Morgunblaðið - 23.01.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTIR
10 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
TALSMENN meirihluta og minni-
hluta heilbigðis- og trygginganefnd-
ar Alþingis mæltu á Alþingi í gær fyr-
ir nefndarálitum sínum við upphaf
annarrar umræðu
frumvarps stjórn-
arflokkanna um al-
mannatryggingar,
öryrkjafrumvarpið
svokallaða. Meiri-
hlutinn leggur til að
frumvarpið verði
samþykkt óbreytt
en minnihlutinn að
því verði vísað frá.
Sagði Bryndís
Hlöðversdóttir,
þingmaður Sam-
fylkingarinnar,sem mælti fyrir áliti
minnihlutans, að nefndin legði til að
nefndinni verði falið að leggja fram
nýtt frumvarp sem fullnægi dómi
Hæstaréttar og feli jafnframt í sér
nauðsynlegar breytingar er varða
aðra hópa lífeyrisþega er málið
snerti.
„Niðurstaða meirihluta er að með
því að hækka lágmarksupphæð sem
örorkulífeyrisþegi hefur til ráðstöf-
unar úr 18.424 krónum í 43.424 krón-
ur uppfylli löggjafinn skyldu sína
samkvæmt 76. grein stjórnarskrár-
innar og jafnframt að dómi Hæsta-
réttar sé þar með fullnægt eins og
lagt er til í frumvarpi því sem fyrir
þinginu liggur,“ sagði Jónína Bjart-
marz, formaður heilbrigðis- og trygg-
inganefndar, er hún mælti fyrir áliti
meirihlutans. Að því standa auk
hennar þau Tómas Ingi Olrich, Sjálf-
stæðisflokki, Katrín Fjeldsted, Sjálf-
stæðisflokki, Ásta Möller, Sjálfstæð-
isflokki, Kristinn H. Gunnarsson,
Framsóknarflokki, og Pétur Blöndal,
Sjálfstæðisflokki.
Margir komu á
fund nefndarinnar
„Þessu til stuðnings vísar meiri-
hluti nefndarinnar til skýrslu starfs-
hóps ríkisstjórnarinnar sem birt er
sem fylgiskjal með frumvarpinu og
jafnframt til ummæla þeirra Sigurð-
ar Líndals prófessors, Eiríks Tómas-
sonar prófessors og Skúla Magnús-
sonar lektors sem allir komu á fund
nefndarinnar. Í máli þeirra kom fram
það samdóma álit að hvorki fyrsta
grein frumvarpsins né frumvarpið í
heild væri í andstöðu við stjórnar-
skrána. Í sama streng tóku lögfræð-
ingarnir Guðrún Gauksdóttir og
Oddný Mjöll Arnardóttir sem einnig
komu á fund nefndarinnar,“ sagði
Jónína einnig en hún sagði fjölmarga
hafa komið á fund nefndarinnar.
Í máli sínu sagði Jónína að dómur
Hæstaréttar fjalli aðeins um þau til-
vik þar sem annað hjóna nýtur ör-
orkulífeyris en engu að síður taki
frumvarpið einnig til þeirra tilvika
þar sem bæði hjón eru örorkulífeyr-
isþegar og þeirra tilvika þar sem ann-
að hjóna er örorkulífeyrisþegi og hitt
ellilífeyrisþegi. Sagði hún meirihlut-
ann telja að með þessu sé gætt jafn-
ræðis milli þessara hópa öryrkja.
Formaðurinn kvað meirihlutann telja
að ákvæði frumvarpsins um greiðslur
aftur í tímann uppfylli allar kröfur
gildandi laga og meginreglur íslensks
réttar.
