Morgunblaðið - 23.01.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.01.2001, Blaðsíða 30
ERLENT 30 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Nýbýlavegi 12, Kóp., s. 554 4433. Mikið af fatnaði í stórum númerum Jakkar frá kr. 4.500 Stuttir jakkar frá kr. 5.900 Síðir jakkar frá kr. 6.900 Pils frá kr. 2.900 Buxur frá kr. 1.690 Bolir frá kr. 990 Kjólar stuttir og síðir Blússur Alltaf eitthvað nýtt GLORIA Macapagal-Arroyo, nýr forseti Filipps- eyja, skipaði nýja ráðherra í gær og kvaðst hafa einsett sér að sameina þjóðina en ýmislegt benti til þess að Joseph Estrada, sem var steypt af stóli um helgina, myndi reyna að endurheimta forsetaemb- ættið. Estrada lét af embætti á laugardag þegar tugir þúsunda Filippseyinga söfnuðust saman við for- setahöllina til að krefjast þess að hann segði af sér. Daginn áður hafði herinn, lögreglan og meirihluti ríkisstjórnarinnar snúið baki við Estrada og lýst yfir stuðningi við afsagnarkröfuna. Hæstiréttur landsins úrskurðaði að enginn gegndi forsetaemb- ættinu og varaforsetinn, Gloria Macapagal-Arro- yo, tók þá við embættinu. Sagði ekki formlega af sér Arroyo fór fyrir stjórnarandstæðingum, sem kröfðust afsagnar Estrada eftir að gamall drykkju- félagi hans sakaði hann um að hafa þegið mútur og dregið sér opinbert fé. Þessar ásakanir urðu til þess að fulltrúadeild þingsins ákvað að höfða mál á hendur Estrada til embættismissis en réttarhöld- um fyrir öldungadeild þingsins var frestað um óákveðinn tíma í vikunni sem leið. Estrada sagði ekki formlega af sér þrátt fyrir valdatöku varaforsetans. Hann sagði í bréfi til for- seta öldungadeildarinnar, sem skrifað var á mánu- dag en ekki afhent fyrr en í gær, að hann gæti ekki gegnt forsetaembættinu um stundarsakir og vara- forsetinn ætti því að taka við völdunum til bráða- birgða. Aquilino Pimentel, forseti öldungadeildarinnar, sagði að bréfið benti til þess að Estrada hygðist reyna að endurheimta forsetaembættið. Saksókn undirbúin Bréfið vekur einnig spurningar um hvort Estr- ada njóti friðhelgi. Aniano Desierto, umboðsmaður stjórnarinnar, kvaðst hafa hafið sakamálarann- sókn á ásökunum um að Estrada hefði gerst sekur um fjárdrátt, mútuþægni og meinsæri. Verði hann fundinn sekur um fjárdrátt á hann hugsanlega yfir höfði sér dauðadóm en talið er mjög ólíklegt að hann verði tekinn af lífi. Eduardo de Guzman, talsmaður hreyfingarinn- ar Sjálfboðaliðar gegn glæpum og spillingu, sagði að höfða bæri sakamál á hendur Estrada. Pimentel hvatti hins vegar til þess að málshöfð- unin til embættismissis yrði leidd til lykta og sak- sóknurum yrði heimilað að leggja fram gögn sem þeir segja sanna að Estrada hafi falið andvirði fimm milljarða króna á bankareikningum. Hann lagði einnig til að samið yrði við Estrada um að hann afhenti ríkinu illa fengið fé sitt. Réttarhöldunum yfir Estrada var frestað þegar allir saksóknararnir sögðu af sér eftir að meirihluti öldungadeildarinnar hafnaði beiðni þeirra um að fá að leggja fram gögnin um bankareikningana. Ákvörðunin þótti benda til þess að öldungadeildin hefði þegar ákveðið að sýkna Estrada og hún varð til þess Filippseyingar flykktust út á göturnar í þrjá daga til að krefjast afsagnar hans. Forseti fil- ippseyska herráðsins, Angelo Reyes, og fleiri hátt settir embættismenn sneru baki við Estrada á föstudag. Renato