Morgunblaðið - 23.01.2001, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.01.2001, Blaðsíða 34
Slæðingur á hafs- botni DYKKERNE Leikstjóri Åke Sandgren. Hand- ritshöfundur Bent E. Rasmussen, Anders Thomas Jensen. Tón- skáld Randall Meyers. Kvik- myndatökustjóri Dan Laustsen. Aðalleikendur Robert Hansen, Ralf Hollander, Laura Aagaard, Otto Brandenburg, Jytte Abild- ström. Sýningartími 90 mín. Dönsk. Árgerð 2000. Sæbjörn Valdimarsson SÖGUHETJURNAR eru tveir ungir bræður, Christian (Robert Hansen) og Ask (Ralf Hollander). Þeir eru komnir í heimsókn til afa síns (Otto Brandenburg), sem býr í sjávarplássi á eynni Sejerø, en aðaláhugamál bræðranna er köf- un. Þeir hugsa sér gott til glóð- arinnar og ekki minnkar áhuginn er þeir komast að því að dularfull- ir náungar eru á sömu slóðum í leit að flaki þýsks kafbáts sem var sökkt þarna í grenndinni undir lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Bræðurnir finna flakið, en það er ekki hlaðið gulli, heldur öðrum, ógæfulegri farmi, sem þeir verða lítið hrifnir af að kynnast, og kosta Ask næstum líftóruna. Það má ætla að framleiðandi Nattevagten, sem einnig stendur að baki Dykkerne, hafi hugsað sér að feta í fótspor spennumynda- gerðarmanna Hollywood, en það mistekst hrapallega. Dykkerne minnir meira á ævintýri Enid Blyton, með smáþjófnaði frá Stephen King. Myndin fer vel af stað sem fjölskylduskemmtun, en lendir um miðbikið í yfirnáttúr- legum hremmingum sem höfund- arnir ráða engan veginn við og fara með efnið veg allrar veraldar fyrir bragðið. Fuglalífið á Tjörn- inni er æsilegra. Hinsvegar er tæknivinnan, einkum neðansjáv- artökurnar, nokkuð góðar. EINHVERJAR vinsælustu gam- anmyndir Dana voru myndirnar um Olsen-gengið en hætt var að fram- leiða þær upp úr 1980. Þær voru sér- lega geðþekkar og alvörulausar grínmyndir um stórsnilling á sviði þjófnaða og bjána tvo sem voru hon- um til aðstoðar og sögðu frá djörfum ránstilraunum þar sem hlutirnir fóru mjög úrskeiðis. Oft voru þær hugvitsamlega gerðar og húmorinn var danskari en smurt brauð. Lengi hafði verið rætt um það að gera enn eina Olsen-mynd og var loks ráðist í það fyrir um þremur ár- um og er afraksturinn hér á danskri kvikmyndahátíð eins og vera ber. Olsen-gengið hefur auðvitað elst talsvert, en myndin segir frá því þegar snillingurinn Egon (Ove Sprogöe) sleppur af geðveikrahæli. Gömlu félagarnir hans, Keld (Poul Bundgaard) og Benny (Morten Grunwald), koma sér í samband við hann og brátt hafa þeir nóg að iðja. Það furðulega er kannski að enn má hafa talsvert gaman af uppá- tækjum Olsen-gengisins þótt langt sé um liðið frá því þeir voru upp á sitt besta og margt hafi breyst í tím- ans rás. Þeir hafa lítið sem ekkert breyst. Gamansemin er ýkt sem fyrr en skemmtileg og fyndin á sinn bráðeinfalda hátt. Sérstaklega eru hlægilegir embættismenn krúnunn- ar klæddir lafafrökkum og með kúluhatta, sem varðveita ægilegustu leyndarmál veraldarsögunnar, og hugvitsemin á bak við rán Egons eru ekkert síðri en finna má í „Miss- ion: Impossible“. Allir eru þeir í Olsen-genginu enn í fínu formi þrátt fyrir nokkurn ald- ur og halda mjög sínum séreinkenn- um. Þannig er Ove Sprogöe í hlut- verki foringjans skapstyggur sem fyrr, Morten Grunwald er eins og skopparakringla í kringum hann og Poul Bundgaard vælukjói. Þeim sem vilja endurnýja kynni sín af Olsen-genginu er óhætt að fara á myndina. Hún er