Morgunblaðið - 23.01.2001, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 23.01.2001, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2001 61 Meistaraprófsfyrirlestur um þarf- ir foreldra fyrirbura á vökudeild. Fimmtudaginn 25. janúar kl. 15 mun Herdís Gunnarsdóttir gangast undir meistarapróf við hjúkrunar- fræðideild Háskóla Íslands og halda fyrirlestur um verkefni sitt: Þarfir foreldra fyrirbura á vöku- deild og stuðningur hjúkrunar- fræðinga. Leiðbeinandi hennar er dr. Guðrún Kristjánsdóttir, dósent, hjúkrunarfræðideild HÍ. Prófdóm- arar verða Helga Bragadóttir, sviðsstjóri Landspítala-Hring- braut, og Marga Thome, dósent hjúkrunarfræðideild HÍ. Fyrirlest- urinn fer fram í stofu 6 (salnum) á 1. hæð í Eirbergi. Sannar frásagnir Föstudaginn 26. janúar kl. 15 mun Herdís Sveinsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræð- inga og dósent við hjúkrunarfræði- deild Háskóla Íslands, halda opinn fyrirlestur í hátíðasal Háskóla Ís- lands. Heiti fyrirlestrarins er „Sannar frásagnir: Um mótsagna- kenndar niðurstöður rannsókna á líðan kvenna fyrir blæðingar“. Fyr- irlesturinn byggist á doktorsrit- gerð Herdísar sem hún varði við háskólann í Umeå í Svíþjóð á síð- asta ári. MS-fyrirlestur í Málstofu efna- fræðiskorar Föstudaginn 26. janúar kl. 12.20, í stofu 158, VR-II, Hjarðarhaga 4-6, mun Magnús Hlynur Haralds- son, efnafræðiskor, Hákóla Ís- lands, flytja erindið: „Efnasmíði málmefnasambanda með rúmfrek- um C5Me4(p-C6H4Y)-tenglum“. Allir velkomnir. Fimmtánda Rask-ráðstefna Ís- lenska málfræðifélagsins Laugardaginn 27. janúar nk. verður fimmtánda Rask-ráðstefna Íslenska málfræðifélagsins haldin í fundarsal Þjóðarbókhlöðunnar. Ráðstefnan hefst klukkan 11 og flytja sex fræðimenn fyrirlestra. Þeir eru: Jón G. Friðjónsson: Þýð- ing Biblíunnar, Magnús Snædal: Gotneska lýsingarorðið kaurus* ’þungur’ og hugsanlegir ættingjar þess í íslensku, Matthew Whelp- ton: The structure of processes: the problem of purpose clauses in English, Jón Axel Harðarson: Hvað tekur við eftir dauðann? Um u-hljóðvarp í íslenzku, Mörður Árnason og Kristín Bjarnadóttir: Kynning á hinni nýju tölvuútgáfu Íslenskrar orðabókar. Tilkynning um nám í ljósmóð- urfræði háskólaárið 2001-2002 Frestur til að sækja um innritun til náms í ljósmóðurfræði rennur út 15. mars 2001. Inntökuskilyrði er próf í hjúkrunarfræði, viðurkennt í því landi þar sem námið var stund- að og íslenskt hjúkrunarleyfi frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu. Hjúkrunarfræðingar sem ekki hafa lokið BS-prófi þurfa að ljúka 16 eininga fornámi. Umsókn- areyðublöð og nánari upplýsingar gefur: Lára Erlingsdóttir, fulltrúi, ljósmóðurfræði, eftir hádegi alla virka daga, á skrifstofu hjúkrunar- fræðideildar, Eirbergi, Eiríksgötu 34, 101 Reykjavík. Sími: 525-4217. Netfang: lara@hi.is Námskeið Endurmenntunar- stofnunar HÍ Vefsetur: www.endurmenntun- .is Í samstarfi við ReykjavíkurAka- demíuna: Undirbúningur lokaverk- efnis á háskólastigi. Aðferðir, upp- bygging og frágangur. Markmið: að gera nemendur hæfari til að takast á við lokaverkefnið og vinna skipulega. Aðferðir, uppbygging, skipuleg úrvinnsla og frágangur. Kennarar: Steinunn Hrafnsdóttir félagsráðgjafi og MA í stjórnun og Þórunn Sigurðardóttir MA í ís- lenskum bókmenntum. Tími: 22. og 24. jan. kl. 17-20. Í samstarfi við Menntunarnefnd FLE: Skattamál – Nýlegar breyt- ingar. Nýlegar breytingar á lögum