Morgunblaðið - 23.01.2001, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.01.2001, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Á ÞESSU ári hefjast fram-kvæmdir við bygginguNýheima á Höfn íHornafirði. Þar til húsa verða Framhaldsskóli Austur- Skaftafellssýslu, bókasafn og svo- nefndar Nýherjabúðir en reiknað er með að byggingin verði tekin í notkun haustið 2002. Í Nýheimum verður leitast við að tvinna saman menntun á framhaldsskólastigi, ný- sköpun í atvinnulífinu og nýjustu upplýsingatækni og miðlun í nú- tímalegu upplýsingasetri. Mark- miðið er að innleiða nýja hugsun, tækni og vinnubrögð í menntun, þróunarstarfi og styrkingu at- vinnulífs á svæðinu. Byggingin sem hýsa mun Ný- heima verður alls 2.400 fermetrar á tveimur hæðum og er bygginga- kostnaður áætlaður 350 milljónir króna. Á efri hæð hússins verða kennslustofur, handbókasalur og vinnuaðstaða fyrir nemendur og kennara Framhaldsskólans. Á neðri hæð verður bóka- og skjala- safn ásamt Nýherjabúðum, sam- eiginlegu rými með sýningarað- stöðu og veitingasal ásamt fyrirlestrasal sem einnig mun nýt- ast sem kennslustofa fyrir Fram- haldsskólann. Þá hefur verið geng- ið frá því að Austurlandssetur Háskóla Íslands verði til húsa í Ný- herjabúðum og standa nú yfir við- ræður við fleiri stofnanir um út- leigu á aðstöðu í Nýherjabúðum. Gísli Sverrir Árnason, forseti bæjarstjórnar og formaður bygg- inganefndar Nýheima, segir að öll hugsun á bak við bygginguna gangi út á að nýta húsnæðið sem eina heild, þannig að allir þættir spili saman. Opið verður á milli bóka- safnsins og skólans og aðgangur auðveldur fyrir nemendur að safn- inu frá vinnuaðstöðu þeirra. Sam- eiginlegur inngangur er fyrir alla aðila í húsinu, ljósritunaraðstaða, tölvukerfi, veitingaaðstaða o.s.frv. Fullbúin aðstaða og ráðgjöf fyrir sprotafyrirtæki Leitast verður við að láta alla starfsemi í húsinu skarast að svo miklu leyti sem unnt er, og þannig mun t.d. bókasafnið sem upplýs- ingamiðstöð veita jafnt Framhalds- skólanum, aðilum í Nýherjabúðum og útibúi háskólans þjónustu auk þess að sinna almenningi og elstu bekkjum grunnskólans. Þá er hug- myndin sú að reyna að flétta saman starfsemi Nýherjabúða og skólans, t.d. með því að aðilar úr Nýherja- búðum taki að sér stundakennslu í framhaldsskólanum og einnig er sá möguleiki opinn að leitað verði eftir aðstoð nemenda við nýsköpunar- verkefni í Nýherjabúðum. Að sögn Gísla Sverris er tilgang- urinn með Nýherjabúðum að skapa fyrirtækjum og stofnunum aðstöðu til að koma á fót starfsemi í því um- hverfi sem verið er að leitast við að skapa. „Það er annars vegar um að ræða að bjóða stofnunum eins og Háskóla Íslands að koma hingað með hluta af starfsemi sinni. Hins vegar er verið að skapa aðstöðu fyr- ir svokölluð sprotafyrirtæki, þ.e.a.s. fyrirtæki eða einstaklinga með viðskiptahugmyndir sem þurfa að fá öruggt, ódýrt en fullbúið hús- næði með nauðsynlegum tækjabún- aði til að þróa áfram hugmyndir og láta á það reyna hvort að þær geti orðið að fyrirtæki eða ekki.“ Forsendan fyrir þátttöku ríkisins í byggingu skólans Albert Eymundsson, bæjarstjóri Hornafjarðar, segir að í Nýherja- búðum fái þessir aðilar aðgang að upplýsingaþjónustu og ráðgjöf í gegnum virkar tengingar við aðila eins og Iðntæknistofnun og jafnvel bankastofnanir sem munu geta veitt þeim fjármálaráðgjöf. „Þessir aðilar ætla jafnvel að koma með stuðning við verkefnið, þannig að menn þurfi ekki að vera að borga ráðgjafaþjónustu sem er mjög dýr og erfitt fyrir þá sem eru að þreifa sig áfram í byrjun að greiða.