Morgunblaðið - 23.01.2001, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2001 71
DAGBÓK
Mikill afsláttur
Hverfisgötu 78, sími 552 8980
Útsala
Opið frá kl. 8.00–19.00
Góðar vörur
LAUGAVEGI 36
30% verðlækkun
á öllum
gleraugnaumgjörðum
& gleri.
Opnaðu
augun
Útsala!
10—50% afsláttur
Úlpur
Kápur
Jakkar
Pelskápur
líta út sem ekta
Opið laugardaga
frá kl. 10—16
Mörkinni 6,
sími 588 5518
LJÓÐABROT
Fyrstu vordægur
Ljósið loftin fyllir,
og loftin verða blá.
Vorið tánum tyllir
tindana á.
Dagarnir lengjast,
og dimman flýr í sjó.
Bráðum syngur lóa
í brekku og mó.
Og lambagrasið ljósa
litkar mel og barð.
Og sóleyjar spretta
sunnan við garð.
Þorsteinn Gíslason
STJÖRNUSPÁ
ef t i r Frances Drake
VATNSBERI
Afmælisbarn dagsins:
Þótt þú kunnir vel við þig í
fjölmenni hefur þú óvenju-
ríka þörf fyrir að vera einn
með sjálfum þér.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Varastu að láta lítilmótlegar
deilur samstarfsmanna þinna
ná til þín. Þegar rykið fellur
muntu standa uppi með
hreinan skjöld.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Stundum verða manni á mis-
tök og þá er ekki um annað að
ræða en axla ábyrgðina, læra
af reynslunni og nýta sér
hana til frekari þroska.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þú stefnir í einhvern árekstur
á næstunni og ættir því að
búa þig undir einhver átök
því þannig átt þú alla mögu-
leika á að sigrast á erfiðleik-
unum.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þú hefur skuldbundið sjálfan
þig til stórra hluta og ættir nú
að segja stopp hvað þetta
snertir. Taktu þér tíma til
þess að hugsa hlutina vand-
lega í gegn.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þótt það sé afskaplega freist-
andi að leggja orð í belg
skaltu halda aftur af þér og
láta aðra um það að leysa
málin að þessu sinni.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Láttu aðra njóta vafans jafn-
vel þótt þeir sýni þér ekki þá
sömu tillitssemi. Átök innan
fjölskyldunnar munu leysast
farsællega af sjálfu sér.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Gerðu fyrst hreint fyrir þín-
um dyrum áður en þú gefur
þig út sem þann er getur
leyst allra vandræði. Láttu
ekki drauga úr fortíðinni
draga úr þér kjarkinn.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þú ert nú ekki heppilegasti
maðurinn til þess að bjarga
heiminum á meðan þú getur
ekki einu sinni skipulagt þitt
eigið líf. Taktu til í þínum eig-
in ranni.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Það er mikill styrkur fólginn í
því að þekkja veikleika and-
stæðingsins. Gættu þess að
falla ekki í þá freistni að sýna
ódrengskap.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þú hefur nú alla burði til að
standa af þér samkeppni frá
samstarfsmönnum þínum og
átt því að hefjast óhræddur
handa tafarlaust.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Loksins ferðu að uppskera
laun erfiðis þíns. Um leið og
þú baðar þig í sólinni skaltu
muna eftir þeim sem hafa
hjálpað þér að ná takmark-
inu.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þótt þér finnist þú horfa fram
á endalaust verkefni er end-
irinn eigi að síður skammt
undan. Í trausti þess er þér
óhætt að halda áfram.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
SVEIT Subaru vann
Reykjavíkurmótið, sem
lauk á sunnudag eftir 21.
umferð af 16 spila leikjum.
Sveitin er skipuð marg-
reyndum landsliðsmönn-
um: Jóni Baldurssyni, Sig-
urði Sverrissyni, Aðal-
steini Jörgensen, Sverri
Ármannssyni, Þorláki
Jónssyni og Matthíasi Þor-
valdssyni. Í öðru sæti varð
sveit Ferðaskrifstofu Vest-
urlands – fjögurra manna
lið undir forystu Karls Sig-
urhjartarsonar, en með
honum spiluðu sonur hans
Snorri, Sævar Þorbjörns-
son og Stefán Jóhannsson.
Sveit Þriggja Frakka varð
í þriðja sæti. Að baki er
stíf törn í hálfan mánuð og
mörg skemmtileg spil. Hér
er eitt úr sautjándu um-
ferð, þar sem fram-
kvæmdastjóri Bridssam-
bands Íslands, Stefanía
Skarphéðinsdóttir, fann
fallega vinningsleið í
fjórum hjörtum sem fóru
niður á flestum borðum:
Suður gefur; enginn á
hættu.
