Morgunblaðið - 23.01.2001, Blaðsíða 52
UMRÆÐAN
52 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MIKIÐ er rætt og
skrifað um Reykjanes-
brautina Ekki að
ástæðulausu. Hvert
hryllingsslysið eftir
annað með hörmuleg-
um afleiðingum. Það
fyrsta og eina sem
mönnum dettur í hug
er að tvöfalda akreinar
til að koma í veg fyrir
þessar hræðilegu
hörmungar. Sérhver
dauði skilur eftir sig
blæðandi tilfinningasár
hjá vinum og vanda-
mönnum í mislangan
tíma. Hjá sumum ævi-
langt. Slys á fólki skil-
ur eftir sig örkuml, oftast varan-
legt.
Það er svo undarlegt með okkur
Íslendinga að við keyrum eins og
siðmenntað fólk þegar við erum
undir stýri erlendis en um leið og
við erum lent á fósturjörðinni
hleypur einhver djöfull í okkur og
við keyrum eins og vitleysingar á
ofurhraða, hugsunarlaust. Við
sjáum ekki umferðarmerki né
virðum.
Því miður er ekki hægt að breyta
þessum hugsanagangi á svipstundu
þó það sé í raun æðsta ósk sérhvers
manns.
Þess vegna er það ekki raunhæft
eða einhliða vörn hér á landi að tvö-
falda akreinar. Það kallar á hraðari
akstur, fleiri framúrkeyrslur og tíð-
ari slys. Flest verða
þau til við framúrakst-
ur í hraðakstri, menn
sofna undir stýri eða
eru undir áhrifum
vímuefna. Þetta kemur
ekki til með að breyt-
ast við fleiri akreinar.
Slysum mun því stór-
lega fjölga. Það er ein-
faldlega rökrétt miðað
við óbreytt aksturlag.
Öll erum við að
hugsa um þessi mál til
að koma í veg fyrir
slysin eingöngu því að
eitt mannslíf er
dýrmætara í okkar
huga en þeir peningar
sem í stækkunina fara.
En hvað er þá til ráða?
Eftir því sem ég hugsa meira um
þessi mál þá er það mín sannfæring
að brautin eins og hún er í dag ræð-
ur við þá umferð sem um hana fer
nema á annatímum, þá myndast
þrengsli við inn- og útkeyrslur hjá
byggðakjörnum og það þarf að laga
hvort sem er.
Ég held að svarið við þessu núna
sé að byggja akrið á milli brautanna
alla leið. Það lokar fyrir fram-
úrakstur, ef þú blundar undir stýri
þá rekst þú í járnið og vaknar áður
en þú veldur slysi en dómgreind-
arlausir vímuvesalingar eru hvar
sem er jafnhættulegir.
En hvað um hraðann? spyrja
menn.
Því er til að svara að lágmarks-
hraði ætti að vera 90 km á klst. Há-
markshraði 100 km á klst. Hraðar
þarf enginn að fara og hægar ekki
heldur þannig að akstursskussar
valda ekki óþægindum. Ég geri mér
grein fyrir því að sumt fólk á erfitt
með að aka á 90 km hraða en það
ætti einfaldlega ekki að hafa þjóð-
vegarskírteini heldur bæjar- og
borgarskírteini. Margir sem keyra
hægt keyra sjaldan á sjálfir en fá
mjög oft á sig aftanákeyrslur eða
bílar eru stöðugt að þeytast fram úr
þeim með fyrrgreindum afleiðing-
um. Þeir eru í raun stórhættulegir
slysa- og tjónavaldar og ættu ekki
að hafa þjóðvegaskírteini af örygg-
isástæðum.
Ekki þarf að taka fram að hrað-
ann þarf að minnka niður við
byggðavegi og inn- og útkeyrslur.
Þessi breyting er sú eina sem
verulega getur fækkað slysum nið-
ur í algjört lágmark öðrum en þeim
sem virðast vera af ásetningi. Slíkt
fólk heldur áfram að keyra út í
hraun eða fara fram úr hægra meg-
in á mölinni með óhjákvæmilega
hörmunglegum afleiðingum.
