Morgunblaðið - 23.01.2001, Blaðsíða 80
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK.
STJÓRN Íslensks harðviðar ehf.
hefur óskað eftir að fyrirtækið
verði tekið til gjaldþrotaskipta.
Ákvörðun um þetta var tekin í
kjölfar þess að Byggðastofnun
synjaði fyrirtækinu um fjárhags-
aðstoð. Um 170 milljónir króna
hvíla á Íslenskum harðviði og eru
stærstu kröfuhafar Byggðastofnun
og Húsavíkurkaupstaður.
Fyrirtækið Íslenskur harðviður
var stofnað á árinu 1999 í kjölfar
gjaldþrots Aldins sem varð sam-
hliða því að Kaupfélag Þingeyinga
hætti starfsemi. Íslenskur harðvið-
ur hefur flutt trjáboli frá Ameríku,
þurrkað þá og unnið og selt til
meginlands Evrópu og á innlendan
markað.
Stjórn Íslensks harðviðar óskaði
eftir aðstoð frá Byggðastofnun,
þ.e. auknu hlutafé, láni, eftirgjöf
lána að hluta og veðbandalausn.
Þegar stjórn Byggðastofnunar tók
erindið til skoðunar lá fyrir að
stjórn Nýsköpunarsjóðs hafði
hafnað þátttöku í hlutafjáraukn-
ingu.
Kristinn H. Gunnarsson, for-
maður stjórnar Byggðastofnunar,
sagði að það væri mat stjórnarinn-
ar að arðsemi rekstrar samkvæmt
rekstraráætlun væri of lítil miðað
við áhættu. Auk þess væru rekstr-
arvextir vantaldir í áætlun sem
minnkaði enn arðsemina. Mikið tap
hefði verið hjá fyrirtækinu. Óvissa
væri um tekjuflæði næstu mánuði,
meðal annars með tilliti til lítils
hráefnislagers. Það gæti valdið
viðbótarfjárþörf síðar.
Kristinn sagði að stjórn Byggða-
stofnunar væri þeirrar skoðunar
að áætlanir um aukningu sölutekna
væru óraunhæfar. Miðað væri við
að salan næmi 90 þúsund fermetr-
um á þessu ári og 180 þúsund fer-
metrum á því næsta. Framleiðslan
hefði hins vegar aldrei verið meiri
en 55 þúsund fermetrar á ári.
Kristinn sagði að útistandandi
lán Íslensks harðviðar hjá Byggða-
stofnun væru 54 milljónir í dag og
fyrirtækið hefði verið að fara fram
á mikið viðbótarfjármagn. Stjórn
Byggðastofnunar treysti sér ekki
til að verða við þessari beiðni.
Skuldar um 170 milljónir
Hjalti Halldórsson, stjórnarfor-
maður Íslensks harðviðar, sagði að
stjórn fyrirtækisins hefði komið
saman eftir að neikvætt svar
Byggðastofnunar um fjármögnun
lá fyrir á föstudag og samþykkt að
leggja fram beiðni um gjaldþrota-
skipti. Beiðnin hefði verið send
Héraðsdómi Norðurlands eystra í
gær. Í kjölfarið hefði verið haldinn
fundur með starfsmönnum þar
sem þeim hefði verið kynnt
ákvörðun stjórnar fyrirtækisins.
Um tuttugu manns starfa hjá fyr-
irtækinu.
Hjalti sagði að undanfarnar vik-
ur hefði verið unnið að því að end-
urskipuleggja fjárhag fyrirtækis-
ins og vilyrði fyrir um 35 milljóna
króna hlutafjárframlagi hefði verið
komið. Til viðbótar hefði verið far-
ið fram á 35 milljónir frá Byggða-
stofnun. Það fjármagn hefði hins
vegar ekki fengist og því hefði
þessi erfiða ákvörðun verið tekin.
Hjalti sagði að skuldir Íslensks
harðviðar væru um 170 milljónir
og stærstu lánardrottnar Byggða-
stofnun og Húsavíkurkaupstaður.
Hann sagði að fyrirtækið ætti tals-
verðar eignir, s.s. fasteignir, vélar,
viðskiptakröfur og birgðir. Ekki
lægi ljóst fyrir hvert endanlegt
verðmæti þeirra væri. Hjalti sagð-
ist vera sannfærður um að grund-
völlur væri fyrir rekstri fyrirtækis
af þessu tagi með réttri fjármögn-
un.