skemmtileg. Olsen-gengið enn á ný SÍÐASTA RÁN OLSEN-GENGISINS 1 ⁄2 Olsen bandens sidste stik. Leik- stjórn: Lasse Hesselholdt. Aðal- hlutverk: Fanny Bernth og Stefan Jurgens. Danmörk 1999. Arnaldur Indriðason „Allir eru þeir í Olsen-genginu enn í fínu formi þrátt fyrir nokkurn aldur og halda mjög sínum séreinkennum,“ segir í dómnum. BARNA- og fjölskyldumyndin Fálkahjarta segir frá ungri stúlku sem á sér aðeins eitt áhugamál en það eru fálkar. Í nágrenni hennar er fallegur fálki úti í skógi og hún fylgist með honum þegar hann fell- ur úr tré sínu og kemur honum til hjálpar en örlögin haga því svo til að þau lenda saman suður á Ítalíu þar sem enn frekari ævintýri ger- ast. Hér er um óvenjulega mynd að ræða, fallega í sínum einfaldleika og með náttúruvænan boðskap. Eins og fálkinn er í útrýming- arhættu er stelpan barnategund sem varla þekkist lengur. Hún hef- ur áhuga á náttúrunni í kringum sig, dýralífinu og hefur sérstaka ást á fálkum. Hún er einmana og vinafá, foreldrarnir sinna henni ekki neitt og það vekur enga at- Saga af fálka FÁLKAHJARTA1 ⁄2 Falkehjerte. Leikstjórn: Morten Arnfred. Aðalhlutverk: Ove Sprogöe, Morten Grunvald og Poul Bundgaard. Ráðgjafi: Eric Balling. Danmörk 1998. Arnaldur Indriðason hygli þegar hún hverfur í marga daga. Varla er nokkurt tal í myndinni að heitið getur, mest þá ítalskt, en höfundurinn, Lasse Hesselholdt, reiðir sig á myndræna frásögn nær eingöngu og það gengur mæta vel upp. Það er ósvikinn ævintýrablær yfir ferð stúlkunnar suður á bóginn og atburðunum sem þar verða og má segja að hér sé á ferðinni fjöl- skylduvæn skemmtun frá frænd- um vorum Dönum. Danskir bíódagar í Regnboganum 20. til 28. janúar LISTIR 34 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Gullsmiðir BORGARBÓKASAFN Reykjavíkur tekur nýjan bókabíl í notkun í dag kl. 15. Forráðamenn Heklu afhenda borgarstjóranum, Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttur, bílinn við Borg- arleikhúsið. Bíllinn verður til sýnis þar frá kl. 15–18 og verður hægt að taka safnefni að láni í honum. Bústaðasafn, sem er heimasafn bókabílanna, flytur í Kringluna síð- ar á þessu ári og verður framtíð- arhúsnæði bókasafnsins til sýnis á sama tíma. Kl. 18 leggur bíllinn svo upp í sína fyrstu ferð og er fyrsti viðkomustaðurinn við Skalla í Ár- bæjarhverfi. Þar verður bíllinn frá kl. 18.30–20.30. Bókabíllinn, sem er mynd- skreyttur af Gunnari Karlssyni myndlistarmanni, hefur hlotið nafnið Höfðingi, sama nafn og for- veri hans sem þjónað hefur borg- arbúum í yfir 40 ár en lætur nú af störfum fyrir aldurs sakir. Höfðingi hinn nýi er af tegund- inni Scania og kemur hann hingað með öllum búnaði frá Kiitokori- verksmiðjunni í Finnlandi. Hinn nýi Höfðingi verður til sýnis við Borgarleikhúsið. Nýr Höfðingi tekinn í notkun FJÖGUR námskeið á menningar- sviði eru að hefjast hjá Endurmennt- unarstofnun HÍ og hefst það fyrsta 5. febrúar. Þá mun Haraldur Ólafs- son mannfræðingur kenna á nám- skeiði sem hefur yfirskriftina Trú og töfrar – guðir og goðsagnir. Fjallað verður um trúarbrögðin frá sjónar- hóli mannfræðinnar. 6. febrúar verður haldið námskeið í samstarfi við Þjóðminjasafn Ís- lands um Sögu íslenskrar ljósmynd- unar. Brugðið verður upp ljósmynd- um sem teknar voru á 19. og 20. öld og fjallað um merkustu ljósmyndara okkar. Kennarar eru Inga Lára Baldvinsdóttir og Ívar Brynjólfsson. 