Morgunblaðið - 23.01.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.01.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Ef í harðbakkann slær gæti „borgmeister“ reynt að losa sig við vandræða- gemlinginn í gegnum ættleiðingarsíðurnar á Netinu. Námskeið um minningargreinar Hvað má og hvað ber að varast Á næstunni verðurhaldið námskeiðfyrir almenning í Fjölbrautaskólanum í Ár- múla í ritun minningar- greina undir yfirskriftinni: Hvað má skrifa og hvað má ekki. Það er Sölvi Sveins- son, skólameistari og sagnfræðingur, sem kenn- ir. Hann var spurður hver aðdragandi þessa nám- skeiðs væri. „Hann er sá að við ákváðum að bjóða almenn- ingi upp á fjölbreytt nám- skeið um ýmsa þætti dag- legs lífs vegna þess að endurmenntun er sá þátt- ur sem vex hraðast í menntun yfirleitt á land- inu, og mun stóraukast á næstu árum. Við hjá Fjöl- brautaskólanum við Ármúla ætl- um að hasla okkur völl á þessu sviði. Björg Árnadóttir sem kenn- ir hjá okkur hélt svona námskeið fyrir Símenntunarmiðstöð Vest- urlands, sem var vel sótt. Hún fékk mig til þess að bjóða upp á svona námskeið í skólanum hjá okkur. Fjölbrautaskólinn í Ár- múla er tuttugu ára á þessu ári og af því tilefni verður fitjað upp á margvíslegum nýjunum.“ – Hvað ætlar þú að kenna á þessu námskeiði? „Við ætlum í fyrsta lagi að lesa nokkrar greinar sem hafa verið skrifaðar um þetta efni í fjölmiðla þar sem ýmsar skoðanir koma fram. Nú ætla ég svo sem ekki að fara að setja mig á háan hest og fordæma ýmislegt það sem birtist og mér líkar ekki, en við við ætlum að ræða um minningargreinar og hvað eigi að vera í slíkri grein til þess að hún geti talist góð, en um- fram allt hvað það sé sem ber að forðast að skrifa.“ – Hvað á ekki að skrifa? „Menn eiga ævinlega að hafa í huga að þeir eru að skrifa minn- ingargrein um þann sem látinn er. Menn verða að vera í hæfilegri fjarlægð frá þeim látna. Mér finnst t.d. óeðlilegt að menn skrifi um sína allra nánustu því þá er nándin orðin svo mikil að greinin verður þá fremur útrás fyrir sorg en minning um þann látna.“ – Hvað telur þú til allra nánustu ættingja? „Ég vil ekki að fólk skrifi um maka sína, foreldrar um börn og öfugt. Þetta er það nánasta. Mér finnst líka orka tvímælis að skrifa um smábörn sem deyja í hvítavoð- um vegna þess að þau eru eigin- lega ekki orðin sjálfstæðir ein- staklingar.“ – Hafa minningargreinar breyst mikið á undanförnum ár- um? „Já, þær hafa breyst. Það hefur dregið úr því að menn lýsi hinum látna og í sívaxandi mæli eru minningargreinar frásagnir þar sem sá sem ritar kemur jafnmikið við sögu og sá sem minnst er. Mér finnst líka að formið á greinunum hafi breyst, mikill hluti þeirra er nú skrifaður í bréfs- formi til hins látna. Það þykir mér heldur verra.“ – Af hverju? „Með því móti verða greinar miklu persónu- legri. Bréf eru í eðli sínu mjög persónulegur og frjáls- legur tjáningarmiðill. Í bréfum til kunningja og vina eru menn að segja fréttir af hinu og þessu. Þannig að minningargrein í þessu formi verður heldur laus í reipum, auk þess sem mér finnst hæpið að minnast látins manns með því að skrifa til hans bréf.