Corona, talsmaður Macapagal-Arroyo, sagði að aðstoðarmenn Estrada hefðu sett skilyrði fyrir því að hann léti af embættinu á föstudags- kvöld. Þeir hefðu krafist þess að Estrada nyti frið- helgi, fengi að halda öllum peningum sínum og að Macapagal-Arroyo gæfi út yfirlýsingu þar sem hún hældi Estrada í hástert. „Okkur þótti mjög fyndið að hann skyldi hafa sett okkur skilyrði við þessar aðstæður,“ sagði Corona. Reynt að rétta efnahaginn við og koma á friði Macapagal-Arroyo skipti sér ekki af lagalegu deilunum og hófst handa við að stokka upp í stjórn- inni. Hennar bíða mjög erfið úrlausnarefni, svo sem sívaxandi fjárlagahalli, minnkandi útflutning- ur og uppreisn tveggja hópa aðskilnaðarsinna. Alberto Romulo, fyrrverandi öldungadeildar- þingmaður og einn af helstu bandamönnum nýja forsetans, var skipaður fjármálaráðherra. Hann skoraði á landsmenn að styðja stjórnina og tilraun- ir hennar til að blása lífi í efnahaginn. „Þetta eru árin sem engispretturnar hafa étið,“ sagði hann og skírskotaði til tveggja og hálfs árs forsetatíðar Estrada. „Það mun taka okkur í mesta lagi tvö ár að rétta efnahaginn við.“ Hlutabréfavísitalan í kauphöllinni í Manila hækkaði um 17,6% eftir valdatöku nýja forsetans. Arroyo er doktor í hagfræði og var áður aðstoð- arráðherra í viðskipta- og iðnaðarráðuneytunum. Orlando Mercado varnarmálaráðherra hélt embætti sínu og kvaðst hafa fengið fyrirmæli frá forsetanum um að reyna að ná friðarsamkomulagi við skæruliðahreyfingar múslima og kommúnista. Meira en 120.000 manns hafa látið lífið vegna uppreisnar íslamskra aðskilnaðarsinna á síðustu 25 árum. Mannfallið vegna uppreisnar kommún- ista er miklu minna en talið er að hún hafi kostað hundruð mannslífa. Nýr forseti Filippseyja stokkar upp í ríkisstjórninni Estrada kann að reyna að endurheimta völdin AP Nýr forseti Filippseyja, Gloria Macapagal-Arroyo, sver landinu hollustueið við móttökuathöfn í forsetahöllinni í Manila í gær. Manila. AP, AFP. BRESKA stjórnin lofaði á sunnudag að flýta löggjöf til að vernda börn, sem ættleidd eru erlendis, vegna máls hálfs árs gamalla tvíbura sem bresk hjón ættleiddu í gegnum Netið. Bresku hjónin, Judith og Alan Kilshaw, sökuðu fjölmiðlana um að hafa eyðilagt fjölskyldu þeirra. „Við erum venjulegt fólk,“ sagði Judith Kilshaw eftir að eitt bresku æsifrétta- blaðanna sakaði hana um að vera norn sem stundaði svartagaldur. „Ég er ekki norn“ „Hvernig getið þið gert okkur þetta? Þið hafið eyðilagt líf barnanna okkar. Þið hafið eyðilagt okkur og við höfum misst allt,“ sagði breska konan við fréttamenn. „Ég er ekki norn. Börnin mín og vinir mínir geta sagt ykkur það.“ Hjónin sögðust ekki sjá eftir því að hafa ættleitt börnin í gegnum Netið. „Við viljum fá börnin okkar aftur. Þetta eru okkar börn,“ sagði Judith Kilshaw. Tvíburarnir voru færðir í umsjá yf- irvalda á fimmtudagskvöld og dóm- stóll í Birmingham á að taka mál þeirra fyrir í dag. Breska heilbrigðisráðuneytið sagði á sunnudag að stjórnin hygðist skera upp herör gegn ættleiðingum í gegn- um Netið og flýta afgreiðslu laga- frumvarps um verndun barna sem ættleidd eru erlendis og flutt til Eng- lands eða Wales. Samkvæmt frum- varpinu verður bannað að flytja þang- að börn til ættleiðingar nema fyrir liggi skýrsla um heimilisaðstæður þeirra hjóna sem hyggjast ættleiða þau. Bresk barnaverndaryfirvöld eða