„Þar er um að ræða ívilnun frá
þeim reglum sem í gildi voru og því sé
þar um að ræða ívilnandi ákvörðun
sem sé heimilt að taka og löggjafinn
er bær til að ákveða samanber einnig
álit fræðimanna við lagadeild Há-
skóla Íslands, svo sem greinir í
nefndaráliti meirihlutans.“
Í nefndarálitinu segir að ákvæði
frumvarpsins um að leiðrétta skuli
bætur fjögur ár aftur í tímann sé í
samræmi við ákvæði laga um fyrn-
ingu skulda og annarra kröfurétt-
inda. Segir að
kröfur um gjald-
kræfan lífeyri
fyrnist á fjórum
árum og sé það
álit meiri hluta-
nefndarinnar að
reglan eigi hér
beint við og að
rétt sé að miða
við 1. janúar 2001
í því efni. Hafnar
meirihlutinn því
að fyrningar-
fresturinn hafi verið rofinn með
málshöfðun Öryrkjabandalags Ís-
lands 19. janúar 1999 á hendur
Tryggingastofnun ríkisins.
Nefnd vinnur að
heildarendurskoðun
Formaðurinn vakti í lok máls síns
athygli á því að nefnd á vegum rík-
isstjórnarinnar ynni nú að heildar-
endurskoðun á almannatrygginga-
lögunum. Hefði henni verið falið að
flýta vinnu sinni þannig að hún geti
skilað tillögum til ríkisstjórnarinnar
fyrir miðjan apríl. Sagði hún miklar
vonir bundnar við starf nefndarinnar
og að með tillögum hennar og laga-
setningu í kjölfarið verði leyst úr
ýmsum álitaefnum sem vaknað hefðu
í kjölfar dóms Hæstaréttar.
Nokkrir þingmenn gerðu athuga-
semd við afstöðu meirihluta nefndar-
innar og sagði Ögmundur Jónasson,
þingmaður Vinstrihreyfingarinnar –
græns framboðs, að margir hefðu
fært fyrir því haldgóð rök að frum-
varpið stríddi gegn stjórnarskránni
og gegn dómi Hæstaréttar. Hann
spurði hvort siðferðileg spurning
málsins hefði verið rædd í nefndinni,
hvort rétt væri að beita fyrningar-
ákvæðum gagnvart þeim brotum sem
allir væru sammála um að framin
hefðu verið á öryrkjum. Jónína
kvaðst ekki minnast þess að mikið
hefði verið rætt um siðferði á fundum
nefndarinnar.
Jóhanna Sigurðardóttir, þingmað-
ur Samfylkingarinnar, spurði hvort
ekki hefði komið til greina í nefnd-
arstarfinu að flýta því að skila tillög-
um um bætt kjör öryrkja strax og af
hverju þyrfti að bíða eftir niðurstöðu
nefndar sem ynni að endurskoðun al-
mannatryggingalaga fram í miðjan
apríl. Jónína sagði að sá tími sem
nefndinni væri ætlaður væri síst of
rúmt skammtaður miðað við viðamik-
ið verk hennar. Jóhanna sagði það
vonandi ekki álitaefni að kjör öryrkja
væru bágborin og sagði það fyrirslátt
að þurfa að bíða fram í apríl eftir því
að bæta kjör þeirra.
Steingrímur J. Sigfússon, þing-
maður Vinstrihreyfingarinnar –
græns framboðs, sagði álit meirihluta
nefndarinnar slakt.
Dómsorð Hæstaréttar skýrt
Bryndís Hlöðversdóttir, þingmað-
ur Samfylkingarinnar, mælti fyrir
áliti minnihluta nefndarinnar en að
því standa auk hennar Þuríður Back-
man, VG, og Ásta R. Jóhannesdóttir,
Samfylkingunni. Guðjón A. Krist-
jánsson, Frjálslynda flokknum, sat
fundi nefndarinnar sem áheyrnar-
fulltrúi og sagði Bryndís hann vera
samþykkan áliti minnihlutans.
„Með dómi Hæstaréttar í máli Ör-
yrkjabandalags Íslands gegn Trygg-
ingastofnun ríkisins töldu margir að
endir væri fenginn í áralangri deilu á
milli öryrkja og ríkisvaldsins um það
hver réttur öryrkja til aðstoðar úr op-
inberum sjóði væri. Dómsorð Hæsta-
réttar er skýrt og það er í fullu sam-
ræmi við kröfugerð Öryrkja-
bandalagsins, svo mjög að hvorugum
málsaðila datt í það í hug eftir upp-
kvaðningu að ekki yrði fallist á hina
skýru niðurstöðu hans,“ sagði Bryn-
dís m.a. í upphafi ræðu sinnar.
