Morgunblaðið - 23.01.2001, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 23.01.2001, Blaðsíða 64
64 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ALEXEI Shirov er eins og flestir vita upprunalega frá Lettlandi. Hann er af rússnesku bergi brot- inn, en eftir að Lettland fékk sjálf- stæði varð staða rússneska minni- hlutans veikari og til að mynda átti öllum þegnum þjóðarinnar að vera skylt að kunna að mæla á lettneskri tungu. Þessu vildi Shirov ekki una og flutti búferlum til Spánar og hef- ur síðan 1996 teflt fyrir sitt nýja heimaland. Þrátt fyrir að skari af heims- meisturum og fyrrverandi heims- meisturum sé á Corus-skákmótinu í Wijk aan Zee hefur Spánverjinn látið sér fátt um finnast og er efstur á mótinu eftir sjö umferðir með 5½ vinning. Á hæla hans koma síðan Garríj Kasparov og Vladimir Kramník með 5 v. Í humátt á eftir þeim kemur Alexander Morozevich með 4½ v. Eins og endranær hefur Shirov teflt margar skemmtilegar skákir þar sem allt virðist leika á reiðiskjálfi. Að þessu sinni hafa flækjurnar reynst honum hagstæð- ar og spennandi verður að fylgjast með því hvort honum tekst að halda forskotinu en það verður við ramm- an reip að draga þar sem hann á töluvert sterkari andstæðinga eftir en flestir keppinautar hans. Besta skákin hans til þessa í mótinu var gegn Hollendingnum Jeroen Piket. Hvítt: Alexei Shirov Svart: Jeroen Piket 1. e4 e5 2. Rf3 Rf6. Rússneski leikurinn hefur átt miklum vinsæld- um að fagna á undanförnum árum líkt og Berlínarafbrigði spænska leiksins, en heimsmeistarinn Vlad- imir Kramnik hefur hafið báðar þessar byrjanir til vegs og virðing- ar. 3. Rxe5 d6 4. Rf3 Rxe4 5. d4 d5 6. Bd3 Bd6 7. O-O O-O 8. c4 c6 9. He1 Bf5 10. Dc2 Bg6 11. c5 Bc7 12. Rc3 Rf6?! Þetta virðist vera nýjung í stöðunni, en getur ekki talist skyn- samleg þar sem hvítur fær töluvert meira rými til athafna. 12...f5 hefði verið eðlilegra. 13. Bg5 Rbd7 14. Re5! Hvítur nær undirtökun- um á miðborðinu með þessu. 14...Bxd3 15. Dxd3 Dc8 16. f4! Ba5 17. Dg3 Kh8 18. Dh4 Bxc3 19. bxc3 Re4 20. He3 Rxg5 21. Dxg5 h6 22. Dh5 Rf6. Svartur virðist hafa varið stöðu sína af mikilli útsjónarsemi og ætlar í næsta leik að koma drottningu sinni á virkan reit. Það byggist á því að 23. Rxf7 gangi ekki upp eftir 23...Kh7 og svartur vinnur mann. Hvað á hvítur þá til bragðs að taka? 23. Rxf7+! Hárrétt ákvörðun sem byggð er á nákvæmum útreikning- um. Aðrir leikir hefðu glatað frum- kvæði hvíts. 23...Kh7 Slæmt væri að leika 23... Kg8 sökum 24. Rxh6+ gxh6 25. Dg6+ Kh8 26. Dxh6+ Rh7 27. He7 og hvítur mátar. 24. Rg5+ Kg8 25. Dg6! Á þessu byggðist mannsfórn hvíts. Svörtu mennirnir verða sem lamaðir eftir að hrókur- inn hvíti kemst á sjöundu reitaröð- ina. 25...hxg5 26. He7! Re8 27. Hae1! Dg4 Svartur reynir að koma drottningunni í vörnina, en hann yrði annars óverjandi mát eftir t.d. 27... gxf4 28. Hxg7+ Rxg7 29. He7. 