Morgunblaðið - 23.01.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
2 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.isJórdanar óska eftir landsleik
í knattspyrnu/B8
Dómarar sendir heim frá HM
í handknattleik/B16
16 SÍÐUR48 SÍÐUR
Sérblöð í dag
Á ÞRIÐJUDÖGUM
Þjónustusamningar við einka-
aðila um rekstur heimila
Barnaverndarstofu bárust hátt í
hundrað umsóknir um meðferðar-
vistun barna og ungmenna árið 1999.
Sótt var um vistun vegna hegðunar-
erfiðleika, afbrota og vímuefna-
neyslu. Þar er um tæpa fjórðungs-
ÁRIÐ 1999 bárust barnaverndar-
nefndum landsins tilkynningar
vegna tæplega 2.700 barna eða að
meðaltali 7 barna á hverjum einasta
degi ársins. Hátt í 40% þessara til-
kynninga voru vegna háttsemi
barnanna sjálfra, og hefur það hlut-
fall farið ört hækkandi á síðustu ár-
um. Afskipti nefnda vörðuðu tæp-
lega 3.000 börn sama ár eða 39 börn
af hverjum þúsund.
Þetta er meðal þess sem fram
kemur í aðfaraorðum Braga Guð-
brandssonar, forstjóra Barnavend-
arstofu, í skýrslu um starfsemi henn-
ar og barnaverndarnefnda á Íslandi
árin 1996 til 1999. Skýrslan er unnin
upp úr tölum ársskýrslna barna-
verndarnefnda landsins sem Barna-
verndarstofa innheimtir.
aukningu frá árinu 1997 að ræða en
það ár var ákvörðun um hækkun
sjálfræðisaldurs tekin. 117 börn voru
í meðferð á vegum Barnaverndar-
stofu árið 1999 og 65 voru vistuð í
neyðarvistun. Börnum í meðferð
hafði þannig fjölgað um 43% og
börnum í neyðarvistun fjölgað um
36% miðað við árið 1997.
Nýrri skipan í meðferðarmálum
barna hefur verið hrint í framkvæmd
þar sem rekstrarformi hefur verið
breytt, ríkisrekstur minnkaður og
þjónustusamningar við einkaaðila
gerðir. Í upphafi starfs Barnavernd-
arstofu runnu 24% af heildarrekstr-
arkostnaði vegna meðferðar barna
til einkarekinna heimila en 76% til
ríkisrekinna. Þetta hlutfall hefur nú
snúist við og á árinu 1999 var 70%
heildarrekstrarkostnaðar ráðstafað
til heimila sem starfrækt voru sam-
kvæmt þjónustusamningi við Barna-
verndarstofu.
Nú eru aðeins Stuðlar, meðferð-
arstöð ríkisins fyrir unglinga, ríkis-
reknir en öll átta langtímameðferð-
arheimilin rekin samkvæmt þjón-
ustusamningum.
Barnaverndarnefndum bárust erindi vegna 2.700 barna árið 1999
Sjö tilkynn-
ingar á dag
IÐNAÐARMENN hafa síðustu daga
slegið upp fyrir útveggjum á flug-
turninum við Reykjavíkurflugvöll
þar sem áður voru svalir. Þorgeir
Pálsson flugmálastjóri sagði að-
spurður að verið væri að færa út
sjöundu hæðina, sem áður var inn-
dregin.
Þar sem framundan voru viða-
miklar viðgerðir á þaki hússins á
sjöttu hæðinni var ákveðið að
stækka þá sjöundu og gera hana
jafna hinum hæðunum. Sjötta hæð-
in hefur staðið auð nokkur undan-
farin ár vegna mikils leka og því
verða í raun tvær hæðir nothæfar
en ekki ein þegar byggingu lýkur.
Inngangur í turninn verður einnig
lagfærður og er kostnaður við við-
gerðirnar og nýbygginguna 40
milljónir.
Þorgeir segir aukið rými vera vel
þegið þar sem þrengsli á skrif-
stofum hafi verið mikil og sumir
starfsmenn Flugmálastjórnar þurft
að leita yfir í slökkvistöð eftir skrif-
stofuhúsnæði. Áætluð verklok eru í
maí.
Aukið rými
kemur sér vel
Morgunblaðið/Árni Sæberg
HAFIST verður handa við að stöðva
olíuleka úr El Grillo í Seyðisfirði á
þessu ári. Ólafur Sigurðsson bæjar-
stjóri segir að útboðsgögn verði tilbú-
in í byrjun næsta mánaðar og verkið
boðið út 10. febrúar. Á næstu dögum
hefst kynning á framkvæmdunum á
Netinu, sem stendur yfir í um hálfan
mánuð. Gert er ráð fyrir að tilboðin
verði opnuð um miðjan mars og á tím-
anum 5.–10. apríl verði tekin ákvörð-
un um að hvaða tilboði verði gengið.