“ Eyjólfur Guðmundsson meistari Framhaldsskóla Skaftafellssýslu og formað áðs Nýheima, segir að u ræða nokkuð nýstárlega h sem hafi sprottið út frá hu um Hornfirðinga um að ko aðstöðu fyrir sprotafyri Höfn í svokölluðum Nýherj fyrir um fimm árum. Á sa voru menn að huga að fr lausn fyrir Framhaldssk húsnæðismálum og jafnfr orðin veruleg þörf á að stæ næði bókasafnsins. Úr þessari deiglu þróað hugmyndin um Nýheima, sögn Eyjólfs hefur víða fen an hljómgrunn og var he sendan fyrir því að men ráðuneytið ákvað að leggja nýbyggingu framhaldsskó ríkið greiðir 60% af framkv við hluta skólans í Nýheimu Eyjólfur segir að menn sett saman nýsköpunarfyri háskólamenntun en hvergi ið byggð upp á einum sta haldsmenntun, nýsköpun semi bókasafns sem ingamiðstöðvar. Að sögn skiptir bygging Nýheima lega miklu máli fyrir m skólans á að þróa sig áfram um þeirrar nýju hugsunar að ryðja sér til rúms og frumkvæði, nýjar atvinnu upplýsinga- og tölvutækni fléttu rannsókna, mennt þekkingar. Allir landsmenn geta um aðstöðu í Nýheim „Við eigum okkur rætur þessu samfélagi og vitum fy við stöndum og á hverju v Það sem við ætlum að ge Albert Eymundsson, bæjarstjóri Hornafjarðar, Gísli Sverrir Á Guðmundsson, skólameistari Framhaldsskóla Austur-Skaftafe húsið á Höfn sem Nýheimar munu rísa á, e Framkvæmdir að hefjast við byggingu Nýheima Nýjar leiðir í samþ menntunar og nýsk Útlitsmynd af Nýheimum sem brátt munu rísa í miðbæ Hafnar í Ho Nýheimar á Höfn, sem byrjað verður að reisa á næstunni, eru ekki eingöngu hugsaðir fyrir Hornfirðinga eða Austfirðinga heldur fyrir alla landsmenn. Eiríkur Páll Jörundsson heimsótti Höfn á dögunum og fræddist hjá heimamönnum um verkefnið. ÍSLENSK ERFÐAGREINING OG GAGNAGRUNNURINN SAMBORGARAR – EKKI VANDAMÁL Þegar forseti Bandaríkjanna sverembættiseið á fjögurra árafresti er rýnt í þau orð sem þá eru látin falla af meiri athygli en ef um hefðbundna ræðu forseta væri að ræða. Þótt innsetningarathöfnin sjálf sé í tiltölulega föstum skorðum gefst for- setanum þarna tækifæri til að ávarpa umheiminn með öðrum hætti en venju- lega. Ekki síst er fylgst gaumgæfilega með því er nýir forsetar segja enda er þessi fyrsta ræða gjarnan notuð til að koma á framfæri sýn hins nýja forseta og þeim markmiðum er hann hyggst setja sér í embætti. Samanburður við fyrri ræður er óhjákvæmilegur og þá ekki síst ræður er þykja hafa skarað fram úr, s.s. hina eftirminnilegu ræðu Johns F. Kenn- edys er hann flutti við embættistökuna árið 1961. Sú ræða hafði áhrif á heila kynslóð, ekki einungis Bandaríkja- manna heldur fólks um allan heim. George W. Bush, sem sór embættis- eið síðastliðinn laugardag, lagði í ræðu sinni ríka áherslu á þau gildi er hafa mótað Bandaríkin í gegnum aldirnar, ekki síst að þau séu land tækifæranna, land þar sem „allir eiga skilið að fá tækifæri“ og hver einasti einstaklingur skiptir máli. Í þessu auðugasta og voldugasta ríki veraldar eru hins vegar miklar and- stæður og sagði Bush að stundum virt- ist sem innbyrðis ágreiningur Banda- ríkjamanna væri það mikill að nær væri að segja að þeir deildu heimsálfu en ríki. Hét hann því að reyna að sameina þjóðina á grundvelli réttlætis og tæki- færa. Hann benti á að það sem sameinað hefur Bandaríkjamenn í gegnum tíðina er ekki blóð, uppruni eða fósturjörð heldur sameiginleg gildi. Var það eitt meginþema ræðunnar að mikilvægt væri að hefja þessi gildi til vegs og virðingar á nýjan leik, að láta þau ekki falla í gleymsku eða verða óvæginni valdabaráttu að bráð. Nefndi hann kurteisi, hugrekki og umhyggju sem dæmi um gildi er hefðu verið og ættu að vera leiðarljós bandarísku þjóðarinnar. Hann sagði samvisku þessarar þjóðar ekki geta sætt sig við að hluti hennar byggi við mikla og lang- varandi fátækt. Það væri skylda borg- aranna að breyta þessu: „Bandaríkja- menn sem eru hjálpar þurfi eru ekki ókunnugt fólk, þeir eru samborgarar; þeir eru ekki vandamál heldur for- gangsverkefni; og við öll erum minni fyrir vikið ef einhver er án vonar.