Í nefndarálitinu segir meðal ann-
ars: „En viðbrögð ríkisstjórnarinnar
hafa sett málin í þann farveg sem
engan óraði fyrir og með meðferð
sinni á málinu, ef fram heldur sem
horfir, hefur ríkisstjórninni tekist að
sjá til þess að enn um skeið munu ör-
yrkjar þurfa að heyja baráttu fyrir
dómstólum fyrir stjórnarskrárvörð-
um rétti sínum. Stjórnarandstaðan
fordæmir meðferð ríkisstjórnarinnar
á málinu og er í grundvallaratriðum
ósammála fráleitri túlkun á skýrum
dómi Hæstaréttar. Er það mat
minnihluta nefndarinnar að í frum-
varpi því sem nú liggur fyrir Alþingi
sé ríkisstjórnin að brjóta gegn skýr-
um fyrirmælum Hæstaréttar um að
tenging tekjutryggingar örorkulíf-
eyris við tekjur maka sé óheimil, sbr.
5. mgr. 17. gr. almannatrygginga-
laga, og að frumvarpið feli í sér brot á
stjórnarskrá og alþjóðasáttmálum.“
Tekjutenging stangast
á við stjórnarskrá
Bryndís sagði að með dómi Hæsta-
réttar hafi fengist ótvírætt staðfest
að framkvæmd um tekjutengingu
tekjutryggingar við tekjur maka hafi
stangast á við stjórnarskrá og alþjóð-
lega mannréttindasamninga. „Það
vekur óneitanlega mikla athygli
hversu mikla þverúð ríkisstjórnin
hefur sýnt í þessu máli og fullyrði ég
að slík meðferð á hópi sem sannar-
lega hafa verið brotin mannréttindi á
sé með eindæmum. Og svo undarlegt
sem það er þá virðist það víðsfjarri að
það sé einhver vilji til þess af hálfu
ríkisstjórnarinnar að binda endi á
þessa áralöngu þrætu við öryrkja,“
sagði Bryndís einnig.
Hún sagði að í lýðræðisþjóðfélagi
kallaði niðurstaða sem þessi frá
æðsta dómstóli þjóðfélagsins á þau
einföldu viðbrögð að ríkisvaldið virði
niðurstöðu dómsins og geri að fullu
upp við þann hóp sem brotið hafi ver-
ið á. „En niðurstaða ríkisstjórnarinn-
ar er sú að aðeins þurfi að gera upp
að hluta við þennan hóp og vitnar til
fyrningarreglna. Slík framkoma lýsir
vafasamri beitingu ríkisstjórnarinn-
ar á valdi sínu svo að ekki sé sterkara
að orði kveðið,“ sagði talsmaður
minnihluta nefndarinnar.
Ræðumaður rakti einnig aðdrag-
anda málsins og helstu málavexti og
síðan dóm Hæstaréttar og viðbrögð
ríkisstjórnarinnar í kjölfar hans.
Í áliti minnihluta segir að frum-
varpið geri ráð fyrir að greitt sé fjög-
ur ár aftur í tímann en að samkvæmt
dómi Hæstaréttar hafi bætur verið
skertar með ólöglegum hætti í sjö ár.
Telur minnihlutinn að greiða eigi sjö
ár aftur í tímann. Frumvarpið gerir
ráð fyrir að greiddir verði 5,5% vextir
á greiðslur sem öryrkjar eigi rétt á
aftur í tímann. Þessu mótmælir
minnihluti nefndarinnar og segir
eðlilegast að miðað sé við almenna
vexti á hverjum tíma sem séu jafnhá-
ir vegnu meðaltali ársávöxtunar á
nýjum og almennum útlánum hjá við-
skiptabönkum og sparisjóðum.
