Morgunblaðið - 23.01.2001, Blaðsíða 58
UMRÆÐAN
58 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
17. JANÚAR síðast-
liðinn birtist í „Bréfum
til blaðsins“ (Morgun-
blaðið, bls. 53) bréf frá
Margréti Sæmunds-
dóttur, fv. formanni
umferðarnefndar
Reykjavíkur. Í þessum
pistli talar hún um þá
tillögu lögregluyfir-
valda að hækka há-
markshraða á völdum
götum í Reykjavík úr
30 km í 50.
Það vakti sérstaka
athygli mína í bréfi
Margrétar þar sem
hún segir: „Gefum
okkur að barn hlaupi
óvænt út á götu í veg fyrir bíl sem
ekur á 50 kílómetra hraða. Öku-
maður sem ekur á þessum hraða á
þurrum vegi á möguleika á að
stöðva bíl sinn eftir 26 metra.
Stöðvunarvegalengd ökumanns
sem ekur á 30 kílómetra hraða er 12
metrar.“
Nú um áramótin stóðu bílablaða-
menn nokkurra miðla fyrir vali á bíl
ársins á Íslandi. Eiginleikar bílanna
sem í úrslit komust voru prófaðir á
margvíslegan hátt, m.a. hemlunar-
geta. Til þess að ná fram tölum sem
ekki yrðu rengdar fengum við um-
ferðardeild lögreglunnar í Reykja-
vík til þess að mæla fyrir okkur
hemlunarvegalengdina um leið og
raunhraða m.v. radar. Ég get ekki
stillt mig um að biðja Mbl. að birta
þessar mælinganiðurstöður, þannig
að menn geti metið hvort upplýs-
ingar þær sem koma fram í bréfi
Margrétar séu trúverðugar.
Prófunin fór þannig fram að ekið
var á sem næst 60 km hraða skv.
mæli í bíl. Prófað var tvisvar sinn-
um á hverjum bíl og fundið af því
meðaltal á ökuhraða og hemlunar-
vegalengd. Prófunin fór fram á
ónotaðri flugbraut á Reykjavíkur-
flugvelli á þurru, bundnu slitlagi
með dálítilli lausamöl. Talsvert
frost var. Niðurstöðurnar urðu
þessar:
Mercedes Benz C 200 K: 56,5 km
hraði, hemlun 15,5 m.
Volvo S 60: 55 km hraði, hemlun
16,85 m.
Lexus IS 200: 52,5
km hraði, hemlun
16,65 m.
Toyota RAV4: 58
km hraði, hemlun
15,275 m.
Skoda Fabia: 56 km
hraði, 17,675 m.
Miðað við þessar
staðfestu hemlunartöl-
ur getur hver metið
fyrir sig trúverðug-
leika þess að lág-
markshemlunarvega-
lengd miðað við 30 km
hraða og bestu að-
stæður sé 12 metrar.
Hvaðan 26 metra talan
miðað við 50 km hraða
er fengin er mér óskiljanlegt. Hún
hlýtur að vera orðin nokkuð roskin,
svo ekki sé meira sagt. Ég fæ held-
ur ekki séð að um þetta atriði sé
hægt að gefa eina algilda tölu fyrir
alla bíla.
Ég skora á umferðaryfirvöld að
setja raunhæfar reglur og ökumenn
að fara eftir þeim. Reglur sem fólk
sættir sig ekki við geta ekki verið
góðar reglur og eru afsiðandi í eðli
sínu. Þetta hafa dómstólar séð og
þetta er það sem lögreglan er að
reyna að afstýra.
Það er okkur öllum í hag.
Undarleg-
ar tölur
Sigurður Hreiðar
Hreiðarsson
Hemlun
Ég skora á umferðar-
yfirvöld að setja raun-
hæfar reglur og öku-
menn að fara eftir þeim,
segir Sigurður Hreiðar
Hreiðarsson, því reglur
sem fólk sættir sig
ekki við geta ekki verið
góðar reglur og eru af-
siðandi í eðli sínu.
Höfundur er bílablaðamaður.
KARLMENN
Saw Palmetto
FRÁ
Fyrir blöðruhálskirtilinn
APÓTEKIN
D
re
if
in
g
J
H
V
Athugið: Mjög góð staðsetning miðsvæðis
í Reykjavík. Helstu ráðuneyti, stofnanir og
þjónusta í göngufæri.
Til leigu er skrifstofuhúsnæði á jarðhæð Húss iðnaðarins
að Hallveigarstíg 1. Um er að ræða herbergi (02-16-A)
og geymslu (02-17-A) ásamt hlut í sameign, alls 76 fm.
Húsnæðið er allt nýlega innrétt-
að og hefur verið notað sem
skrifstofu- og kennsluhúsnæði.
Aðgangur að eldhúsi/kaffistofu
og fundarherbergi er innifalinn
í sameign. Aðgangur að bílageymsluhúsi.
