Morgunblaðið - 23.01.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.01.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÁHUGAHÓPUR um tvöföldun Reykjanesbrautar afhenti í gær Sturlu Böðvarssyni samgönguráð- herra undirskriftalista með nöfnum um 9.200 manns sem lýst höfðu yfir stuðningi við að tvöföldun Reykja- nesbrautar yrði flýtt þannig að framkvæmdum lyki árið 2004. Jafn- framt afhenti hópurinn Sturlu og Sólveigu Pétursdóttur dómsmála- ráðherra bílabæn þar sem ökumenn eru minntir á þá ábyrgð sem fylgir akstri. Sólveig notaði tækifærið til að bjóða hópnum á fund með sér á miðvikudag. Þá fengu allir þing- menn slíka bæn og hópurinn mun afhenda ökumönnum um Reykja- nesbraut bænina á næstu dögum í samvinnu við lögregluyfirvöld. Sturla fundaði með nokkrum fulltrúum áhugahópsins í gær þar sem m.a. var farið yfir niðurstöðu borgarafundarins í Stapa 11. janúar sl. Sturla sagði í samtali við Morg- unblaðið að fundurinn hefði verið gagnlegur. „Þeir ítrekuðu vilja sinn til þess að framkvæmdum yrði hraðað. Ég lýsti því sem ég hef lýst áður að þegar tilboð hafa borist í 1. áfanga, frá Kúagerði til Hafnar- fjarðar munum við taka ákvörðun um framhaldið við endurskoðun á vegaáætlun sem fer fram á næsta ári,“ sagði Sturla. Hann vonast til þess að hægt verði að bjóða 1. áfanga út snemma á næsta ári. Yrðu tilboð lág myndi það án efa auðvelda verkið, jafnvel svo að hægt yrði að ljúka tvöföldun braut- arinnar á skemmri tíma en nú er gert ráð fyrir. Undirskriftarsöfnunin fór fram á Netinu. Í stað þess að prenta út nafnalistana var Sturlu afhent blað þar sem fram kom slóðin að heima- síðu þar sem hægt er að skrifa und- ir. Steinþór Jónsson, talsmaður hópsins, segist afar ánægður með hvernig til tókst. Hann segir þá að- ferð að safna undirskriftum á Net- inu vera enn öruggari en hefð- bundnari aðferðir. Það væri t.d. auðveldara að ganga úr skugga um að hvert nafn væri aðeins ritað einu sinni á listann. Listann má nálgast á heimasíðu Víkurfrétta, www.vf.is. Undirskriftarlistar um tvöföldun Reykjanesbrautar afhentir Rúmlega 9000 manns hafa skrifað undir Morgunblaðið/Jim Smart Steinþór Jónsson, forsvarsmaður áhugahópsins, afhenti Sólveigu Pétursdóttur dómsmálaráðherra og Sturlu Böðvarssyni samgönguráðherra bílabæn sem minnir á ábyrgð ökumanna. RÚSSNESKA rétttrúnaðarkirkjan hefur nú til athugunar að stofna söfnuð á Íslandi. Séra Longin, sem er erkibiskup kirkjunnar og starfar í Þýskalandi, er staddur hérlendis um þessar mundir til að undirbúa málið. Hefur hann þegar fengið undirskriftir 100 Rússa, sem er for- senda þess að kirkjan hefji raun- verulegan undirbúning. Séra Longin söng messu í Friðrikskapellu á sunnudaginn og í gær átti hann viðræður við biskup Íslands. Þá ræðir hann einnig við ráðherra í Íslandsheimsókn sinni, m.a. Sólveigu Pétursdóttur kirkju- málaráðherra. Synóða eða biskupa- stefna rússnesku kirkjunnar sam- þykkti á liðnu ári að hefja mætti könnun þess að stofna söfnuð hér- lendis en nokkur hundruð Rússar eru hér búsettir. Erkibiskupinn kom til Íslands á liðnu sumri, m.a. í tilefni kristnihátíðar, og ræddi hann þá við Karl Sigurbjörnsson biskup og fleiri vegna málsins. Jón Ólafsson og rússnesk kona hans, Ksenia, hafa verið erkibisk- upnum innan handar við heimsókn hans. Jón Ólafsson tjáði Morgun- blaðinu að við guðsþjónustuna í Friðrikskapellu hefðu verið afhent- ar undirskriftir rúmlega 100 Rússa til stuðnings þess að söfnuður yrði stofnaður hérlendis. Í framhaldinu er síðan stefnt að því að prestur kæmi til landsins. Jón sagði hins vegar ekki ljóst á þessari stundu með hvaða hætti fjárhags- grundvöllur starfsins yrði tryggður. Erkibiskup rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar í heimsókn á Íslandi Morgunblaðið/Árni Sæberg Vel fór á með séra Longin, erkibiskup frá Rússlandi, og Karli Sigurbjörnssyni biskupi í Kirkjuhúsinu í gær. Stofnun rússnesks safnaðar undirbúin AÐ MATI fjármálaráðuneytisins er árlegur kostnaður ríkissjóðs við gerð nýs kjarasamnings við fram- haldsskólakennara rúmlega 800 milljónir þegar samningurinn verð- ur að fullu kominn til framkvæmda árið 2004. Ráðuneytið telur að heild- arlaun kennara hækki með samn- ingnum um 20,28%. Hækkun dag- vinnulauna á samningstímanum nemi hins vegar 48,94%. Hækkun dagvinnulauna strax við upphaf samningsins sé aftur á móti 38,32%. Fjármálaráðuneytið telur að kostnaður við upptöku nýs launa- kerfis um nýliðin áramót sé um 9,8%. Á móti falli niður sjálfvirkar hækkanir í eldra kerfinu byggðar á starfsaldri o.fl. Kostnaðarauki vegna þessara kerfisbreytinga sé því áætlaður 4,8%. Tilfærslur nema 26,62% Fjármálaráðuneytið segir að nokkrir kostnaðarsamir þættir úr eldri kjarasamningi, sem leitt hafa til yfirvinnu, séu felldir inn í nýja samninginn. Þetta leiði ekki til breytinga á heildarlaunum. Ráðu- neytið metur þessar tilfærslur á 26,62%, en inni í þeirri tölu er 6,12% hækkun vegna nýrrar aðalnámskrár í framhaldsskólum. Í yfirliti frá fjármálaráðuneytinu kemur fram að 1. ágúst nk. verður kennurum gefinn kostur á að gefa eftir kennsluafslátt fyrir launa- hækkanir. Óvíst er hvað margir kennarar nýti sér þennan möguleika en 60% kennara njóta kennsluaf- sláttar í dag. Velji allir þessa leið verða áhrifin um 4,6% hækkun dag- vinnulauna og ámóta lækkun yfir- vinnu. Ekki er því gert ráð fyrir að þessi breyting leiði til kostnaðar- hækkana. Upphafshækkun 11,7% Í yfirliti fjármálaráðuneytisins kemur fram að laun kennara hækka í upphafi um 11,7% að meðaltali. Er þá reiknað með að enginn kostn- aðarauki felist í tilfærslum milli vinnuþátta, en þær nema 26,62% eins og áður sagði. „Í fjárlögum yfirstandandi árs er launakostnaður í framhaldsskólum áætlaður rúmir fjórir milljarðar króna. Má því gera ráð fyrir að kostnaðarauki vegna hins nýja kjarasamnings, þegar allir þættir hans verða komnir til framkvæmda, muni nema rúmlega 800 milljónum króna á ári,“ segir í yfirliti fjár- málaráðuneytisins. Fjármálaráðuneytið metur kostnað við samning framhaldsskólakennara Heildarlaun kennara hækka um 20,3% ÞINGVALLANEFND hefur auglýst eftir umsóknum um stöðu fræðslufull- trúa í fullt starf. Sigurður Oddsson, framkvæmdastjóri Þingvallanefndar, segir að hér sé um nýja stöðu að ræða og hlutverk fræðslufulltrúans verði móttaka skólahópa og annarra gesta. Jafnframt sinnir hann ýmsum fræðslumálum og útgáfu á vegum Þingvallanefndar. Í vor, hugsanlega strax í apríl, verður hafist handa við byggingu Fræðslumiðstöðvar við Hakið. Fræðslufulltrúinn á að útbúa það efni sem þar verður á boðstólum. Þar verður náttúrufar og saga þjóðgarðs- ins kynnt. Þessu starfi hefur fram- kvæmdastjóri Þingvallanefndar og staðarhaldari sinnt áður. Eins stend- ur til að setja upp heimasíðu með ýmsu fræðsluefni um þjóðgarðinn. Sigurður segir að mikil aukning hafi orðið í heimsóknum skólabarna. Einnig verður þörfum erlendra gesta sinnt af fræðslufulltrúanum. Starf fræðslufull- trúa auglýst Þingvallanefnd ÓVENJU mikið var um hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á Húsavík um helgina. Á einum sólarhring mæld- ust 12 ökumenn aka bifreiðum sínum of hratt. Sá sem hraðast fór ók um Aðaldal á 135 km/klst. Lögreglan á Húsavík segir óvenjulegt að ökumenn aki svo hratt að vetri til en færð hafi reyndar verið með eindæmum góð. Lögreglan lagði einnig hald á 8 g af hassi um helgina. Hraðakstur í góðri færð ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.