Áframhaldandi skerðing
Í niðurstöðukafla nefndarálits
minnihluta segir m.a.: „Frumvarp
það sem hér er til umfjöllunar mælir,
þrátt fyrir áðurgreinda niðurstöðu
Hæstaréttar, fyrir um áframhald-
andi skerðingu tekjutryggingar á
grundvelli tekna maka. Það felur þar
á ofan í sér afturvirkni lagaákvæða ef
samþykkt verður og gengur út á að
fyrningu verður borið við í stað þess
að bæta að fullu það sem haft hefur
verið af viðkomandi hópi öryrkja öll
sjö árin. Minnihlutinn telur að með
framlagningu frumvarpsins geri rík-
isstjórnin tilraun til að fara á svig við
niðurstöðu Hæstaréttar og að frum-
varpið feli í sér beint brot á mann-
réttindaákvæðum stjórnarskrárinn-
ar.“
Umræðan afvegaleidd
Eftir framsögu talsmanna meiri-
hluta og minnihluta heilbrigðis- og
trygginganefndar héldu umræður
áfram um öryrkjafrumvarpið og
stóðu þær yfir fram eftir kvöldi. Þur-
íður Backman, þingmaður Vinstri-
hreyfingarinnar – græns framboðs,
sagði að nefndarálit minnihlutans
væri afar skýrt. Hún sagði að vissu-
lega hefði stjórnarandstaðan túlkað
dóm Hæstaréttar á sama hátt og Ör-
yrkjabandalag Íslands gerði. Hún,
þ.e. stjórnarandstaðan, væri þó ekki
að túlka sjónarmið Öryrkjabanda-
lagsins heldur væri hún að túlka sín
eigin sjónarmið á niðurstöðu dóms-
ins.
Þuríður sagði að dómurinn væri
tímamótadómur. Hann væri um
félagsleg réttindi. Sagði hún enn-
fremur að niðurstöður dómsins væru
skýrar. Það væri óheimilt að skerða
tekjutryggingu vegna tekna maka.
Þuríður sagði ennfremur það vera
ljóst að kostnaður vegna daglegs lífs
væri meiri hjá fötluðum en ófötluð-
um. Auk þess væri vinnuframlag fatl-
aðra takmarkað bæði inni á heimili
sem og á vinnumarkaði. Það bryti
fólk niður að vera byrði á öðrum og
því þyrfti að styrkja stöðu sambúð-
arfólks þar sem annar aðili eða báðir
væru fatlaðir.
Ásta Möller, þingmaður Sjálfstæð-
isflokksins, sagði eins og aðrir stjórn-
arþingmenn að í umræddu frumvarpi
kæmi fram réttur skilningur á dómi
Hæstaréttar. Með hækkun lág-
marksbóta öryrkja úr rúmum 18 þús-
und í rúmar 43 þúsund væri löggjaf-
inn að uppfylla skyldur sínar skv. 76.
gr. stjórnarskrárinnar. Dómi Hæsta-
réttar væri þar með fullnægt. „Í
þessu sambandi verður að taka hart á
þeim misskilningi sem borið hefur á
og kom m.a. fram í viðtali við Sigríði
Þorgeirsdóttur heimspeking í Morg-
unblaðinu í gær (í fyrradag). Þar er
fullyrt að það frumvarp sem hér er til
umfjöllunar leiði til að tekjutrygging
giftra öryrkja lækki úr 51 þúsundi í
43 þúsund. Þetta er alrangt. Þvert á
móti leiðir það til hækkunar á tekju-
tryggingu giftra öryrkja úr átján
þúsundum í 43 þúsund. Að halda
fram öðru er augljóslega byggt á mis-
skilningi og er dæmigert fyrir hvern-
ig umræðan um málið hefur verið af-
vegaleidd á undanförnum vikum,“
sagði Ásta.