Nánari upplýsingar veita Sveinn Hannesson (sveinn
Jón Steindór Valdimarsson (jon
@
si.is) og/eða @si.is)
hjá Samtökum iðnaðarins.
Glæsilegt
skrifstofu-
húsnæði til leigu
Hallveigarstíg 1 101 Reykjavík Sími 511 5555 Fax 511 5566 www.si.is
Landbúnaðarráð-
herra sagði í sjónvarps-
viðtali nýlega að menn
ættu að segja satt, sér-
staklega ef þeir væru í
pólitík. Tilefnið var
frétt af 40 tonnum af
eldislaxi sem hafði
sloppið úr kví í Noregi.
Spurningunni um það
hvort þetta hefði breytt
skoðun hans í sambandi
við rekstrarleyfi um
fiskeldi hér við land
svaraði hann á þá vegu
að við slíkum slysum
verði menn að búast og
að við myndum bregð-
ast við á réttan máta. Já, og ég er
Múhamed Alí.
Að menn séu farnir að segja satt í
pólitík er í raun stórfrétt. Guðni veit
þá líklega best sjálfur hvað hann hef-
ur sagt í viðtölum síðustu mánuði og
ár. Hann hefur sagt satt í hvert
einsta skipti sem viðtal hefur verið
tekið við hann í fjölmiðlum og veiði-
tímaritum! Ó já!
Hættulegur lax
7. janúar síðastliðinn var sýnd
sjónvarpsmynd sem gerð var af
BBC. Heiti hennar, lauslega þýtt, var
Varnarorð frá villimörk. Í myndinni
kom fram að að sníkjudýr frá eld-
iskvíum drepa lax í hafi. Þar var sagt
að eldislaxinn geti verið skaðlegur
kornabörnum og ófrískum konum.
Ástæðan er sú að hann er svo mett-
aður af þungamálmi og fúkkalyfjum
að það er í raun kraftaverk að hann
syndi en sökkvi ekki eins og steinn.
Eldissinnar hafa sagt að eldislax-
inn ógni ekki íslenska laxinum. Hann
sleppi ekki úr búrum og hann verði
ósýktur. Það er nú það. Til er fólk
sem segir að helför Hitlers hafi aldrei
átt sér stað. Ó já!
Umhverfishryðjuverkaflokkur
Fyrir þá sem ekki vita er landbún-
aðarráðherrann framsóknarmaður.
Framsóknarflokkurinn er helsti and-
stæðingur íslenskrar náttúru og líf-
ríkisins á landi og nú í ám. Í raun er
flokkurinn umhverfishryðjuverka-
flokkur.
Hvað getur maður sagt og gert?
Við erum varnarlaus gagnvart
þessum höfðingjum sem ríða með
hroka um héruð í krafti stöðu sinnar,
svíkja bændur og landið einnig.
Átján hundruð lögbýli sem hafa
tekjur af laxveiði munu líklega, allt
vegna blindu formanns Framsóknar-
flokksins, með tímanum sitja uppi
með erfðamengaðar ár og tekjutap
upp á hundruð milljóna.
Það er merkilegt að
skoða söguna. Það er
kýrskýrt að Framsókn-
arflokkurinn er upp-
runalega bændaflokk-
ur, málsvari moldar-
innar og þeirra sem
yrkja jörðina framan af
síðustu öld. Þessi kú-
vending og árásar-
stefna á íslenska nátt-
úru og bændur er
merkilegur andskoti og
engu er líkara en Hall-
dór stjórni ekki þessum
hlutum heldur ein-
hverjir allt aðrir. Ó já.
Hver á að verja náttúruna?
Íslensk náttúra getur ekki varið
sig gagnvart ykkur, Guðni! Hverjir
eiga að verja hana aðrir en við, fólkið
í landinu? Guðni, ég bið þig í nafni
náttúru Íslands, ég bið þig!
Þú sem bóndi ættir að skilja þetta
betur en flestir aðrir. Láttu laxinn í
friði!
Með skipan þinni og leyfisveitingu
munt þú mjög líklega bera ábyrgð á
því að útrýma íslenska laxastofnin-
um. Ég veit að þú skilur þetta og ég
veit að þú veist að ef helmingur þess
magns sem slapp í Noregi um daginn
færi á flakk, þá tæki það eldislaxinn
ekki nema tvö til þrjú ár að hreiðra
um sig í ánum okkar. Og önnur tvö til
þrjú ár að eyðileggja stóran hluta af
stofninum með erfðamengun.
Ég veit að þið hafið leigupenna. Ég
veit að þið hafið sérfræðinga á laun-
um til þess að segja annað. Þannig
vinnið þið. Það vita allir hvers konar
sóðaskapur pólitík er. Ég er ekki að
dæma þig fyrir það. Örlögin hafa val-
ið þig, líkt og þau völdu alla aðra þína
líka í gegnum söguna, til að gera mis-
tök.