um tekju- og eignarskatt. Einnig breytingar á öðrum lögum sem varða skatta og atriði sem tengjast framtalsgerð. Kennari: Árni Tóm- asson viðskiptafræðingur, löggiltur endurskoðandi hjá Deloitte og To- uche og stundakennari við HÍ. Tími: 23. jan. kl. 16-19. Íslenski þroskalistinn. Íslenski þroskalistinn er nýtt matskerfi til að meta vitsmuna- og hreyfiþroska 3-6 ára barna. Farið í aðalatriði í þroskaprófum og þjálfun í að reikna út úr prófinu og túlka nið- urstöður. Kennarar: Einar Guð- mundsson sálfræðingur, forstöðu- maður Rannsóknastofnunar uppeldis- og menntamála og Sig- urður J. Grétarsson sálfræðingur, dósent við HÍ. Tími: Fös. 26. jan. kl. 9-16. Í samstarfi við Íslenska erfða- greiningu: Uppruni Íslendinga Nýjar upplýsingar um arfgerðir landnámsmanna. Mannerfðafræðin opnar nýja möguleika í rannsókn- um á sögu og fornleifum og því er nærtækt að spyrja hvort niðurstöð- ur Íslenskrar erfðagreiningar á uppruna Íslendinga breyti ein- hverju um söguskilning okkar og sjálfsmynd og hvernig þeim ber saman við niðurstöður rannsókna annarra fræðigreina. Meðal fyrir- lesara eru líffræðingar, mannfræð- ingar og sagnfræðingar. Umsjón: Eiríkur Sigurðsson líffræðingur, upplýsingadeild Íslenskrar erfða- greiningar. Fyrirlesarar: Ýmsir sérfræðingar á sviði erfðafræði, mannfræði og sagnfræði Tími: 27. jan. kl. 10-16. Í samvinnu við fósturgreining- ardeild kvennadeildar Landspítal- ans: Nýjungar í fósturgreiningu – Ómskoðanir og lífefnafræðileg skimun. Lífefnafræðileg skimun hefur bæst við sem leið til að finna afbrigðilegar þunganir. Helstu nýj- ungar í fósturgreiningu kynntar, sérstaklega m.t.t. aðstæðna á Ís- landi. Umsjón: Hildur Harðardótt- ir læknir á fósturgreiningardeild kvennadeildar Landspítalans. Tími: 27. jan. kl. 9-17. Dagbók Háskóla Íslands ORKUÞING 2001 verður haldið 11. til 13. október nk. á Grand Hóteli í Reykjavík. Þar verður fjallað um flesta þætti orkumála, stöðu þeirra, rannsóknir og framtíðarsýn. Orku- þing voru haldin 1981 og 1991. Fjöl- margir aðilar sem tengjast orkumál- um standa að þinginu og Samorka, sem eru samtök orkufyrirtækja, mun sjá um framkvæmdina. Þeir sem hafa áhuga á að koma með efni sem tengist efni þingsins vinsamleg- ast hafi samband við Maríu J. Gunn- arsdóttur, Samorku. Einnig má senda inn hugmyndir að efni á tölvupóstfangið mariaj@samorka.is. Orkuþingið ber yfirskriftina Orkumenning á Íslandi – grunnur til stefnumótunar og er þá verið að vísa til þess að góð umgengni og nýting á orkulindum sé orkumenn- ing og verði höfð að leiðarljósi við stefnumótun orkumála framtíðar- innar. Á þinginu verður fjallað um sem flesta þætti orkumála. Einnig verður skipulögð dagskrá fyrir al- menning til að kynna tengsl orku og daglegs lífs. Umfjöllunarefni Orkuþings eru m.a. staða og framtíð orkumála, orkurannsóknir og orka á Íslandi, orkunýting og náttúruvernd, nýjar orkulindir, nýir nýtingarmöguleik- ar, ný orkutækni, markaðsvæðing orkugeirans, fjármögnun orkufram- kvæmda, áhrif náttúruhamfara á veitumannvirki, orkumenning, orku- notkun og orkusparnaður. Hluti af ráðstefnunni verður skipulagður fyrir almenning og nemendur skóla fengnir til að taka þátt í umræðufundum um orkumál, ljósmyndasamkeppni og sýningum er tengjast orkunotkun og bættri orkumenningu. Samkeppni verður um það orkumannvirki sem fellur best að umhverfinu. Frekari upplýs- ingar um ráðstefnuna má fá á heimasíðunni www.samorka.is/ orka2001. Orkuþing undirbúið Þroskaþjálfafélag Íslands Þroskaþjálfafélag Íslands heldur félagsfund þann 24. janúar á Grand Hóteli Reykjavík kl. 20.00. Fundurinn verður í Gallerí salnum. Umræðuefni fundarins: 1. Starfsmenntunarsjóður. 