„Það er hins vegar íhugunarefni,“
sagði hún ennfremur, „að Hæstirétt-
ur sem hefur það hlutverk að leysa úr
ágreiningsefnum getur ekki komið
niðurstöðu sinni á málinu á framfæri
með ótvíræðari hætti,“ sagði hún
m.a. Að lokum kvaðst Ásta geta tekið
undir það sjónarmið að sjálfstæður
réttur örorkulífeyrisþega í sambúð til
lífeyris frá almannatryggingakerf-
inu, sem hefði verið um átján þúsund
kr., væri of lágur.
„Því má segja að ég fagni niður-
stöðu Hæstaréttar varðandi þetta at-
riði. Það hefur leitt til þess að upp-
hæðin hefur hækkað. Hins vegar get
ég ekki fallist á þau rök…að sjálfs-
virðing og sjálfstæði örorkulífeyris-
þega byggist á því hvort hann hefur
43 þúsund kr. eða 51 þúsund kr. milli
handanna á mánuði. 7.500 kr. skipta
ekki sköpum í því sambandi,“ sagði
Ásta ennfremur. „Það sem skiptir
máli er að öryrki í sambúð hefur eftir
að frumvarpið hefur verið samþykkt
ákveðið fjármagn milli handanna sem
tryggir honum ákveðna lágmarks-
framfærslu lífeyris sem munar um og
uppfyllir skilyrði stjórnarskrárinn-
ar.“
Konur í meirihluta
Ásta R. Jóhannesdóttir, þingmað-
ur Samfylkingarinnar, benti m.a. á í
ræðu sinni að stærsti hluti öryrkja
sem yrði fyrir skerðingu á tekju-
tryggingu vegna tekna maka væru
konur. Konur sem væru búnar að
missa starfsgetuna. Konur sem væru
fátækar og hefðu í mörgum tilfellum
lítinn rétt til lífeyris úr lífeyrissjóð-
um. Þá sagði hún að í umræðunni um
þetta mál hefði verið reynt að telja
fólki trú um að hér væri hátekjufólk á
ferðinni. „Það er alrangt. Við vitum
vel að öryrkjar eru yfirleitt ekki vel
staddir fjárhagslega.“
Guðjón A. Kristjánsson, þingmað-
ur Frjálslynda flokksins, gagnrýndi
eins og aðrir þingmenn stjórnarand-
stöðunnar málsmeðferð stjórnar-
flokkanna í þessu máli öllu og sagði
m.a. að stjórnarmeirihlutinn hefði átt
að hafa samstarf við Öryrkjabanda-
lagið og ræða um meðferð málsins
þegar dómur Hæstaréttar lá fyrir.
„Það hefði verið eðlilegur framgang-
ur þessa máls,“ sagði hann m.a.
Fleiri þingmenn en hér hafa verið
nefndir tóku til máls í umræðunni í
gær. Kristinn H. Gunnarsson, þing-
flokksformaður Framsóknarflokks-
ins, gagnrýndi m.a. viðbrögð stjórn-
arandstöðunnar við frumvarpi
ríkisstjórnarinnar og sagði hana hafa
verið ómálefnalega og „upphlaups-
kennda“, því vísuðu stjórnarand-
stæðingar á bug, og Jóhanna Sigurð-
ardóttir ítrekaði það álit stjórnar-
andstöðunnar að réttast væri að
greiða öryrkjum bætur sjö ár aftur í
tímann en ekki fjögur ár eins og
stjórnin hygðist gera.
Álit meirihluta og minnihluta heilbrigðis- og trygginganefndar um öryrkjafrumvarpið
Minnihluti vill
frávísun, meiri-
hluti engar
breytingar
Morgunblaðið/Kristinn
Jónína Bjartmarz mælti fyrir áliti meiri hluta heilbrigðis- og trygginga-
nefndar við umræðu um öryrkjafrumvarpið í gær. Hjá henni sitja þeir
Hjálmar Jónsson og Össur Skarphéðinsson.
Morgunblaðið/Kristinn
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir og Þuríður Backman voru meðal fjöl-
margra þingmanna sem ræddu málefni öryrkja á þingi í gær.