Morgunblaðið - 23.01.2001, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 23.01.2001, Blaðsíða 70
DAGBÓK 70 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Arn- arfell kemur og fer í dag. Goðafoss kemur í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Hamrasvanur og Sel- foss koma í dag, Hvíta- nes og Marina fara í dag. Fréttir Kattholt. Flóamarkaður í Kattholti, Stangarhyl 2, opinn þriðjud. og fimmtud. frá kl. 14–17. Mæðrastyrksnefnd Kópavogs. Hamraborg 20a. Fataúthlutun kl. 17–18. Mannamót Aflagrandi 40. Enska kl. 10 og kl. 11. Árskógar 4. Kl. 9 búta- saumur og handavinna, danskennsla kl. 9.30, kl. 9–12 bókband, kl. 13 opin smíðastofan og brids, kl. 10 Íslands- banki opinn, kl. 13.30 opið hús spilað, teflt o.fl., kl. 9 hár- og fót- snyrtistofur opnar. Danskennsla hefst þriðjudaginn 9. janúar kl. 9.30. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 böðun, kl. 9–9.45 leik- fimi, kl. 9–12 tréskurð- ur, kl. 9–16 handavinna og fótaaðgerð, kl. 10 sund, kl. 13–16 leirlist, kl. 14 dans. Þorrablót verður haldið föstudag- inn 26. janúar kl. 17. Þóra Ágústsdóttir og Bjarni Aðalsteinsson kveðast á. Bragi Þór Valsson syngur við und- irleik Þóru Fríðu Sæ- mundsdóttur. Kvenna- kór Félagsþjónustunnar syngur undir stjórn Guðbjargar Tryggva- dóttur. Ragnar Leví og félagar leika fyrir dansi. Salurinn opnaður kl. 16.30. Skráning í síma 568-5052 fyrir föstudaginn 26. janúar. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18-20. Kl. 9 hárgreiðsla, og böðun, kl. 10 samverustund, kl. 14 félagsvist. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð- un, kl. 10 hársnyrting, kl. 13 föndur og handa- vinna. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Brids og saumar kl. 13.30. Línudans í fyrra- málið kl. 11. Byrjendur velkomnir. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan er opin virka daga frá kl. 10 til 13. Matur í há- deginu. Skák kl. 13.30 og alkort spilað kl. 13.30. Miðvikudagur: Göngu-Hrólfar fara í létta göngu frá Ásgarði, Glæsibæ, kl. 10. Baldvin Tryggvason verður til viðtals um fjármál og leiðbeiningar um þau mál á skrifstofu FEB fimmtudaginn 25. jan- úar kl. 11–12. Panta þarf tíma. Eldri borg- urum hefur verið boðið í heimsókn í Prent- smiðjuna Odda fimmtu- daginn 25. janúar. Lagt verður af stað frá Ás- garði, Glæsibæ, félags- heimili FEB, kl. 14. Takmarkaður fjöldi, en skráning fer fram á skrifstofu FEB, sími 588-2111. Breyting hef- ur orðið á viðtalstíma Silfurlínunnar. Opið verður á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 10 til 12 f.h. Upplýs- ingar á skrifstofu FEB í síma 588-2111 frá kl. 10 til 16. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9-16.30 vinnustofur opnar, kl.13 boccia, vet- ingar í kaffihúsi Gerðu- bergs. Glerskurður hefst þriðjudaginn 6. febrúar umsjón Helga Vilmundardóttir. Mynd- listasýning Ólafs Jak- obs Helgasonar verður opnuð föstudaginn 26. janúar. Allar upplýs- ingar um starfsemina á staðnum og í síma 575- 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Leikfimi kl. 9.05, kl. 9.50 og kl. 10.45, kl. 9.30 gler- og postulíns- málun, handavinnustofa opin, leiðbeinandi á staðnum frá kl. 10–17, kl. 13.30 skák, kl. 14 boccia, kl. 14.30 enska, þriðjudagsganga fer frá Gjábakka kl. 14. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.15 postulíns- málun, kl. 10 jóga og ganga, kl. 13–16 handa- vinnustofan opin, leið- beinandi á staðnum, kl. 14 boccia. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun, fótaaðgerðir og leikfimi, kl. 9.45 banka- þjónusta, kl. 13 handa- vinna og hárgreiðsla. Hraubær 105. Kl. 9– 16.30 postulínsmálun, kl. 9–17 fótaaðgerðir, kl. 9–12 glerskurður, kl. 9.45 boccia, kl. 11 leik- fimi, kl. 12.15 versl- unarferð í Bónus, kl. 13–16.30 myndlist, kl. 13–17 hárgreiðsla. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 opin vinnustofa, tré- skurður og fleira, kl. 9– 17 hárgreiðsla, kl. 10 leikfimi, kl. 12.45 Bón- usferð. Norðurbrún 1. Kl. 9–17 hárgreiðsla, kl. 10–11 boccia, kl. 9–16.45 opin handavinnustofan, tré- skurður. Vesturgata 7. Kl. 9 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15–12 bútasaumur, kl. 9.15– 15.30 handavinna, kl. 11 leikfimi, kl. 13 búta- saumur og tréút- skurður, kl. 13.30 félagsvist. Vegna for- falla getum við bætt við nemendum í glerskurð og tréútskurð. Upplýs- ingar og skráning í síma 562-7077. Þorra- blót verður haldið fimmtudaginn 1. febr- úar, húsið opnað kl. 17.30. Þorrahlaðborð, kaffi og konfekt. Pavel Manasek við flygilinn, veislustjóri Árni John- sen, Edda Björgvins- dóttir leikkona kemur í heimsókn, Fjölda- söngur. Minni karla flytur Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Minni kvenna flytur Einar Örn Stefánsson. KKK syngja undir stjórn Pavels. Hljómsveit Hjördísar Geirs leikur fyrir dansi. Upplýsingar og skráning í síma 562- 7077. Vitatorg. Kl. 9 smiðjan og hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskurður, myndlist og morgunstund, kl. 10 leikfimi og fótaaðgerðir, kl. 11 boccia, kl. 13 handmennt og keramik, kl. 14 félagsvist. Hallgrímskirkja, eldri borgarar. Opið hús á morgun kl. 14. Gestir Inga Bachman söng- kona, Litli kór Nes- kirkju, Reynir Jónasson og sr. María Ágústs- dóttir. Bridsdeild FEBK, Gjá- bakka. Spilað í kvöld kl. 19. Allir eldri borgarar velkomnir. Félag ábyrgra feðra heldur fund í Shell- húsinu, Skerjafirði, á miðvikudögum kl. 20, svarað í síma 552-6644 á fundartíma. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðar í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.20 í Digra- neskirkju. Eineltissamtökin halda fundi á Túngötu 7 á þriðjudagskvöldum kl. 20. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra. Leik- fimi í Bláa salnum, Laugardaglshöll, kl. 12. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborgar- svæðinu, Hátúni 12. Í kvöld kl. 20 bingó. Kvenfélag Seljasóknar, Kvenfélag Breiðholts og Fjallkonur. Þriðju- daginn 23. janúar verð- ur sameiginlegur fund- ur kvenfélaganna í Breiðholti. Fundurinn verður haldinn í Kirkju- miðstöð Seljakirkju og hefst kl. 20. Margt verður til skemmtunar og kaffihlaðborðið. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Nánari uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Minningarkort Minningarkort Kven- félags Langholtssóknar fást í Langholtskirkju sími 520 1300 og í blómabúðinni Holta- blómið, Langholtsvegi 126. Gíróþjónusta er í kirkjunni Í dag er þriðjudagur 23. janúar, 23. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Á þeim degi skulu leifarnar af Ísrael og þeir af Jakobs húsi, sem af komast, eigi framar reiða sig á þann sem sló þá, heldur munu þeir með trúfestu reiða sig á Drottin, Hinn heilaga í Ísrael. (Jesaja 10, 20.) Tvíheilagt hjá RÚV? Á GAMLÁRSDAG 1999 sýndu sjónvarpsstöðvar um víða veröld hvernig kristnar þjóðir heims fögnuðu mikl- um tímamótum: nýju árþús- undi, nýrri öld og nýju ári. Byrjað var lengst í austri, þar sem upprís fyrst á móð- ur jörð sól hins nýja dags og síðan var haldið vestur um með viðkomu á byggðum bólum víðs vegar, m.a. í borg Davíðs, Betlehem, þar sem fagnað var afmæli Jesúbarnsins er þar fæddist fyrir 2000 árum og var lágt í jötu lagt, því ekki var þá rúm þar í gistihúsinu því margir voru þegar þangað komnir til að láta skrásetja sig í fyrsta manntalið sem gjört var. Vitringar og hirð- ar höfðu fengið vitrun um fæðingu þessa barns og komu að jötu þess, fögnuðu því og færðu gjafir; gull, reykelsi og myrru. Ríkis- sjónvarpið okkar var í tengslum við hinar erlendu stöðvar og sýndi einnig hvernig heimsbyggðin fagn- aði á þessum miklu tíma- mótum við upphaf 21. ald- arinnar. En viti menn, ári síðar virðist allt þetta gleymt hjá RÚV, því á gamlársdag ársins 2000 var þar á bæ þá ítrekað fagnað nýju árþúsundi og öld? RÚV er ætlað að vera menningarmiðill okkar landsmanna og sagt hefur verið: „Menning er að gjöra hlutina vel.“ Hvað hefur gerst þarna á hinu háa leiti árið 2000? Er þar kominn nýr yfirstjóri sem ógildir nú fyrri fréttir og frásagnir? Er hægt að fá svar við því? Hið kristna tímatal er mið- að við fæðingu Jesú Krists. Hann fæddist ekki eins árs, frekar en önnur börn í heimi okkar manna. Þess vegna voru 2000 ár liðin frá fæð- ingu hans þegar árin 1999 og 2000 mættust. Svo ein- falt er það. Höldum okkur við það sem rétt er og satt. Rakel. Ósmekkleg orð FÖSTUDAGINN 12. jan- úar 2001 birtist grein um leikstjórann Jean Vigo í Bíóblaðinu eftir Jónas Knútsson. Ágæt grein um sérstæðan leikstjóra, sem maður man eftir frá dögum Kvikmyndaklúbbs mennta- skólanna. Einn ljótur blett- ur er þó á annars ágætri grein og birtist í eftirfar- andi tilvitnun sem hljóðar svo: „Þyngra er en tárum taki til þess að hugsa að menn á borð við Vigo skuli verða fyrir barðinu á ban- vænum sjúkdómi í blóma lífsins en James Cameron sé við hestaheilsu.“ Þetta eru með eindæmum ósmekkleg orð þótt þeim er þau ritaði sé í nöp við Cam- eron og hans verk. Vonandi er að slíkt birtist ekki aftur í ykkar ágæta blaði. Virðingarfyllst, Jón Kr. Dagsson kvikmyndaáhugamaður. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Kannast einhver við myndirnar? NÚ er unnið að ritun sögu Olíuverzlunar Íslands, elsta íslenska olíufélagsins. Með- al mynda í bókinni verða þessar myndir en skrásetj- ara vantar upplýsingar um þær. Ef lesendur Morgun- blaðsins kannast við fólkið á myndunum og umhverfið væru upplýsingar vel þegn- ar. Hvar eru þær teknar? Hvenær? Hvaða fólk er á myndunum? Þeir sem geta veitt upplýsingar sem að gagni mega koma eru beðn- ir um að hafa samband við Hall Hallsson í síma 896- 9898 eða hallur@hallo.is eða Friðrik Kárason í síma 515-1260 eða eosfk@olis.is. K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 dramb, 8 hráslagaveð- ur, 9 stjórnar, 10 söng- flokkur, 11 bágindi, 13 fífl, 15 gljái, 18 blæja, 21 litla tunnu, 22 kaka, 23 heldur vel áfram, 24 hryssingsleg orð. LÓÐRÉTT: 2 eyja, 3 karlfugls, 4 gabba, 5 grjótskriðan, 6 lof, 7 vex, 12 gyðja, 14 andi, 15 opi, 16 frægðar- verk, 17 skraut, 18 stíf, 19 fæðunni, 20 kvenmanns- nafn. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 tálkn, 4 benda, 7 lýgur, 8 ræman, 9 tek, 11 iðni, 13 frír, 14 loppa, 15 full, 17 rugl, 20 orf, 22 getur, 23 or- lof, 24 nunna, 25 kenna. Lóðrétt: 1 tálmi, 2 lögun, 3 nart, 4 bark, 5 nemur, 6 ann- ir, 10 espir, 12 ill, 13 far, 15 fegin, 16 látin, 18 ullin, 19 lyfta, 20 orga, 21 fork. Víkverji skrifar... STUNDUM þegar umræða hefurkomið upp um fákeppni olíu- félaganna í kjölfar þess að þau hafi ákveðið nákvæmlega sama verð á bensíni og á nákvæmlega sama tíma hafa forsvarsmenn félaganna bent á að fólk ætti kost á ódýrara bensíni á sjálfsafgreiðslustöðum. Víkverji dagsins nýtir sér oftast þann mögu- leika að dæla sjálfur á bílinn, þegar upp á það er boðið á bensínstöðvum, og sparar þá 2 krónur á hvern lítra. Hann hefur verið í meiri sparn- aðarhugleiðingum undanfarnar vik- ur og reynt að nýta sér bensínsjálf- sala og spara þá 4,40 kr. á lítrann. Það hefur ekki gengið þrautalaust fyrir sig og allt virðist gert til að fæla viðskiptavini frá því að nýta sér þessa þjónustu, að minnsta kosti á sjálfsalabensínstöð Orkunnar í Kópavogi sem liggur einna best við Víkverja. x x x Í FYRSTA lagi er þess að geta aðsjálfsalarnir eru ekki á bestu stöðunum, þannig að fólk þarf að vera nokkuð ákveðið í að ná sér í ódýrt bensín og vera tilbúið að leggja lykkju á leið sína til þess. Í öðru lagi verður að geta þess að fyrirkomulag sjálfsafgreiðslunnar er eins og aftan úr grárri forneskju. Eins og bens- ínverð er nú hentar það Víkverja að kaupa sér bensín fyrir 4.000 krónur, þegar tankur bílsins er að verða tóm- ur. Ekki er hægt að kaupa fyrir þá fjárhæð heldur verður að kaupa fyrir 3.000 kónur og síðan að setja kortið aftur í og kaupa fyrir 1.000 krónur til viðbótar. Þetta á við hvort sem not- aðir eru seðlar eða debetkort. Best væri að fá að fylla tankinn og taka þá fjárhæð út af kortinu en kannski er það ekki tæknilega mögulegt. Spyr sá sem ekki veit. Og áfram um þjónustuna. Dælan er miklu hægvirkari en á venjuleg- um bensínstöðvum. Þá hægir hún sérstaklega mikið á sér þegar fyr- irfram ákveðin kaup á bensíni nálg- ast og lýkur dælingunni löturhægt. Þetta er sem sagt ekki staðurinn fyr- ir óþolinmóða bensínkaupendur. Ekki er hægt að festa handfangið á dælunni þannig að hún slökkvi sjálf á sér þegar dælingu er lokið. Rétt er að benda viðkomandi fyrirtæki á að tækni til að leysa þetta var fundin upp fyrir mörgum áratugum og hef- ur verið notuð með ágætum árangri síðan. Víkverji vann í æsku sem bensíntittur, ef þá einhvern tímann hefur verið hægt að kalla hann titt, og kynntist þessari miklu tækni. Víkverji dagsins hefur þá venju að taka alltaf nótu fyrir bensínúttektum til þess að átta sig á útgjöldum vegna bensínrekstrarins. Ekki er hægt að treysta því að fá nótu hjá þessum sjálfsölum, því er oft neitað, vegna pappírsleysis eða annarra vanda- mála sem ekki eru kunn. x x x SÁ SEM ákveður að skipta viðbensínsjálfsala til þess að spara getur ekki gert kröfu um sömu þjón- ustu og á bensínstöð. Munurinn felst auðvitað í því að hann annast af- greiðsluna sjálfur en getur ekki treyst á því að afgreiðslumaður komi hlaupandi til að dæla bensíninu á bíl- inn. Ekki er heldur hægt að fá skipt um rúðuþurrkur, mældan frostlög eða annað því um líkt. Hins vegar ætti ekki að þurfa að gera þennan kost svo erfiðan að fólk fái það á til- finninguna að fyrirtækið vilji ekki skipta við það. Væntanlega skilja einhverjir þessi skilaboð en Víkverji verður að viðurkenna að hann hefur herst í afstöðu sinni, ætlar ekki að láta kúga sig frá því að spara. Þótt munurinn sé ekki nema fimmtán þúsund kall á ári getur munað um þá fjárhæð í heimilisrekstrinum. Framtíðin ein getur síðan leitt það í ljós hvað þolinmæðin er mikil, hvort letigenið nær yfirhöndinni yfir nískugenið. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.