Já, Guðni, ég er að reyna að storka
örlögunum og fá þig til að breyta
gangi mála. Þú getur það. Þín mun
verða minnst og ljómi mun leika um
nafn þitt ef þú stoppar þessi hryðju-
verk. Hvar er karlmennskan, Guðni?
Hvar er hugrekkið? Ekki segja mér
að þrælslund blundi í þér gagnvart
formanninum. Ég bið þig, þyrmdu lífi
íslenska laxastofnnsins! Ó já!
Hversu langt á að ganga?
Íslenska þjóðin þarf ekki á laxeldi
að halda. Íslenska þjóðin mun ekki
græða á því. Það verða gæðingar
ykkar sem hirða gróðann, hin nýja
stétt sægreifa.
Lífvana firðir, ár fullar af eldislaxi,
álver og virkjanir! Þetta er framtíðin
sem þú býður börnum mínum, Guðni!
Hvað er að ykkur? Ekki getur
skammtímagróðasjónarmið manna
sem Halldór Ásgrímsson vill láta
njóta góðs af slæmri samvisku sinni
stýrt þessu. Ég segi skammtíma-
gróðasýn því náttúran og íslenski
laxastofninn eru svo margfalt dýr-
mætari þegar upp er staðið.
Skipstjórinn á flokksskútu þinni
sagði um daginn í DV þegar hann var
spurður um þá ákvörðun Norðmanna
að hverfa frá áformum um að virkja
þrjár nýjar vatnsfallsvirkjanir í
Norður-Noregi að það væri allt önn-
ur staða þar en hér. Þeir hefðu verið
að virkja alla síðustu öld og ættu ekk-
ert eftir nema náttúruperlur en við
værum miklu skemmra á veg komn-
ir.
Er hann ekki með öllum mjalla
maðurinn? Veit hann hvað hann er að
segja? Hvers konar bull er þetta?
Hvað er hann að gefa í skyn með að
segja að við séum miklu skemmra á
veg komnir? Nei, nei, Guðni! Nú verð
ég að segja að ég hræðist formann
þinn. Á að virkja allt til helvítis?
Úr því Norðmenn virkjuðu alla síð-
ustu öld og eru loksins núna að vakna
til vitundar eftir að hafa rústað laxa-
stofni sínum, eftir að hafa eyðilagt og
nauðgað náttúru sinni, segja þeir allt
annað í dag. Óspjölluð náttúra verður
sífellt verðmætari. Það eru svör
þeirra. Þetta er svar forsætisráð-
herra Noregs. Það mátti lesa milli
línanna í grein í Morgunblaðinu þar
sem vitnað er í forsætisráðherra
Noregs að að menn væru hættir að
eyðileggja náttúruna, eingöngu til að
verja landsbyggðarstefnuna. Þeir
hafa reynsluna, Guðni! En þá ætlar
formaður flokks þíns að bretta upp
ermarnar og dagskipunin verður sú
að við verðum að ná Nossurum í
hvelli. Við höfum helling að eyðleggja
enn! Ó hvílikt víðfeðmi bíður okkar,
gæti formaður þinn hvíslað og
vængjuðu atkvæðin svifu bakvið
augu hans. Ó já!
Gefum náttúrunni grið
Ég skrifaði flokkssystur þinni um
daginn. Þá var hún í víking að betla
um leyfi til að menga meira hér
heima. Skömm hennar er svo yfir-
gengileg að það er einsdæmi í sögu
þjóðar okkar. Hún ber titilinn um-
hverfisráðherra en í raun er hún um-
hverfisvargur. Hvers vegna farið þið
svona með landið okkar, Guðni? Hver
er það sem gefur ykkur leyfi til að
fremja þessi umhverfishryðjuverk?
Þið lifið í veröld sem var. Nú eru
nýir tímar. Losið ykkur við torfbæj-
arhugsunarháttinn sem byrgir ykkur
sýn á morgunroða hins nýja dags þar
sem álver og virkjanir eiga ekki
heima. Vaknið upp og fjárfestið í sól-
arlagi hins nýja dags.
Ísland á ekki að vera ruslahaugur
erlendra auðhringa sem geta ekki
lengur framið náttúruhryðjuverk í
sínu eigin heimalandi og ætla í stað-
inn að nota íslenska náttúru til að
fylla veski sín af gulli.
Guðni, Halldór og Siv! Ég bið ykk-
ur í nafni íslenskrar náttúru, í nafni
íslenska laxins, gefið grið!
Framsóknarráðherra
og hryðjuverk
í íslenskri náttúru
Bubbu Morthens
Náttúruvernd
Guðni, Halldór og Siv!
segir Bubbi Morthens.
Ég bið ykkur í nafni
íslenskrar náttúru, í
nafni íslenska laxins,
gefið grið!
Höfundur er tónlistarmaður.