20. apríl er stefnt að því að ganga frá
verksamningi við verktaka. Verkið er
boðið út víða um heim og er m.a. búist
við tilboði frá fyrirtæki í Kanada.
Ólafur segir að gangi allt að óskum
gætu framkvæmdir við fiskeldi í firð-
inum hafist á þessu ári en þó í litlum
mæli í fyrstu. Olía í El Grillo verði
fjarlægð löngu áður en fiskeldi hefjist
þar. Gert er ráð fyrir að það taki um
einn mánuð að fjarlægja olíuna úr
tönkum skipsflaksins. Ráðgert er að
hefja verkið í september nk. 100
milljónum króna er ráðstafað til
verksins á fjáraukalögum.
Bæjarstjórn Seyðisfjarðar barst á
dögunum nafnlaust bréf þar sem lýst
er yfir áhyggjum vegna olíuleka úr
skipsflakinu El Grillo og áforma um
laxeldi í firðinum. Afrit af bréfinu var
sent Morgunblaðinu. Ólafur Sigurðs-
son, bæjarstjóri á Seyðisfirði, segir
að orðsendingar sem berist óundirrit-
aðar séu ekki teknar til afgreiðslu hjá
bæjarstjórninni. Auk þess sé málið í
sínum farvegi og hreinsun flaksins
verði boðin út 10. febrúar nk., eins og
áður segir.
Í orðsendingunni segir m.a. að
gerðar séu miklar kröfur til allrar
matvælaframleiðslu, ekki síst þær að
umhverfið sé hreint og ómengað.
Ekki sé víst að olía frá El Grillo hafi
áhrif til hins verra fyrir matvæla-
framleiðslu í sjó á Seyðisfirði en
vandamálið sé fyrir hendi og skemmi
ímynd sjávar í firðinum. Ímynd sé
farin að skipta afar miklu máli í þess-
um efnum. Fiskeldi í Seyðisfirði gæti
því hæglega haft slæm áhrif á annað
fiskeldi á Íslandi vegna markaðs-
mála.
Ólafur kveðst helst hallast að því
að orðsendingin sé runnin undan rifj-
um náttúruverndarsinna sem vilji
koma höggi á bæjarstjórnina á Seyð-
isfirði. Bæjarstjórnin hafi látið að því
liggja að hún hafi ekki fengið stuðn-
ing slíkra samtaka til að fjarlægja
olíuna úr El Grillo.
Hreinsun El
Grillo boðin út
10. febrúar
ÓSKAÐ var eftir aðstoð lög-
reglunnar í Hafnarfirði á laug-
ardag en þar hafði villiköttur
komist inn í íbúðarhús og ráð-
ist á húsbóndann.
Eftir talsvert umstang tókst
lögreglumönnum að handsama
köttinn.
Kötturinn var síðan aflífað-
ur en húsbóndinn þurfti að
leita sér læknisaðstoðar eftir
átökin.
Villikött-
ur réðst
á mann
FORRÁÐAMENN Íslenska ál-
félagsins, ÍSAL, í Straumsvík vilja
ekki tjá sig um atkvæðagreiðslu
starfsmanna fyrirtækisins sem
felldu nýgerða kjarasamninga við
Samtök atvinnulífsins í síðustu viku.
Samningurinn kvað á um 21% hækk-
un launa á samningstímanum, en
auk þess var samið um nýja launa-
þætti sem gætu gefið starfsmönnum
allt að 10–15% viðbótarhækkanir.
Haldnir voru um 50 samningafundir
frá því í lok september sl.
Trúnaðarmenn og forystumenn
stéttarfélaganna héldu innbyrðis
fund í gær og til stendur að fundur
verði milli deiluaðila nk. fimmtudag.
Hannes G. Sigurðsson, aðstoðar-
framkvæmdastjóri Samtaka at-
vinnulífsins, segir að engin ákvörðun
hafi verið tekin um að vísa deilunni
til ríkissáttasemjara.
„Hugsanlega hefur gefist of lítill
tími til kynningar á kjarasamningn-
um. Það leið einungis vika frá því
undirritað var þar til atkvæða-
greiðslu átti að ljúka. Þar sem í
samningnum er að finna nokkur
flókin atriði hefði mátt gefa þessu
lengri tíma,“ segir Hannes.
Kjaradeila ÍSAL og Samtaka atvinnulífsins
Stefnt að samningafundi
næsta fimmtudag