Morgunblaðið - 23.01.2001, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.01.2001, Blaðsíða 29
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2001 29 brún kuklú tar Gefa náttú rlega n lit á 2 tí mum Lykta rlaus ir Engir flekk ir Þurrk a ekk i húð ina MEIRA en 600 tonn af olíu höfðu lekið í gær úr olíuskipi, sem strand- aði fyrir viku við San Cristobal, austustu eyjuna í Galapagos-eyja- klasanum. Óttast er, að olían geti valdið miklum skaða á mjög sér- stæðu lífríkinu. Erlendir sérfræðingar, meðal annars frá Bandaríkjunum, eru komnir á vettvang til að aðstoða yf- irvöld í Ekvador. Rannsakað sem sakamál Olíuskipið, sem heitir Jessica, var með rúmlega 900 tonn af olíu þegar það strandaði í Carola-flóa á San Cristobal. Hallaðist skipið fljótt á stjórnborða og á föstudag fór olían að leka út. Jókst lekinn síðan á sunnudag þegar nýjar rifur komu í skrokkinn. Rodolfo Rendon, umhverfisráð- herra Ekvadors, skoraði um helgina á erlend ríki að koma til hjálpar og urðu Bandaríkjamenn einna fyrstir til að bregðast við. Þangað kom á sunnudag hópur sérfræðinga og flokkur frá bandarísku strandgæsl- unni. Kom hann með ýmsan búnað, til dæmis flotgirðingar og dælur til að ná olíunni upp. Gustavo Noboa, forseti Ekva- dors, hefur krafist skýrslu um strandið og Rendon sagði, að það yrði rannsakað sem sakamál. Sagt er, að skipstjórnendum hafi orðið á alvarleg mistök og í raun siglt skip- inu á land. „Rannsóknastofa“ Darwins Galapagos-eyjar, sem eru tæp- lega 1.000 km undan vesturströnd Ekvadors, eru kunnar fyrir mjög sérstætt lífríki, risavaxnar skjald- bökur og sjaldgæfar fugla- og jurta- tegundir. Mótaði Charles Darwin kenningu sína um þróun tegund- anna með athugunum sínum á eyj- unum. Þörungagróður eyðileggst Olían var í gær komin upp á strendur á nokkrum stöðum þar sem mikið er um sæljón, fugl og græneðlur. Segja líffræðingar, að hluti olíunnar muni sökkva til botns þar sem hún eyðileggur þörunga- gróður, en hann er einn mikilvæg- asti hlekkur fæðukeðjunnar á þess- um slóðum. Olíuflekkurinn, sem var um 1.200 ferkm stór, barst í gær til suðurs í átt til Spánareyju þar sem mikið er um sæljón og önnur sjávarspendýr. Mikil olíumengun við Galapagos-eyjar Óttast að stóráföll verði í sérstæðu lífríkinu Puerto Baquerizo. AP, AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.