28. fxg5 28. Hxg7+ gekk ekki upp sökum 28...Rxg7 29. He7 Dd1+ 30. Kf2 Hxf4+ og það er svartur sem mátar. 28...Dh4 29. g3 Dh3 30. Hxb7 Df5 31. De6+! Dxe6 32. Hxe6 Hf7 33. Hxf7 Kxf7 34. Hxc6 Hb8 Þrátt fyrir að svörtum hafi tekist að kom- ast í endatafl er staða hans ákaflega gleðisnauð, enda hefur hvítur fjög- ur peð upp í riddarann ásamt því að hafa virkari stöðu. Í framhaldinu sýnir og sannar Shirov yfirburða- tækni sína. 35. Ha6! Hb7 36. h4 Rc7 37. Hd6 Rb5 38.g6+ Ke7 39. Hxd5 Rxc3 40. He5+ Kf6 41. c6 Hb1+ 42. Kg2 Hb2+ 43. Kf3 og svartur gafst upp enda getur fátt stöðvað frípeð hvíts. Hart barist á Skákþingi Reykjavíkur Að loknum sjö umferðum á Skák- þingi Reykjavíkur er Björn Þor- finnsson efstur með 6½ vinning af 7 mögulegum. Næstur kemur Bene- dikt Jónasson með 5½ vinning, en hann er sá eini sem hefur tekist að komast hjá því að bera lægri hlut fyrir Birni. Skák þeirra var nokkuð söguleg. Björn var að reyna að knýja fram sigur í endatafli þar sem liðsafli var jafn og einungis hrókur, biskup og tvö peð hjá hvorum. Hann lék þá af sér biskupnum og upp kom staða þar sem Benedikt hafði hrók, biskup og peð gegn hróki Björns. Báðir voru í tíma- hraki og tókst Birni að véla peðið af Benedikti en skömmu áður hafði biskupinn getað hirt hrók andstæð- ingsins, er hann lék honum beint í dauðann. Eftir þennan darraðar- dans kom upp staða með hrók og biskup gegn hrók. Sú staða er yf- irleitt jafntefli, en fljótlega fékk Benedikt fræðilega unnið tafl sem honum þó tókst ekki að vinna úr. Niðurstaðan varð að lokum jafntefli í ævintýralegri skák! Stefán Kristjánsson hefur átt góða spretti á mótinu og verður hann að teljast líklegur til að veita efstu mönnum harða keppni ásamt alþjóðlegu meisturunum Jóni Vikt- ori Gunnarssyni og Sævari Bjarna- syni, en þeir eru að ná sér á strik eftir slæma byrjun. Aðrir keppend- ur munu láta þessa fimm hafa mikið fyrir því að halda sér á toppnum og er það næsta víst að allt getur gerst. Í fjórðu umferð mættust tveir af efnilegustu skákmönnum þjóðarinnar í eftirlætisafbrigði ann- ars þeirra í Sikileyjarvörn. Hvítt: Stefán Kristjánsson Svart: Sigurður Páll Steindórs- son 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. f3 Á þessum leik hefur Stefán mikið dálæti, en hann miðar að því að undirbúa hið fyrsta g2-g4 framrásina og í fram- haldinu að langhrókera á kóngs- væng. 6...e6 Fyrir utan þetta er 6...e5 traustur og vinsæll leikur. Í framhaldi textaleiksins hefst mikið vopnakapphlaup á báðum vængjum borðsins. 7. Be3 b5 8.g4 h6 9. Dd2 Rbd7 10. O-O-O Bb7 11. h4 b4 12. Ra4 Da5 13. b3 Rc5 Svartur virðist setja hvítan í vanda með þessum leik en fræðin og reynslan hafa sýnt að hvítur á auðvelt með svara hon- um. 14.a3! Nýtir sér leppunina til að losa riddarann á a4 út úr prísund- inni. 14...Rxa4 15.axb4 Dc7 16. bxa4 d5 17. e5 Rd7 Ekki mátti svartur þiggja peðið með 17...Dxe5 þar sem eftir 18. Bf4 á drottningin ekki sér undankomu auðið.18. f4 Rb6 19. f5 Rxa4 20. fxe6 Rc3 21. exf7+ Kxf7 22. Bd3 Bxb4. Óskyn- samlegt væri að þiggja skiptamun- inn þar sem eftir t.d. 22...Rxd1 23. Hxd1 Dxe5 24.Bf4 hefur hvítur af- bragðs sóknarfæri. 