Það ættu allir að geta sætt sig við
þennan hraða án þess að þurfa að
fara fram úr næsta bíl og kennir
okkur einnig að keyra á öðrum
þjóðvegum sem ekki eru síður vara-
samir.
En hvernig á þá að hafa eftirlit
með að farið sé eftir þessum settu
reglum?
Ég er mjög hrifinn að þeim varn-
aðarljósum sem blikka ef ekið er of
hratt og einnig eiga þau að geta
sýnt ef einhver ekur of hægt. Um
leið eru teknar myndir af þeim
seku. Það ætti að raða upp þessum
ljósum með hæfilegu millibili og
hafa þau tengd við umferðarlög-
reglubíla sem eru þarna á ferðinni
svo þeir geti gripið inn í jafnóðum
og sektað af karlmennsku. Gætu
verið í skúr á sitt hvorum enda.
Þessi framkvæmd kostar aðeins
brot af tvöföldun en mér finnst pen-
ingarnir skipta hér engu máli þegar
við erum að tala um mannslíf.
Það er einnig kostur við þessa
hugmynd að hægt er að fram-
kvæma hana strax í vetur og kom-
ast hjá þeim dauðaslysum sem
verða næstu 4 til 5 árin meðan verið
er að malbika þessar dauða- og
þjáningarbrautir
Er það ekki þess virði?
Tvöföldun á dauðaslysum
Reynir
Þorgrímsson
Umferðin
Hraðann, segir
Reynir Þorgrímsson,
þarf að minnka niður
við byggðavegi og
inn- og útkeyrslur.
Höfundur er framkvæmdastjóri.
ÞAÐ eru ekki mörg
ár síðan að velferð Ís-
lendinga byggðist öll á
svávarútvegi. Vissu-
lega skiptir sjávarút-
vegur íslenska þjóð
enn afar miklu máli og
er enn grundvöllur vel-
ferðarþjóðarinnar. Það
hefur verið ánægjulegt
að sjá á hvern hátt við
höfum nýtt hráefni úr
sjónum betur en við
gerðum fyrr. Það hef-
ur einnig verið
ánægjulegt að skynja
á hvern hátt þjóðin
hefur nýtt og neytt
fiskafurða sem töldust
fyrir fáeinum árum óætar og verð-
lausar afurðir. Hvað er það sem
m.a. hefur valdið þessari byltingu?
Einn þáttur í þessu er hið umdeilda
kvótakerfi, með kostum sínum og
göllum, sem á þarna stóran þátt.
Annað sem allt of sjaldan er rætt
um og bent á eru íslenskir mat-
reiðslumenn. Þeir hafa laðað fram
rétti úr íslenskum afurðum, bæði úr
sjávarfangi og íslenskum landbún-
aðarafurðum að heimsathygli hefur
vakið.
Matreiðslumeistarar og forsvars-
menn íslensks landbúnaðar hafa
þróað með sér um margt merkilegt
og gott samstarf þó enn megi gera
margfalt betur.
Hins vegar hefur íslenskur sjáv-
arútvegur ekki nýtt sér krafta þess-
ara meistara enn sem komið er sem
vera skyldi.
Norðmenn hafa fyrir löngu gert
sér grein fyrir verðmæti því sem
felst í norskum matreiðslumeistur-
um. Forsvarsmenn Norsks sjávar-
útvegs hafa nýtt sér krafta norskra
matreiðslumeistara til fullnustu.
Hvar sem norskar fiskafurðir eru
kynntar í heiminum eru norskir
matreiðslumeistarar alls staðar í
fararbroddi. Er það e.t.v. þess
vegna sem fólk sér norskan lax víða
um heiminn t.d. bæði á matsölustöð-
um og í matvöruversl-
unum í New York svo
dæmi séu nefnd? Ég
var á dögunum að
borða á norsku veit-
ingahúsi, einmitt fisk
frá Noregi. Þegar ég
hafði lokið við matinn,
stóð á diskinum,
,,Norskur fiskur fram-
reiddur af norskum
matreiðslumönnum“.