15. febrúar hefjast svo námskeið um Granna í vestri – um sagnaheim og menningu Grænlendinga sem haldið er í samstarfi við grænlensk/ íslenska félagið Kalak. Þar verður fjallað um sögu búsetu á Grænlandi, sagnaheim og list Inúíta, verkmenningu þeirra og lífs- hætti. Þá verður Grænlandi lýst í máli og myndum og sérstaklega fjallað um norrænar byggðir. Á námskeiðinu Forníslenska sem Haraldur Bernharðsson, málfræð- ingur frá Harvard-háskóla, kennir er fjallað um ætt og uppruna íslensk- unnar og skyldar tungur og skýrt frá því hvernig íslenska tengist öðrum málum t.d. tokkarísku og sanskrít. Þá verður rýnt í fornar rúnaáletranir og farið í helstu hljóðbreytingar í málinu á frumnorrænum tíma og breytingar sem orðið hafa í beyging- arkerfi. Námskeiðið hefst 15. febrúar næstkomandi. Námskeiðin eru öllum opin og er ekki krafist sérstakrar kunnáttu eða undirbúnings. Námskeið á menningar- sviði haldin hjá EHÍ „MEIRIHLUTINN hefur aldrei rétt fyrir sér fyrr en hann breytir rétt,“ segir dr. Stokkmann í leikrit- inu Fjandmanni fólksins eftir Ibsen sem frumsýnt verður 2. febrúar í Borgarleikhúsinu. Þessi orð eru yf- irskrift umræðufundar sem Borgar- leikhúsið efnir til annað kvöld, mið- vikudagskvöld, kl. 20, í anddyri Borgarleikhússins í tilefni frumsýn- ingarinnar. Ingvar E. Sigurðsson og Halldóra Geirharðsdóttir fara með hlutverk Stokkmannhjónanna. Á fundinum verður fjallað um lýð- ræði, vald fjölmiðla og skoðana- myndun í samfélaginu en þó fyrst og fremst þá spurningu hvort meiri- hlutanum beri að hlusta á og virða skoðanir minnihlutans í lýðræðisríki. Framsögumenn eru Herdís Þor- geirsdóttir, sem fjallar um tengsl fjölmiðla og valds, Magnús Þór Þor- bergsson leikhúsfræðingur, sem gerir grein fyrir erindi Ibsens við samtímann og Egill Helgason sem jafnframt stjórnar umræðum. Meðal þátttakenda í umræðunum er Garð- ar Sverrisson formaður Öryrkja- bandalags Íslands og stjórnmála- menn. Leikarar Borgarleikhússins flytja valin atriði úr Fjandmanni fólksins. Rætt um lýðræði í Borgarleikhúsinu BREYTING hefur orðið í hlutverka- skipan í sýningu Möguleikhússins á leikritinu Lóma eftir Guðrúnu Ás- mundsdóttur. Ingibjörg Stef- ánsdóttir hefur tekið við hlut- verkum Ínu Rós- ar og Gráluðu af Hrefnu Hall- grímsdóttur. Þetta er fyrsta hlutverk Ingi- bjargar hjá Möguleikhúsinu. Hún útskrifaðist frá Neighborhood Playhouse School of the Theatre í New York. Hún hef- ur m.a. leikið í kvikmyndunum Vegg- fóður og Vikingsagas og einnig í Klukkustrengjum hjá Leikfélagi Ak- ureyrar og Panodil fyrir tvo hjá Leikfélagi Íslands. Leikstjóri Lómu er Pétur Eggerz, Aðrir leikarar í sýningunni eru Aino Freyja Järvelä og Bjarni Ingvars- son. Leikaraskipti í Lómu Ingbjörg Stefánsdóttir FÉLAGIÐ Vinir Indlands stendur fyrir dagskrá til styrktar menntunar barna á Indlandi á fimmtudag kl. 20 í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpan- um. Á dagskránni verða m.a. sögur frá Indlandi, tónlist, söngur og upplestur. Fram koma Árni Ísleifsson píanóleik- ari, Edda Heiðrún Backman leikkona, Guðný Guðmunds- dóttir fiðluleikari, Gunnar Kvaran sellóleikari, Kjartan Jónsson Indíafari, Melkorka Freysteinsdóttir söngkona, Selma Guðmundsdóttir píanó- leikari, Signý Sæmundsdóttir söngkona, Sigrún Þorsteins- dóttir Indíafari og Þóra Fríða Sæmundsdóttir píanóleikari. Kynnir er Sólveig Sörensen. Vinir Ind- lands í Kaffileik- húsinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.