“ – Finnst þér að fjölmiðlar ættu að setja strangari reglur um minningargreinar? „Já mér finnst það. Ég vildi að ritstjórn blaðanna setti niður ákveðnar reglur sem framfylgt væri. Til dæmis að taka fyrir að nánir aðstandendur, makar, for- eldrar og börn, skrifi um sína. Mér finnst jafnframt að það kæmi til álita að taka fyrir þetta bréfs- form og eitt atriði enn vildi ég nefna sem mér finnst orka tví- mælis og það er þegar syrgjendur birta frumort erfiljóð. Það lætur mjög að líkum að þessi ljóð eru ort í tilfinningalegu ójafnvægi. Þau geta verið vel ort en oftast finnst mér samt að þau væru betur geymd á skrifborðinu en prent- uð.“ – Mundir þú setja alla undir sama hatt í þessu, sum okkar bestu ljóð eru einmitt erfiljóð, t.d. kvæði Jónas Hallgrímssonar um Tómas Sæmundsson: Dáinn, horf- inn, harmafregn! „Erfiljóð eru gömul kveðskap- argrein hjá okkur og nægir að nefna Sonatorrek Egils Skalla- grímssonar í því sambandi. Mörg erfiljóð eru mjög góður kveðskap- ur þar sem fram kemur í senn snjöll mannlýsing og sár söknuð- ur. Mörg þeirra eru reyndar ort nokkru eftir að viðkomandi er far- inn þannig að aðeins hefur um gróið. Því er því ekki að neita að góð skáld yrkja oft snjöll kvæði í því tilfinningaróti sem verður þegar vinir kveðja.“ – Hvað er þetta langt námskeið? „Þetta eru níu kennslustundir og við ætlum að fara yfir ýmsilegt sem ritað hef- ur verið um minningar- greinar, lesa saman snjallar minn- ingargreinar sem birst hafa og síðan ætlum við að skiptast á skoðunum um þau sjónarmið sem ég mun halda á lofti um hvernig minningargrein eigi að vera og hvað beri að varast, án þess þó að ég ætli að sitja í dómarasæti, eins og fyrr sagði.“ Sölvi Sveinsson  Sölvi Sveinsson fæddist 10. maí 1950 á Sauðárkróki. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum á Akureyri 1970 og BA-prófi í íslensku og sögu frá Háskóla Íslands 1975. Cand. mag.-prófi í sögu 1980 frá HÍ og uppeldis- og kennslufræði frá sama skóla. Hann starfaði hjá Al- þingi og síðan við kennslu í Hagaskóla, Laugalækjarskóla og Fjölbrautaskólanum við Ármúla frá stofnun hans og er þar nú skólameistari. Sölvi er kvæntur Magneu Jóhannsdóttur sem vinnur hjá SP-fjármögnun og eiga þau tvo syni. Mér finnst óeðlilegt að menn skrifi um sína allra nánustu DREGIÐ hefur úr aðsókn í íþrótta- skólanum á Laugarvatni eftir að skól- inn var sameinaður Kennaraháskól- anum og námið var lengt úr tveimur árum í þrjú ár. Erlingur Jóhannsson, skorarstjóri íþróttaskorar KHÍ, segir að reynslan sýni að það dragi að jafn- aði úr aðsókn þegar námsbrautir eru lengdar. Hann segir að námið hafi verið eflt mikið að undanförnu og ver- ið sé að bæta aðstöðuna í skólanum. Við stofnun Kennaraháskóla Ís- lands, sem tók formlega til starfa 1. janúar 1998, var íþróttakennaranám- ið á Laugarvatni lengt úr tveimur ár- um í þrjú. Skólinn er ekki lengur sjálf- stæð stofnun en heitir nú íþróttaskor Kennaraháskólans. Jafnframt var námi við skólann breytt mikið. Nám- skrá var endurskoðuð og kröfur til nemenda auknar í samræmi við það að verið var að færa námið af fram- haldsskólastigi á háskólastig. „Skipulag og uppbygging námsins tekur fyrst og fremst mið af nýjum aðalnámskrám fyrir grunn- og fram- haldsskóla landsins. Einnig er leitast við að hafa innihald námsins sem allra fjölbreyttast því íþróttamenntaðir kennarar starfa á ýmsum vettvangi, meðal annars í skólum, við þjálfun íþróttafólks, þjálfun á heilsuræktar- stöðvum, þjálfun aldraða og við æsku- lýðsstörf og félagsmál hjá sveitar- félögum um land allt,“ segir á heimasíðu KHÍ um námið í