Er ekki kominn tími
til að íslenskir fisk-
framleiðendur nýti
krafta íslenskra kokka
á erlendri grund? Þótt
ég hrósaði hér sam-
starfi Klúbbs mat-
reiðslumeistara og Íslensks land-
búnaðar, þurfum við að gera enn
betur. Það er þyngra en tárum taki
að ekki tókst í tíma að ganga svo frá
hnútunum að íslenskt lambakjöt
yrði sem aðalréttur í einni virtustu
og glæsilegustu keppni í heiminum
sem fram fer í dag og á morgun í
Lyon í Frakklandi, en keppnin heit-
ir Bocuse d’Or. Ég gerði ítrekaðar
tilraunir til þess að aðstoða íslenska
matreiðslumenn til þess að lamba-
kjöt yrði sem aðalréttur í þessari
keppni. En kerfið okkar var of sein-
virkt. Þetta kostaði Íslenskan land-
búnað aðeins litlar 10 milljónir sem
eru smáaurar miðað við þá 40 millj-
arða sem við höfum varið til útflutn-
ings á lambakjöti frá árinu 1960.
Nútíminn byggist á hraða tölvu-
tækninnar. Því miður verður lamba-
kjötið í keppninni frá Frakklandi en
ekki Íslandi. En við megum aldrei
aftur láta svona tækifæri fram hjá
okkur fara aftur. Í Boucuse d’Or
keppninni keppa 22 sérvaldir mat-
reiðslumeistarar á heimsmæli-
kvarða og dæmin sanna að aðalrétt-
ur keppninnar hefur alltaf náð
sérstökum vinsældum á þeim veit-
ingahúsum sem keppendurnir vinna
á. Ekki dugar að leggjast í þung-
lyndi yfir því þótt þessi orrusta hafi
tapast. Við eigum að gleðjast yfir
því að nú í annað sinn keppir Ís-
lendingur í Bocuse d’Or í þessari
keppni, hann heitir Hákon Már
Örvarsson, yfirmatreiðslumaður á
Hótel Holti. Fyrir tveimur árum
keppti Sturla Birgisson yfirmat-
reiðslumaður á Perlunni. Nú er að
sjá hvernig okkar maður stendur
sig. Matvælaframleiðendur, hvort
heldur er í landbúnaði eða í sjávar-
útvegi, verða að nýta sér þann
töframátt markaðssetningar sem
felst í starfi Klúbbs matreiðslu-
meistara. Látum ekki gömul mistök
síðustu áratuga í markaðssetningu
íslenskra landbúnaðarafurða er-
lendis koma í veg fyrir það. Ég er
sannfærður um að áður en langt um
líður opnast enn fleiri dyr fyrir ís-
lenskt lambakjöt sem hágæðavöru á
erlendri grund, þegar hefur opnast
glufa í þeim útflutningi. Umræðan
um kúariðu erlendis, innflutning til
Íslands á erlendum kjötafurðum
undirstrikar og vekur enn frekari
athygli Íslendinga og annarra þjóða
á því hve heilnæma matvöru ís-
lenskir bændur framleiða hvort
heldur er kjötmeti, grænmeti eða
mjólkurvara. Á sama hátt er ís-
lenskur fiskur í sérflokki. Nýtum
þau tækifæri sem framleiðsla þess-
ara vara gefur. Nýtum krafta ís-
lenskra matreiðslumeistara og kjöt-
iðnaðarmanna í markaðssetningu
þessara verðmæta.
Nýtum krafta íslenskra
matreiðslumeistara í
útflutningi matvöru
Ísólfur Gylfi
Pálmason
Matreiðsla
Er ekki kominn tími
til, spyr Ísólfur Gylfi
Pálmason, að íslenskir
fiskframleiðendur nýti
krafta íslenskra kokka
á erlendri grund?
Höfundur er alþingismaður.