“ Svo virðist sem djúp sannfæring liggi að baki þessum orðum Bush, hann er með þessu ekki einungis að rétta fram sáttahönd til þess hluta þjóðar- innar er ekki veitti honum atkvæði heldur að gera grein fyrir pólitískum grundvallarskoðunum sínum. Það var tónn sátta í ræðunni en jafnframt hvatning til Bandaríkjamanna að líta sér nær og láta sig varða þau djúp- stæðu félagslegu vandamál er víða blasa við. Hvatning til fólks að vera „samborgarar, ekki áhorfendur“, að taka virkan þátt í lausn mála en treysta ekki á hið opinbera í þeim efnum. Rúmlega tvö ár eru liðin frá því aðlögin um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði voru samþykkt. Áður en lögin voru samþykkt á Alþingi fóru fram miklar umræður um gagna- grunninn. Þær hafa haldið áfram síðan og enn hefur ekki náðst sátt um grunn- inn – hvorki í þjóðfélaginu né meðal þeirra sérfræðinga, sem þurfa að leggja sitt af mörkum til að grunnur- inn verði nothæfur. Íslensk erfðagreining og Lækna- félag Íslands áttu í viðræðum um söfn- un upplýsinga í grunninn á liðnu ári. Samkvæmt fréttum hafði miðað tals- vert í viðræðunum, en í lok ágúst slitn- aði hins vegar upp úr þeim og hafa þær legið niðri síðan. Fyrir rúmu ári lýstu samtökin Mannvernd yfir því að þau hygðust höfða mál á þeirri forsendu að lögin um gagnagrunninn, reglugerðin og rekstrarleyfið brytu í bága við réttindi sjúklinga, heilbrigðisstarfsmanna, al- mennings og barna vegna þess að um væri að ræða persónugreinanlegar upplýsingar sem yrðu afhentar þriðja aðila án samráðs við sjúklinga eða heil- brigðisstarfsmenn. Á heimasíðu sinni vísar Mannvernd til þess að sáttatil- lögur samtakanna, læknafélagsins og einstakra lækna hafi engan árangur borið og lokaúrræðið sé að láta reyna á málið fyrir dómstólum. Gagnagrunnsmálið er ekki jafn áberandi í fjölmiðlum og það var þegar mest lét þótt enn sé um það skrifað. Eigi að síður er orðið tímabært að leiða þá óvissu, sem staðið hefur í kringum gagnagrunninn, til lykta. Íslenskri erfðagreiningu hafa fylgt ferskir straumar í íslensku vísindasamfélagi og fyrirtækið hefur reynst lyftistöng í rannsóknum. Íslenskir vísindamenn, sem sáu fram á að hygðust þeir nýta sérhæfingu sína myndu þeir neyðast til að setjast að erlendis, fengu tæki- færi til að snúa heim með tilkomu fyr- irtækisins og vinna að verkefnum við sitt hæfi. Þá gafst mörgum vísinda- mönnum, sem höfðu lengi safnað sam- an upplýsingum og niðurstöðum, loks tækifæri til að vinna úr þeim er Íslenzk erfðagreining kom til skjalanna. Fyrirtækið hefur undanfarið gert samninga við ýmsa aðila í heilsugæslu um upplýsingar í gagnagrunninn. Skömmu fyrir jól var undirritaður á Akureyri samningur milli níu heil- brigðisstofnana um vinnslu heilsufars- upplýsinga til flutnings í gagnagrunn- inn og sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, þá að við- ræður stæðu yfir við Landspítala – há- skólasjúkrahús. Það er rétt, sem fram kemur í grein eftir Ólaf Steingrímsson, lækni og for- stöðumann Rannsóknarstofnunar Landspítalans, hér í Morgunblaðinu sl. sunnudag, að það er sameiginlegt hagsmunamál allra Íslendinga að þetta mál verði farsællega til lykta leitt. Á meðan ágreiningur ríkir um það í okkar litla samfélagi næst ekki sá ár- angur, sem að er stefnt. Þess vegna er tímabært að málsaðilar taki upp þráð- inn þar sem frá var horfið og nái sátt- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.