Norður
♠ 853
♥ K9
♦ ÁD732
♣ 1083
Vestur Austur
♠ ÁKD107 ♠ G64
♥ 75 ♥ D104
♦ 94 ♦ KG1085
♣ D764 ♣ G9
Suður
♠ 92
♥ ÁG8632
♦ 6
♣ ÁK52
Stefanía var í suður, en
eiginmaður hennar og
makker, Aðalsteinn
Sveinsson, í norður. Í and-
stöðunni voru Guðmundur
Sv. Hermannsson og Björn
Eysteinsson. Stefanía
vakti á hjarta og vestur
ströglaði á spaða. Síðan lá
leiðin upp í fjögur hjörtu.
Vörnin byrjaði á því að
spila þrisvar spaða. Stef-
anía trompaði og tók strax
trompin í þremur umferð-
um með svíningu. Spilaði
svo laufás og smáu laufi að
blindum!
Vörnin átti ekkert svar
við þeim leik. Ef vestur
lætur lítið lauf lendir
austur inni á gosann og
verður að spila tígli upp í
ÁD. Og ekki er betra að
vestur hoppi upp með lauf-
drottningu og felli gosa
makkers.
Snotur spilamennska
sem fór fram hjá mörgum
sagnhafanum.
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
Árnað heilla
60ÁRA afmæli. Sextug-ur er í dag, þriðju-
daginn 23. janúar, Garðar
Rafn Sigurðsson, veitinga-
maður, Bakkavör 11, Sel-
tjarnarnesi. Hann tekur á
móti gestum í veitingahúsi
sínu, Laugavegi 72, kl. 19–22
á afmælisdaginn.
60 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 23.
janúar, verður sextugur
Elvar Ingason, málara-
meistari. Hann er staddur
erlendis ásamt fjölskyldu
sinni.
STAÐAN kom upp á Skák-
þingi Reykjavíkur, sem
stendur yfir nú um stundir.
Hvítu mönnunum stýrði
Arnar E. Gunnarsson
(2.285) gegn Jónasi Jónas-
syni (1.855). 48. g7! Rf7 48.
... Hxg7 hefði litlu breytt
þar sem hvítur mátar engu
að síður með 49. Bh7# 49.
Bh7# Staða efstu manna
eftir 7 umferðir er þessi: 1.
Björn Þorfinnsson, 6½
vinningur. 2.
Benedikt Jón-
asson, 5½ v. 3.
Sævar
Bjarnason, 5
v. og frestuð
skák. 4.–10.
Jón Viktor
Gunnarsson,
Arnar Gunn-
arsson, Sigur-
björn Björns-
son, Sigurður
Páll Stein-
dórsson, Dav-
íð Kjartans-
son, Helgi
Jónatansson
og Róbert
Harðarson, 5 v. 11. Stefán
Kristjánsson, 4½ v. og
frestuð skák. Corus-skák-
mótið er í fullum gangi en
staðan eftir 7 umferðir var
þessi: 1. Alexei Shirov, 5½
vinningur af 7 mögulegum.
2.–3. Garry Kasparov og
Vladimir Kramnik, 5 v. 4.
Alexander Morozevich, 4½
v. 5.–6. Michael Adams og
Viswanathan Anand, 4 v. 7.
Vassili Ivansjúk, 3½ v. 8.–
10. Jan Timman, Peter
Leko og Loek Van Wely, 3
v. 11.–12. Veselin Topalov
og Alexei Fedorov, 2½ v.
13. Jeroen Piket, 2 v. 14.
Sergei Tivjakov, 1½ v.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
MORGUNBLAÐIÐ
birtir tilkynningar um
afmæli, brúðkaup, ætt-
armót og fleira lesend-
um sínum að kostnað-
arlausu. Tilkynningar
þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara
virka daga og þriggja
daga fyrirvara fyrir
sunnudagsblað. Sam-
þykki afmælisbarns
þarf að fylgja afmæl-
istilkynningum og/
eða nafn ábyrgðar-
manns og símanúmer.
Fólk getur hringt í
síma 569-1100, sent í
bréfsíma 569-1329,
eða sent á netfangið
ritstj @mbl.is.
Einnig er hægt að
skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1,
103 Reykjavík
Með morgunkaffinu
Ef við flýtum okkur þá
komum við bara
nokkrum mínútum of
seint á stoppistöðina.