Íslenskur harðviður á Húsavík óskar eftir gjaldþrotaskiptum
Skuldir fyrirtækisins
um 170 milljónir kr.
KENNARAR í Félagi framhaldsskólakennara
samþykktu nýjan kjarasamning framhalds-
skólakennara við ríkið með miklum mun. 969
sögðu já, 113 sögðu nei, 37 skiluðu auðu og
tveir seðlar voru ógildir.
1.286 kennarar voru á kjörskrá og greiddi
1.121 atkvæði. Samningurinn var því sam-
þykktur með 86,44% atkvæða þeirra sem tóku
þátt í atkvæðagreiðslunni, en samningar voru
undirritaðir fyrir um tveimur vikum eftir átta
vikna verkfall í framhaldsskólum.
Elna Katrín Jónsdóttir, formaður FF, sagð-
ist ánægð með niðurstöðuna enda væri hún
mjög skýr. Á myndinni eru Hrafnhildur Krist-
bjarnardóttir, starfsmaður FF, og Þórhallur
Runólfsson kjörnefndarmeðlimur við talningu
atkvæða. Þessa dagana keppast kennarar og
nemendur við að klára haustönn sem skal lok-
ið 2. febrúar.
Morgunblaðið/Þorkell
Samþykkt með miklum mun
Heildarlaun/6
ATKVÆÐAGREIÐSLA stendur yf-
ir í Félagi flugumferðarstjóra um
verkfallsboðun. Atkvæðagreiðslunni
lýkur í kvöld og verða atkvæði talin á
morgun, miðvikudag.
Í Félagi flugumferðarstjóra eru
tæplega 100 manns alls staðar á land-
inu. Félagið hefur verið með lausa
samninga frá því í byrjun nóvember
og kjaradeilan hefur verið hjá ríkis-
sáttasemjara frá því um miðjan þann
mánuð, að sögn Lofts Jóhannssonar,
formanns Félags flugumferðarstjóra.
Loftur sagði að ef til verkfalls
kæmi væri skylt að halda uppi lág-
marksþjónustu og yrðu þá 32 að
störfum samkvæmt listum þar að lút-
andi. Fundur er boðaður í deilunni í
dag hjá ríkissáttasemjara.
Atkvæði
greidd um
verkfall
Flugumferðarstjórar
ANNARRI umræðu um öryrkja-
frumvarpið svokallaða lauk á Alþingi
á tólfta tímanum í gærkvöldi. Í at-
kvæðagreiðslu var samþykkt með 33
atkvæðum gegn einu atkvæði Jó-
hanns Ársælssonar, Samfylkingu, að
vísa frumvarpinu til þriðju og síð-
ustu umræðu. 21 þingmaður stjórn-
arandstöðunnar sat hjá. Miðað er við
að þriðja umræðan hefjist kl. 10.30 í
dag og búist við að frumvarpið verði
samþykkt sem lög síðar í dag.
Engar breytingar voru gerðar á
frumvarpinu milli fyrstu og annarrar
umræðu. Minnihluti heilbrigðis- og
trygginganefndar lagði til að frum-
varpinu yrði vísað frá, m.a. vegna
þess að hann taldi að það uppfyllti
ekki dóm Hæstaréttar í máli Ör-
yrkjabandalags Íslands og Trygg-
ingastofnunar ríkisins. Sú tillaga var
felld í atkvæðagreiðslu í gærkvöldi
með 33 atkvæðum stjórnarliða gegn
22 atkvæðum stjórnarandstöðu.
Halldór Ásgrímsson, formaður
Framsóknarflokksins, lauk um-
ræðunni í gærkvöldi skömmu áður
en frumvarpið fór til atkvæða-
greiðslu. Taldi hann að margt hefði
skýrst í umræðunni síðustu daga.
M.a. hefði í henni orðið ljóst að dóm-
ur Hæstaréttar væri ekki eins skýr
og einfaldur og menn hefðu talið í
upphafi. Ítrekaði hann þá afstöðu
stjórnarinnar að með frumvarpinu
væri verið að fullnægja dómi Hæsta-
réttar. Stjórnarandstæðingar töldu
á hinn bóginn að frumvarpið gengi á
svig við dóminn og bryti þar með
gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar.
♦ ♦ ♦
Öryrkjafrumvarpið
Þriðja um-
ræða í dag
Alþingi/10