Morgunblaðið - 23.01.2001, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.01.2001, Blaðsíða 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2001 13 „Það liggur í hlutarins eðli að for- seti Íslands hugsi sig vel um og ígrundi af fullri ábyrgð ef og þá þegar honum verður sent þetta til undirskriftar,“ sagði Garðar Sverr- isson, formaður Öryrkjabandalags- ins, en horfur eru á að í dag sam- þykki Alþingi breytingar á almannatryggingalögum sem fela í sér viðbrögð við dómi hæstaréttar í máli Öryrkjabandalagsins. Lögin verða í kjölfarið send forseta Ís- lands til undirritunar. „Þetta mál er ekki aðeins mjög alvarlegt og mikilvægt heldur hefur það þá sérstöðu að það varðar fólk sem ekki hefur verkfallsrétt; fólk sem hefur gengið dómstólaleiðina á enda og á í rauninni ekki í önnur hús að venda en að treysta á það öryggi og þá vernd sem stjórnar- skráin ætlar forsetaembættinu að vera.“ Garðar sagði að fyrir forsetakosn- ingarnar 1996 hefði málskotsréttur forseta verið helsta kosningamálið og ef til vill það eina. Núverandi forseti og tveir aðrir frambjóðendur hefðu lýst því yfir að þau væru þeirrar skoðunar að þetta ákvæði stjórnarskrárinnar ætti ekki að vera dauður og ómerkur lagabókstafur. Þetta ætti að vera eins konar ör- yggisventill sem tryggði að farið væri að reglum lýðræðisins og að mikilvægum málum yrði skotið til þjóðarinnar. „Á sínum tíma var tekist á um það hvort kjósa ætti forsetann af þinginu eða kjósa hann beint og milliliðalaust af þjóðinni þannig að hann þægi vald sitt beint frá þjóð- inni. Þetta var ekki út í bláinn gert. Það liggur ákveðin hugsun á bak við embætti forseta Íslands og þetta stjórnarskrárákvæði. Ef það á ekki við núna þá veit ég ekki hve- nær það á við. Í þessu máli er ald- eilis fráleitt að bera saman stöðu konungborinna þjóðhöfðingja á Norðurlöndum og stöðu þjóðkjörins forseta í lýðveldi,“ sagði Garðar. „Það eru einungis liðin tvö ár frá því að þessi sami stjórnarmeirihluti fór þess á leit við forseta Íslands að hann undirritaði lög, sem við mót- mæltum harðlega, og hefur síðan komið á daginn að fólu í sér brot á mannréttindaákvæði stjórnarskrár- innar og skiptir þá ekki máli hvern- ig menn kjósa að snúa út úr dóms- orðum hæstaréttar. Ég læt segja mér það tvisvar að forseti Íslands muni í annað sinn staðfesta lög sem fela í sér áframhaldandi brot á mannréttindum öryrkja. Þetta er ákvörðun sem forseti verður að gera upp við sig. Núver- andi forseti er ekki aðeins forseti þjóðarinnar heldur er hann einnig einn fremsti fræðimaður okkar á sviði stjórnmálafræða og þeirrar heimspeki sem liggur til grundvall- ar þrískiptingu ríkisvaldsins. Hann er því einfær um að taka sínar ákvarðanir. Við bara treystum því og vonum að þar verði fyllstu ábyrgðar og aðgátar gætt. Ég leyfi mér hins vegar að halda enn í þá von að meirihluti Alþingis sýni forsetaembættinu ekki það virðingarleysi að bera þangað á borð það frumvarp sem nú liggur fyrir Alþingi,“ sagði Garðar. Formaður Öryrkjabandalagsins um breytingar á almannatryggingalögum Forseti hugsi sinn gang áð- ur en hann undirritar lögin DANSKA leiguskipið Barbara kom til Reykjavíkur um helgina með tvo spenna fyrir Vatnsfells- virkjun. Alls vega þeir 242 tonn og voru þeir ásamt fylgihlutum og vegna þyngdar sinnar og um- máls eini farmur skipsins í þess- ari ferð. Spennarnir eru lokahnykkurinn í afgreiðslu vél- og rafbúnaðar virkjunarinnar en tekið var sam- eiginlegu tilboði General Electric Hydro og Clemmessy. Eimskip sá um móttöku á spennunum og er ráðgert að flytja þá með sérbún- um þungaflutningavögnum austur að Vatnsfelli á morgun eða fimmtudag. Framkvæmdir við Vatnsfells- virkjun komast senn á lokastig og er ráðgert að gangsetja virkj- unina seint á árinu. Spennar fyrir Vatnsfells- virkjun Morgunblaðið/Árni Sæberg NEITI forseti Íslands að undirrita lög sem Alþingi hefur samþykkt öðlast þau eigi að síður gildi en verða lögð í dóm þjóðarinnar í al- mennri þjóðaratkvæðagreiðslu. Frá því Ísland varð lýðveldi árið 1944 hefur forseti aldrei nýtt sér þann rétt að skjóta málum til þjóðarinn- ar með þessum hætti. Í 26. gr. stjórnarskrár lýðveld- isins Íslands segir: „Ef Alþingi hef- ur samþykkt lagafrumvarp skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim- ur vikum eftir að það var samþykkt og veitir staðfestingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæða- greiðslu. Lögin falla úr gildi ef samþykkis er synjað en ella halda þau gildi sínu.