránni og þeirra frægast er L’invit- ation au voyage, sem er sannkallað meistaraverk, sem Hrólfur söng mjög fallega. Næstu viðfangsefni, lagaflokkinn L’horiz- on Chimerique, samdi Faure 1922 og tengist þessi ímyndaði sjón- deildarhringur þrá ljóðskáldsins til hafsins. Þetta er falleg en látlaus tónlist, sem ekki reynir mikið á raddgetuna en því meir, að fram- burður sé skýr og túlkun textans góð. Heldur meir var raddlega um- leikis í Don Kíkóta-lögunum eftir Ravel og þar gafst tækifæri til leikrænnar túlkunar og var þriðja lagið, drykkjusöngurinn, „Chanson a boire“ mjög vel sungið. Sjö smá- lög „Alphabet“, eftir Auric, eru ekki viðamiklar tónsmíðar, en samt nokkuð skemmtilega unnar og voru sérlega lifandi í flutningi Hrólfs og Ólafs. Tónleikunum lauk með fjórum söngverkum eftir Poulenc, Montparn- asse, Hyde Park, C og Fétes Galantes og er Montparnasse og lag- ið um „brýrnar við Cé“ kunnust af þess- um lögum en lokalag- ið Fétes Galantes er upptalning á sér- kennilegum myndum, hvað skáldið sér og var þessi „myndasýn- ing“ sérlega vel flutt. Hrólfur Sæmunds- son er efnilegur söngvari, hefur til að bera hljómfagra og háa barítonrödd og syngur tandurhreint. Röddin á þó enn eftir að mótast, sérstaklega er varðar jöfnun á registri. Það er hins vegar ljóst, að hér er á ferðinni vandaður söngv- ari og var öll efnisskráin sérlega vel æfð og faglega vel unnin, svo að mikils má vænta af þessum unga söngvara, er framhaldsnámi hans lýkur og baráttan hefst fyrir alvöru. Ólafur Vignir lék sérlega vel en t.d. lögin eftir Duparc eru næstum því píanóverk, að ekki sé talað um lögin eftir Ravel og Poul- enc, sem Ólafur Vignir lék af list- fengi og jafnvel smálögin eftir Auric, voru frábærlega útfærð. Tónleikarnir í heild voru fróðlegir og flutningurinn góður, sem gefur fyrirheit um að Hrólfur sé á réttri leið og mikils megi vænta af hon- um í framtíðinni. Hljómfögur og há barítonrödd TÓNLIST S a l u r i n n Hrólfur Sæmundsson og Ólafur Vignir Albertsson fluttu söngverk eftir Duparc, Faure, Ravel, Auric og Poulenc. Laugardagurinn 20. janúar 2001. EINSÖNGSTÓNLEIKAR Jón Ásgeirsson Hrólfur Sæmundsson EINU sinni var Arnold Schwarz- enegger hasarhetja dagsins. Myndir hans möluðu gull um allan heim, eng- inn var vinsælli í bíóunum. Síðan hef- ur margt breyst. Yngri og kannski meira spennandi leikarar hafa snúið sér að hasarmyndum, Keanu Reeves til dæmis. Þær eru margar orðnar nokkuð vandaðri og vitsmunalegri afþreying en áður, eins og The Matrix til dæmis. Tilvistarkreppa Schwarzeneggers tengist því einnig að James Cameron, sem gert hefur hans stærstu myndir, er ekkert að gera fyrir hann þessa dagana. Og hún tengist því að hann leikur í mynd eins og Sjötta deginum. Með réttu ætti hún að vera fóður fyrir Sylvest- er Stallone. Eða það sem er ennþá verra, Jean Claude van Damme. Schwarzenegger er hæpinn leik- ari. Það segir nokkuð til um leik hans að hann er eiginlega aldrei almenni- lega trúverðugur nema þegar hann leikur vélmenni. Því er ekki að heilsa í Sjötta deginum. Þar er hann flug- maður sem kemst að því einn daginn að hann hefur verið klónaður. Hefst nú mikil barátta við hin illu klónöfl en myndin gerist í framtíðinni og það er harðbannað að klóna menn. Hins vegar eru gæludýr klónuð von úr viti. Klónaðir einstaklingar eru með öllu réttlausir samkvæmt lögum og ég held líka réttdræpir. Það er ægilegur frágangur á tæknihliðinni. Við eigum að trúa því að menn séu klónaðir á tveimur klukkustundum. Við eigum að trúa því að hægt sé að taka mynd af öllum minningum manns í gegnum augun og hlaða þeim á andartaki í heila klónsins. Við eigum að trúa því að á augabragði taki klónið á sig mynd viðkomandi frá því að vera einkenna- laus líkami. Við eigum að trúa því að Arnold geti leikið, ekki eitt hlutverk, heldur tvö, sjálfan sig og sitt eigið klón. Þegar tveir Arnoldar mætast við þessar kringumstæður fær hug- takið vondur leikur algerlega nýja og dýpri merkingu. Roger Spottiswoode sér um has- aratriðin og útfærir þau með nokkuð viðunandi hætti en þó vantar í Sjötta daginn almennilega spennu. Robert Duvall er skrautfjöður myndarinnar sem klónvísindamaður með sam- viskubit en hefur ekki erindi sem erfiði. Tony Goldwyn leikur þrjótinn og er nokkuð sleipur. Michael Rook- er er erfiðismaður hans, svipljótur og agalegur. Sjötti dagurinn er dæmigerð miðl- ungs B-mynd með B-myndagoði í að- alhlutverki sem séð hefur meiri dýrðardaga. Klónsaga með Schwarzenegger KVIKMYNDIR S t j ö r n u b í ó , L a u g a r - á s b í ó , B í ó h ö l l i n , B o r g a r b í ó A k u r e y r i o g N ý j a - B í ó K e f l a v í k Leikstjóri: Roger Spottiswoode. Handrit: Marianne og Cormac Wibberley. Aðalhlutverk: Arnold Schwarzenegger, Wendy Crewson, Michael Rapaport, Michael Rooker, Robert Duvall, Tony Goldwyn og Sarah Wynter. Columbia Pictures. 2000. „THE 6TH DAY“ 1 ⁄2 Arnaldur Indriðason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.