íþrótta- skor. Skólinn ekki fullsetinn Á árum áður gat íþróttakennara- skólinn á Laugarvatni vart annað eft- irspurn, en skólinn var þá tveggja ára skóli. Skólinn getur tekið við 30 nem- endum á ári, en á síðasta ári sóttu ein- ungis tæplega 40 um skólavist og 26 hófu nám. Skólinn er því ekki fullset- inn. Skólinn brautskráði enga nem- endur á síðasta ári vegna þess að ver- ið var að lengja námið. Í vor mun skólinn útskrifa í fyrsta skipti íþrótta- fræðinga á háskólastigi. Þá útskrifast 33 nemendur. Erlingur Jóhannsson, skorarstjóri íþróttaskorar KHÍ, sagði að því væri ekki að neita að við lengingu á náminu hefði dregið úr aðsókn að skólanum. Þetta gerðist yfirleitt þegar nám væri lengt og væri alls ekki einsdæmi fyrir íþróttanámið. „Við erum með að mínu mati mjög framsækið og nútímalegt íþrótta- fræðinám. Við höfum eflt kennslu í forvörnum, heilsufræði og fleiri greinum sem ekki voru kenndir með- an skólinn var tveggja ára skóli,“ sagði Erlingur. Inntökuskilyrði í íþróttaskor eru þau sömu og gilda um allt annað nám í Kennaraháskóla Íslands, þ.e. stúd- entspróf eða sambærileg menntun. Erlingur sagði að það væri greini- legt að kennaranám almennt væri ekki eins vinsælt og það var á árum áður. Námsmönnum byðist nú að fara í eins til tveggja ára nám sem gæfi fólki möguleika á góðum launum að því loknu. Hann sagðist gera sér vonir um að nýir kjarasamningar kennara yrðu til að styrkja stöðu kennara- námsins í samkeppni við aðrar náms- brautir. Hann sagði að starfsvettvangur þeirra sem hefðu útskrifast úr skól- anum væri fjölbreyttur. Margir væru að sjálfsögðu við kennslu í skólum, en einnig störfuðu margir við þjálfun, á líkamsræktarstöðum, og fyrir íþróttahreyfinguna og að æskulýðs- og félagsmálum. Erlingur sagði aðeins hafa borið á því að menn hefðu ekki nægilegan skilning á mikilvægi menntunar í íþróttafræðum. „Á líkamsræktar- stöðvunum hefur borið dálítið á því að leiðbeinendur hafi einungis menntun sem þeir hafa fengið á helgarnám- skeiðum. Margar líkamsræktarstöðv- ar byggja að hluta til á sjálfmenntuðu fólki sem sér um þjálfun og ráðgjöf. Í þessu sambandi mætti auka sam- vinnu líkamsræktarstöðva og okkar.“ Erlingur sagði að skólinn væri að fara af stað með fjarnám fyrir þá sem útskrifast hefðu frá skólanum að loknu tveggja ára íþróttakennara- námi. Þeir sem ljúka því öðlast há- skólagráðu. Erlingur sagði að vissulega kæmi til greina að bjóða upp á meira val í náminu og þá einnig styttri náms- brautir. Hann sagði að frá og með næsta hausti yrði boðið upp á við íþróttaskor 45 eininga fjarnám á sviði tómstunda og félagsstarfs. Hann sagði að námið á Laugar- vatni hefði eflst verulega við að ganga inn í Kennaraháskólann. Kennarar sem störfuðu við KHÍ í Reykjavík kenndu einnig á Laugarvatni og öf- ugt. Unnið hefur verið að því að bæta alla aðstöðu við skólann á Laugar- vatni. Fyrir skömmu voru meðal ann- ars teknar í notkun átta íbúðir fyrir nemendur. Staðsetningin fælir ekki frá Erlingur sagði ekki hægt að neita því að það kostaði átak fyrir fólk að rífa sig upp og flytja til að stunda nám á Laugarvatni. Það hefði hins vegar marga kosti að vera á Laugarvatni. Hann kvaðst því telja að staðsetning- in fældi ekki fólk frá skólanum þegar málið væri skoðað í stærra samhengi. Dregur úr aðsókn í íþróttakennaranám
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.