viðurkennd ættleiðingarfyrirtæki þurfa einnig að samþykkja ættleið- inguna. Kilshaw-hjónin fluttu tvíburana til Wales eftir að hafa ættleitt þá í Ark- ansas í Bandaríkjunum fyrir milli- göngu ættleiðingarfyrirtækis á Net- inu. Áður hafði fyrirtækið selt börnin hjónum í Kaliforníu, sem höfðu tví- burana í tvo mánuði, eða þar til móðir þeirra tók þá og afhenti bresku hjón- unum. AP Alan og Judith Kilshaw við heimili þeirra í Buckley í N-Wales. Deilan um ættleiddu tvíburana í Bretlandi Löggjöf um ætt- leiðing- ar flýtt London. AP. Rauði herinn rússneski lagði Kön- igsberg undir sig 1945 og síðan hefur borgin og landið um kring, sem er á stærð við Norður-Írland, heitið Kal- íníngrad. Þýskir embættismenn stað- festu í síðustu viku, að í einkaheim- sókn Gerhards Schröders kanslara til Moskvu fyrr í mánuðinum hefði verið rætt um, að gerður yrði sérstakur við- skiptasamningur milli Evrópusam- bandsins og Kalíníngrads en það þýð- ir í raun, að héraðið verði á áhrifa- svæði Þjóðverja. Rússar hafa gert Þjóðverjum það ljóst, að þeir geti ekki endurgreitt þeim alla skuldina en þess í stað hafa þeir boðið þeim hlut í rússneskum fyrirtækjum. Það gæti aftur fært Þjóðverjum geysimikil áhrif í rússnesku efnahagslífi. „Prússneska árið“ Hugsanleg „endurheimt“ Þjóð- verja á Königsberg er stjórnmálalega mjög viðkvæmt mál og m.a. vegna þess, að Þjóðverjar hafa skírt þetta nýbyrjaða ár „Prússneska árið“. Verður það notað til að endurmeta það Þýskaland, sem sigurvegarar síð- ustu heimsstyrjaldar leystu upp 1946. Af þessum sökum hefur Schröder komið hugmyndinni um aukaaðild Kalíníngrads að ESB til Görans Pers- sons, forsætisráðherra Svíþjóðar, sem nú er í forsæti fyrir sambandinu. Vill Schröder, að Svíar fremur en Þjóðverjar hafi frumkvæðið í þessu máli og Persson hefur tekið því vel. Sagði talsmaður Schröders, að hug- myndin yrði rædd á leiðtogafundi Rússa og Þjóðverja í apríl og einnig á fundi ESB og Rússa í maí. Rússar gerðu sér einu sinni gylli- vonir um, að Kalíníngrad gæti orðið að eins konar „Hong Kong við Eystrasalt“ en ástandið í héraðinu hefur versnað með ári hverju. Svíar segjast gera sér fulla grein fyrir því og Persson sagði, að vandinn, sem við blasti, væri gífurlegur: „Mikil fátækt, sjúkdómar á borð við alnæmi og berkla; geislavirkur úrgangur og önn- ur mengun. Það vandamál er varla til, sem ekki fyrirfinnst í Kalíníngrad.“ Í héraðinu býr ein milljón manna og þriðjungurinn í algerri örbirgð. Pólverjar eru á leið inn í ESB og Litháar einnig og það þýðir, að Kal- íníngrad, sem er aðskilið frá Rúss- landi, verður enn einangraðra en áð- ur. Þegar þar að kemur munu íbúarnir, hermenn jafnt sem aðrir, verða að sækja um vegabréfsáritun til að komast til Rússlands. ÞÝSKA stjórnin vinnur að því á laun að fá efnahagsleg yfirráð yfir Kalín- íngrad, landskikanum, sem Rússar ráða og er á milli Litháens og Pól- lands, en hann var áður norðurhluti Austur-Prússlands með höfuðborgina Königsberg, eftir því sem breska blaðið Daily Telegraph fullyrðir. Gjaldið, sem Þjóðverjar verða að greiða fyrir yfirráðin, er að gefa Rússum eftir hluta af miklum skuld- um þeirra við þá en þær eru alls um 1.900 milljarðar króna. Munu Þjóðverjar „end- urheimta“ A-Prússland? London. Daily Telegraph.              !"#$%  &'   (     )   
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.