2. Orlofssjóður. 3. Önnur mál. Stjórnin. TIL SÖLU Pallanet Þrælsterk og meðfærileg. Hentug í skjólgirðingar. Rúllur 3x50 m og 2x50 m. Verð á fm 112,00 m. vsk. HELLAS, Suðurlandsbraut 22, s. 551 5328, 568 8988, 852 1570, 892 1570. TILKYNNINGAR Mosfellsbær Breyting á aðalskipu- lagi Mosfellsbæjar í Mosfellsdal Á fundi bæjarstjórnar þann 8. nóvember 2000 var samþykkt kynning á tillögu að breytingu á aðalskipulagi Mosfellsbæjar í samræmi við 1. mgr. 21. gr skipulags- og byggingalaga, nr. 73/1997. Breytingin felst í því: a) Að landnotkun í Mosfellsdal, á svæði sem afmarkast af Þingvallavegi til norðurs, vegi að Æsustöðum til vesturs, landi Haða- staða til austurs og vegi neðan Æsustaða- fjalls til suðurs, er breytt úr notkun til land- búnaðar í blandaða landnotkun land- búnaðar- og íbúðarsvæðis skv. skilgrein- ingu í greinargerð, gr. 3.2.5. með aðal- skipulagi um landnotkun á blönduðu svæði í Mosfellsdal. Tillagan verður til sýnis í afgreiðslu bæjar- skrifstofu Mosfellsbæjar, Þverholti 2, fyrstu hæð, frá kl. 8—15.30 alla virka daga, frá 24. janúar 2001 til 22. febrúar 2001. At- hugasemdir, ef einhverjar eru, skulu hafa borist skipulags- og byggingarnefnd Mos- fellsbæjar fyrir 12. mars 2001. Þeir, sem ekki gera athugasemdir inn- an tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunni. Bæjarverkfræðingurinn í Mosfellsbæ. ÝMISLEGT Diskótek Sigvalda Búa Tek að mér öll böll og uppákomur. Allar græjur og tónlist fylgja. Diskótek Sigvalda Búa, nýtt símanúmer er 898 6070. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Þorrablót Samfylkingarinnar Samfylkingin í Suðvesturkjördæmi heldur þorrablót í Gaflinum í Hafnarfirði laugardaginn 27. janúar. Glæsilegt þorrahlaðborð og úrvals skemmtiatriði. Miðapantanir hjá Samfylking- unni í Hafnarfirði í síma 555 0499. Húsið opnað kl. 22.00 fyrir aðra en matargesti. Allir velkomnir. R A Ð A U G L Ý S I N G A R TIL LEIGU Skrifstofuaðstaða til leigu í Húsi Verslunarinnar, Kringlunni. Til leigu 1—3 góð samliggjandi herbergi. Vandað húsnæði með tölvulögnum. Sameigin- leg afnot af fundarherbergi og móttöku. Upplýsingar hjá Lögfræðiþjónustunni ehf. í síma 520 5588. Til leigu 360 — 400 fm atvinnuhúsnæði á Smiðjuvegi 36. Upplýsingar gefur Kristinn í símum 554 6499 og 893 0609. SNYRTISTOFAN Dekurhornið hefur flutt í nýtt húsnæði í Faxa- feni 14, þar sem heilsuræktin Hreyfing er til húsa. Dekurhornið hefur undanfarin fimm ár starfað sem almenn snyrtistofa, en með flutningunum verður sú breyting á að einnig verður boðið upp á hársnyrtingu. Einnig er í undirbúningi heimasíða þar sem hægt verður að panta tíma. Slóðin á heimasíðuna er www.dekurhornid.is. Starfsfólk Dekurhornsins notar og selur vörur frá No Name, Gatineu, Mat- rix, Joico og Gehwol. Dekurhornið er opið frá 9-18 alla virka daga og frá 10-14 á laug- ardögum og viðskiptavinir stof- unnar geta nýtt sér barnapössun Hreyfingar gegn vægu gjaldi. Dekurhorn- ið flytur í Faxafen Starfsfólk Dekurhornsins: Gréta Sigfúsdóttir, Jenný Sig- fúsdóttir hársnyrtir, Vigdís Vignisdóttir snyrtifræðingur og Þórdís Ingadóttir, snyrti- og förðunarfræðingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.