23. Hdf1+ Kg8 24. Df2. Þótt ótrúlegt megi virðast hafa skákmennirnir ungu verið að fylgja þekktri teóríu fram til þessa leiks. Þegar svo er veltur á öllu að skilja þær flækjur sem upp koma eftir að teóríu-þekkingunni lýkur. 24...Re4? Þetta eru mistök sem kosta svartan skákina. FIDE- heimsmeistarinn Viswanathan An- and hefur teflt tvær skákir þar sem þessi staða kom upp en stýrt hvor sínum hernum! Í báðum skákunum varð framhaldið eftirfarandi: 24...Ba3+ 25. Kd2 Re4+! 26. Bxe4 dxe4 27. Df5 (Í sýningareinvígi þeirra Anands og Shirov í Sydney á síðasta ári lék Spánverjinn 27. g5 og eftir 27...Bd5 28. gxh6 Bb2 29. Hb1 Bc3+ varð niðurstaðan jafn- tefli nokkru síðar) 27.. Bb4+ 28. Kd1 Dc4 29. Re6 Dd5+ 30. Ke2 Dc4+ og keppendur þráléku í skák- inni Anand – Gelfand, Heimsbikar- mót FIDE 2000. 25. Df5! He8 Nauðsynlegur leikur þar sem eftir t.d. 25.. Ba3+ 26. Kd1 He8 27. e6 Dg3 28. Df7+ Kh7 29. Hf3 Db8 30. Hf6! verður svartur mát í næsta leik. 26. e6 Da5 27. Df7+ Kh7 28. Rb3! Svartur hótaði að máta með 28... Da1. 28..Da3+ 29. Kd1 He7 Hvítur stendur frammi fyrir því að taka erfiða ákvörðun þar sem óljóst er hvernig halda eigi áfram sókn- inni og í sömu svipan að verjast gagnsókn andstæðingsins. 30. Bxe4+! Þótt þessi leikur virð- ist órökréttur fjarlægir hann hættulegasta mann svarts og þvingar fram vinningsstöðu. 30...dxe4 31. Df5+ Kg8? Meira við- nám hefði verið fólgið í 31. g6 og at- hyglisvert hefði verið að sjá hvernig hvítur hefði leyst úr þeirri stöðu. 32. Df4 væri nærtækur leikur en eftir 32...Hd8 33. Ke2 Kg8 er ekki ljóst hvort hvítur standi til vinn- ings. Önnur hugmynd er að fórna drottningunni og virðist sem hvítur standi vel að vígi eftir 32. Df7+ Hxf7 33. Hxf7+ Kg8 34. Hxb7 Bd6 35. Hd7 32. g5! og svartur gafst upp enda stutt í það að hann verði mát- aður. Röð efstu manna á Skákþingi Reykjavíkur er þessi þegar fjórar umferðir eru til loka mótsins: 1. Björn Þorfinnsson 6½ v. 2. Benedikt Jónasson 5½ v. 3. Sævar Bjarnason 5 v. + fr. 4.–10. Sigurður P. Steindórsson, Davíð Kjart- ansson, Sigurbjörn Björnsson, Jón Viktor Gunnarsson, Helgi E. Jónatansson, Róbert Harðarson og Arnar E. Gunnarsson 5 v.11. Stefán Kristjánsson 4½ v. + fr. o.s.frv. Næsta umferð verður tefld á mið- vikudaginn og hefst klukkan 19.30. Teflt er í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12. Spánverjinn öflugi efstur í Wijk aan Zee SKÁK W i j k a a n Z e e CORUS-SKÁKMÓTIÐ 13.–28.1 2001 AP Daði Örn Jónsson Helgi Áss Grétarsson Alexei Shirov við upphaf annarrar skákarinnar í Teheran á fimmtudag. Bæjarlind 6, sími 554 6300 www.mira.is ÞAÐ ÞEKKJA ALLIR ÚTSÖLURNAR Í Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 10-16, sunnudaga kl. 13-16 www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.