EINHVERN tíma í
vetur ræddi ég við
Magnús Jónsson veð-
urstofustjóra um at-
hugun sem ég hefði
gert á því hvernig
vindaspár á landinu
stæðust. Mér taldist
svo til að á allt að því
tveimur af hverjum
þremur veðurstöðvum
væri vindhraðinn að
jafnaði fyrir neðan
það bil sem spáð hefði
verið hverju sinni.
Magnús tók þessu vel,
og í framhaldi af því
setti hann upp ábend-
ingu til manna sinna
um að gæta að þessu vandamáli.
Þetta var myndarlega gert. Ekki
bar það þó neinn árangur í spán-
um. Þegar það kom í ljós taldi ég
rétt að setja smágrein í Morgun-
blaðið og vekja athygli á þessari
ónákvæmni spánna. Með því var ég
í rauninni að hlaupa undir bagga
með honum. Um leið benti ég á ein-
falda aðferð til að bæta úr þessum
ágalla svo að nærri 90% spánna
yrðu innan þeirra marka sem spáð
er, að minnsta kosti fyrstu klukku-
stundirnar eftir að spáin er gefin
út.
En nú hefur Magnús svarað
þessari grein minni og skipt um
skoðun. Hann telur það hreinlega
til marks um að vindaspárnar séu í
samræmi við raunveruleikann að
þær standist ekki nema í þriðja
hvert skipti. Ég trúði varla mínum
eigin augum að hann skyldi ekki
hafa meiri metnað fyrir hönd Veð-
urstofunnar.
Rök Magnúsar fyrir því að
spárnar þurfi ekki að vera betri en
þetta standast ekki.
Hann segir að vísu
réttilega að vindaspá-
in eigi að lýsa því á
hvaða bili reiknað er
með að vindhraði
verði á opnu svæði þar
sem skjól af landslagi,
mannvirkjum eða
gróðri hefur lítil áhrif.
En vindathuganir á
veðurstöðvum eru ein-
mitt gerðar við þau
skilyrði sem þarna er
lýst, hvort sem mæl-
ing er gerð í 10 metra
hæð á bersvæði eða
vindhraði í þeirri hæð
metinn eftir viður-
kenndu samhengi milli slíkra mæl-
inga og mats á vindstigum á sama
stað. Samkvæmt þessu ætti sem
sagt að gæta þess að sem allra
fyllst samræmi sé milli vindathug-
ana og vindspánna. Engin afsökun
er fyrir því að villa um fyrir not-
endum spánna með því að snið-
ganga meirihluta allra vindathug-
ana. Ég er sannfærður um að
Magnús sér þetta, eins og góð við-
brögð hans í vetur sýndu, þó að
honum finnist nú að hann þurfi að
bera blak af frammistöðu spádeild-
ar í þessu efni. En enginn er minni
maður þó að hann taki réttmætum
ábendingum annarra.
Það kemur þessu máli ekki mikið
við að síðastliðin ár hefur Veður-
stofan gert prófanir á því hvernig
spár rætast fyrir nokkrar stöðvar á
landinu. Þar er ekki um að ræða
samanburð við íslensku spárnar,
heldur erlendar tölvuspár.
Það sýnir sig líka að þessar próf-
anir hafa engu skilað til að bæta úr
þeim ágöllum á spám Veðurstof-
unnar sem hér hafa verið gerðir að
umtalsefni. En þess má minnast að
hér hefur einungis verið fjallað um
einn þátt í gæðaeftirliti íslensku
spánna, þátt sem alþjóð getur
dæmt um á einfaldan hátt með því
að hlusta á veðurfregnir. Þessu
þarf að sinna betur og það verður
ekki gert með því einu að segja að
ég sé að kasta grjóti úr glerhúsi.
Þeirri ásökun sé ég enga ástæðu til
að svara.
Um vindaspár
Páll
Bergþórsson
Höfundur er fyrrverandi
veðurstofustjóri.
Veðurfræði
Þessu þarf að sinna
betur og það verður
ekki gert með því einu,
segir Páll Bergþórsson,
að segja að ég sé að
kasta grjóti úr glerhúsi.