Morgunblaðið - 23.01.2001, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 23.01.2001, Blaðsíða 68
68 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ                                                 !              "                   BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÞAÐ voru ekki margir ferðamenn í þessum bæ sem hinn kristni heimur talaði um og minntist á þessum að- fangadegi jóla. Í tuttugu ár hefi ég farið til Landsins helga og verið þar hvert sumar. Á sl. ári fór ég þangað með hópa ferðafólks fjórum sinnum en þetta var í fyrsta skipti sem ég var þar yfir jól og nýár. Eins og við vitum þá halda fæstir gyðingar jólahátíð, en ein hátíð þeirra var á þessum sama tíma, Hannukka-hátíð- in, hátíð ljóssins eða vígsluhátíðin eins og Nýja testamentið kallar hana. Því var nokkuð „jólalegt“ í Jerúsalem um þessar mundir. Upp- lýstar átta arma ljósastikur í flestum gluggum. Heimili og verslanir skreyttar á líkan hátt og hjá þeim sem halda jól. Einnig eru börnum færðar gjafir og Hannúkka-kort send milli vina. Mig langaði nú til Betlehem til að minnast þess atburð- ar sem svo mikil áhrif hefur haft á heimsbyggðina. Vegna ófriðar- ástandsins í þessu landi var Betle- hem lokuð öllum ferðamönnum. Fréttamiðlar vöruðu við þeirri hættu sem fólst í því að heimsækja þennan bæ sem nú er á sjálfstjórnarsvæði Palestínumanna. Á sl. hausti var ég með hóp ferðamanna frá Íslandi sem komust heldur ekki til þessarar „borgar Davíðs“ vegna þess ástands sem ríkt hefur nú í 3 mánuði, mörg- um til mikilla leiðinda. En í þetta skipti fóru nú málin á annan veg. Ég hitti ung gyðingahjón (kristin) sem spurðu mig hvort ég vildi koma með þeim ásamt nokkrum félögum þeirra til Betlehem á aðfangadagskvöld. Ég fann til spennu en einnig eftirvænt- ingar að komast til þessa staðar, sem ég hafði svo oft heimsótt með hópa en aldrei áður verið þar um jól. Við hittumst svo á ákveðnum stað, í húsi eins félaga okkar. Þar höfðum við bænastund sem gaf okkur styrk og þor. Þetta var tólf manna hópur frá 9 ólíkum þjóðum. Eftir að hafa ekið með ísraelskum strætisvagni eins langt og hægt var gengum við svo að landamærunum í úrhellisrigningu. Við vorum öll með vegabréf til ör- yggis ef við yrðum stöðvuð. Þegar við komum að landamærunum vor- um við spurð hvað við værum að gera. Hjónin sem leiddu þennan níu manna hóp sögðu öryggisvörðunum við landamærin að við værum að fara til Betlehem, að syngja. Ég veit ekki hvort verðirnir hafa haldið að við værum söngkór sem ætti að mæta í einhverri kirkjunni til þjónustu, en þeir brostu um leið og þeir hleyptu okkur í gegn og óskuðu okkur gleði- legra jóla. Eftir nokkuð erfiða ferð í rigningunni komum við að hinu stóra torgi þar sem fæðingarkirkjan stendur. Þar var allt autt, engir ferðamenn eða íbúar samankomnir. Allt autt og drungalegt. Það var lítið sem minnti á jól. Einu jólatré hafði þó verið komið upp, en í stað jóla- skrauts, voru myndir af Palestínu/ aröbum sem látið höðu lífið í þessum ófriði, uppreisn (interfada) frá byrj- un október sl. Þeir einu menn sem við sáum voru vopnaðir herlögreglumenn Palest- ínumanna. Eftir að hafa fengið okk- ur kaffisopa og nokkrar smákökur mynduðum við lítinn hóp, tókum fram hljóðfæri, trompet, gítar og bjöllubumbu. Við þökkuðum Guði fyrir varðveislu Hans og fyrir þann atburð sem varð í Betlehem fyrir meir en 2000 árum. Eftir það byrj- uðum við að syngja jólasöngvana. Það var undarleg tilfinning þar sem engir áheyrendur voru. Eftir nokkr- ar mínútur kom svo herlögreglan með vopnin við hlið sér. Við sýndum engan ótta, en héldum bara áfram að syngja. Fleiri lögreglumenn komu og við sáum að það var ástæðulaust að hræðast. Þeir komu til að hlusta. Með samkomu okkar og söng vorum við þau einu sem komu með einhver jólaáhrif á þennan stað. Það leið ekki langur tími þangað til hópur barna var samkomin og tóku þau virkan þátt í gleði okkar. Einhver í hópnum hafði haft vit á að koma með poka af sælgæti til þeirra. Fljótlega breytt- ist þessi friðsamlega útisamkoma okkar því að þrjár erlendar sjón- varpsstöðvar höfðu komið auga á okkur og með sína sterku ljóskast- ara og vélar þyrptust fleiri og fleiri forvitnir áheyrendur að, svo nú varð þessi látlausa einfalda lofgjörðar- stund að gleðihátíð. Einnig höfðu blaðamenn viðtal við okkur. Þetta jólakvöld verður mér senni- lega það eftirminnilegasta á minni ævi. Þar voru engar glitrandi kúlur eða blikkandi ljós, engir jólasveinar eða Grýlur. Á þessum myrka ófrið- artíma haturs og hefnda fengum við tækifæri að boða frelsi og frið á jörð meðal gyðinga og araba. Við þökkum Guði fyrir þessi friðar jól. ÓLAFUR JÓHANNSSON, formaður félagsins Zion, vinir Ísraels. Friður í Betlehem! Frá Ólafi Jóhannssyni: Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Fæðingarkirkja Jesú Krists í Betlehem.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.