“ Árið 1993 bárust forseta Íslands fjölmargar áskor- anir um að lögum um aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu yrði vísað til þjóðarinnar. Þáverandi for- seti varð ekki við þessum óskum en boðaði til ríkisráðsfundar þar sem hann gerði grein fyrir afstöðu sinni. Í yfirlýsingu forseta sagði: „Frá stofnun lýðveldis á Íslandi hefur embætti forseta Íslands verið í mótun. Þar hefur jafnt og þétt styrkst sá meginþáttur embættis- ins að vera óháð og hafið yfir flokkapólitík og flokkadrætti, en um leið samnefnari fyrir íslenska þjóðmenningu, mennta- og menn- ingarstefnu Íslendinga, tákn sam- einingar en ekki sundrungar. Glöggt vitni um það eðli embættis- ins er að enginn forseti hefur gripið fram fyrir hendurnar á lýðræðis- lega kjörnu Alþingi sem tekið hefur ákvarðanir sínar með lögmætum hætti.“ Ummæli núverandi forseta Málskotsréttur forseta Íslands var talsvert til umræðu fyrir for- setakosningarnar árið 1996. Um málið var m.a. fjallað í umræðu- þætti á Stöð 2 hinn 5. júní. Í þættinum sagði Ólafur Ragnar Grímsson að markmiðið með þessu öryggisákvæði væri ekki í sjálfu sér að forseti beitti ákvæðinu. Æskilegt væri að ávallt væri slíkt samræmi á milli þjóðarvilja og þingvilja að ekki þyrfti að koma til þess að forseti vísaði máli til þjóð- aratkvæðagreiðslu. „Það má þó ekki gleymast að fullveldisrétturinn er hjá þjóðinni. Ef hugsanlega er að myndast gjá milli þjóðarvilja og þingvilja er það eðli þessa ákvæðis að forseti veiti þeim aðila sem hef- ur fullveldisréttinn aðstöðu til þess að segja sitt álit,“ sagði Ólafur Ragnar í sjónvarpsþættinum. Forseti hefur aldrei neitað að undirrita lög ÖRYRKJABANDALAG Íslands heldur í dag opinn baráttufund í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 18. Garðar Sverrisson, formaður Ör- yrkjabandalagsins, sagði að fundurinn væri haldinn til að mótmæla áformum ríkisstjórnar- innar um áframhaldandi skerð- ingu tekjutryggingar, þvert á dóm Hæstaréttar, stjórnarskrá lýðveldisins og alþjóðlega mann- réttindasáttmála. Hann sagði að fundurinn væri öllum opinn. Þeir sem ávarpa fundinn eru Garðar Sverrisson, formaður Ör- yrkjabandalags Íslands, Sjöfn Ingólfsdóttir, varaformaður BSRB, Eiríkur Jónsson, formað- ur Kennarasambands Íslands, Björk Vilhelmsdóttir, formaður Bandalags háskólamanna, Hall- dór Björnsson, varaforseti Al- þýðusambands Íslands og Bene- dikt Davíðsson, formaður Landssambands eldri borgara. Fundarstjórar verða Ólafur Ólafsson, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík, og séra Halldór Gröndal, fyrrverandi sóknarprestur. Áður en fundur hefst mun Lúðrasveit verkalýðs- ins leika ættjarðarlög. Opinn fundur um málefni öryrkja HAFDÍS Hafliðadóttir, skipulags- stjóri í Hafnarfirði, segir að hug- myndir um færslu Reykjanesbraut- arinnar um allt að einn kílómetra til austurs á um fimm kílómetra löngum kafla fram hjá álverinu í Straumsvík, séu í vinnslu. Unnið sé að endurskoðun aðalskipulagsins og þar verði málið tekið upp en við- ræður séu hafnar við Vegagerðina. Stefnt er að því að leggja fram end- urskoðað aðalskipulag næsta haust. Hafdís segir að ekki hafi komið fram formlegar óskir frá ÍSAL um stækkun á athafnasvæði álversins en hún bendir á að gerðir hafi verið samningar við fyrirtækið þar sem gert sé ráð fyrir að hægt verði að stækka álverið. Engar ákvarðanir liggi samt fyrir um slíkt. Þótt veg- urinn verði færður sé hægt að nýta svæðið undir margt annað en iðn- aðarsvæði.           Hugmyndir um færslu Reykjanes- brautar í vinnslu HALLDÓR Ásgrímsson segir að Schengen sé fyrir Ísland og Ís- lendinga. Þar sé um áframhald að ræða af samstarfi sem Íslendingar hafi átt við Norðurlöndin í nokkra áratugi og hann sé þeirrar skoð- unar að þátttaka í Schengen sam- starfinu sé mikið hagsmunamál fyrir Íslendinga. Í grein eftir Ómar Kristjánsson, fyrrverandi forstjóra Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, í Morgun- blaðinu á laugardag er spurt fyrir hvern Schengen sé. Halldór sagðist aðspurður vera alveg ósammála þeim sjónarmiðum sem kæmu fram í grein Ómars og hann hefði ekki heyrt hann halda þeim fram meðan hann hefði unnið að þessum málum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Halldór sagði jafnframt að- spurður að hann væri sannfærður um að það væri tvímælalaust í hag Íslendinga að vera aðili að Scheng- en samstarfinu. Utanríkisráðherra um þátttöku í Schengen-samstarfinu Hagsmunamál fyrir Íslendinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.