Morgunblaðið - 23.01.2001, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 23.01.2001, Blaðsíða 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2001 47 Eftir að Leifur hóf störf hjá fyr- irtækinu Nota Bene sá ég hann æ sjaldnar, ég var á kafi í námi og einnig við kennslu, en Leifur vann mjög mikið. Hann var kappsmaður í vinnu og held ég að honum hafi líkað vel í þessu starfi. Þegar hann heimsótti mig síðast, en það er orðið mjög langt síðan, spjölluðum við vel og lengi saman. Þá fann ég að margt hafði gengið á í hans lífi sem hafði reynst honum erfitt, en mér fannst á honum að nú ætlaði hann að snúa við blaðinu og töl- uðum við um að hittast nú oftar. Þetta varð því miður okkar síðasti fundur. Ég reyndi oft að hafa uppi á honum en einhvern veginn fór- umst við alltaf á mis. Ég náði því ekki sambandi við hann áður en ég fór utan í nám. Hér á eftir er ljóð sem Agnes samdi fyrir mig á afmælisdaginn þinn. Þegar sorgin kveður á dyr finnst mér ég vera einn. Allt verður dimmt og kyrrt, tíminn líður ei áfram. Án þín, ég skil ekki hvers vegna minn vinur ég vil allt fyrir þig gera, spila tónana fyrir þig dag hvern og veit að í hjarta mínu muntu ávallt vera. Ég sakna góðs félaga sárt og sendi fjölskyldu hans mínar dýpstu sam- úðarkveðjur. Hvíl í friði, kæri vinur. Þorvaldur. Þegar við hittumst hinsta sinni þá brostir þú. Ég brosti líka. Við höfðum ekki sést lengi og gömlu árin voru rifjuð upp. Glaðværðin var allsráðandi á yfirborðinu og vissulega voru árin yndisleg sem við áttum saman sem vinir. En þarna, mörgum árum seinna, bárum við ekki gæfu til að ræða það sem máli skipti. Augu þín sögðu mér hvernig þér leið og ég held þú hafir vitað allt um mína líðan. En við töluðum ekki um það, hétum því þó að hittast við fyrsta tækifæri yfir kaffibolla og taka upp gamlan vinskap. Við þekktumst í rúmlega tvo áratugi og á aldrinum 13–16 ára vorum við nánast óaðskiljanlegt tvíeyki. Óharðnaðir unglingar, full- ir af væntingum til lífsins, en þá vissum við ekki að við vorum haldnir sama sjúkdómi sem að lok- um leiddi til dauða þíns, langt fyrir aldur fram. Það er svo einkenni- legt að við fetuðum sama veg en í gagnstæðar áttir. Tónlistin leiddi okkur saman og ásamt þjáningu sjúkdómsins varð hún þungamiðja lífs okkar eftir að daglegu sam- neyti okkar lauk. Þótt undiröldur sálarinnar hafi verið til staðar held ég að okkur hafi þótt gaman að lifa framan af þessum árum. Ég kenndi þér að spila og þú, leiftrandi af kappi og hæfileikum, sigldir fram úr mér tæknilega á meðan ég hélt mig meira við kompóneringar. Við gerðum lög og texta, ljóðabók, stuttmynd og ýmsar vísindalegar tilraunir. Í þeim varstu mér líka fremri. Kímnigáfa þín var einstök, gáf- urnar áberandi en lundin var óstöðug. Skapstór varstu en oftar hlýr og glaður. Þú varst traustur og reyndist mér oft afar vel, t.d. er ég var mánuðum saman einangr- aður á heimili mínu í hjólastól. Þá varst þú alltaf til staðar. Mér hefur oft orðið hugsað til þín árin eftir að leiðir okkar skildi. Í annarra eyru töluðum við ekki alltaf fallega hvor um annan en væntumþykjan var þó ávallt fyrir hendi. Við höfðum verið svo nánir að kunningsskapurinn eftir hina mikla vináttu var okkur um margt óþægilegur. Ég syrgi þig, gamli vinur, og þakka þér allt sem þú gafst mér. Ég veit hvers vegna þú ert farinn og vona innilega að þín bíði betri heimur fyrir handan. Elsku Halla, Óskar, Helena, Írena og Anna. Megi allt gott vernda ykkur og styrkja. Hugur minn er allur hjá ykkur og hinum góða dreng sem vonandi hefur fundið friðinn. Orri Harðarson. ✝ Bogi Gísli ÍsleifurEinarsson fædd- ist í Hringsdal við Arnarfjörð 27. nóv- ember 1915. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 14. jan- úar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Ein- ar Bogason, f. 11.1. 1881, d. 4.10. 1966, og Sigrún Anna Elín Bjarnadóttir, f. 21.11. 1882, d. 9.5. 1965. Systur Boga: Lilja, Arndís (látin), Guð- rún, Svava, Hulda, Ásdís (látin), Ólafía Lára (látin). Bogi kvæntist 13. maí 1941 Val- gerði Þ. Guðbjörnsdóttur, f. 28.7. 1922. Börn þeirra eru: 1) Einar Guðbjörn, f. 19.10. 1941, maki Guðbjörg Júlíusdóttir. 2) Sigrún Anna, f. 28.9. 1943, maki Jón Ragnar Þorsteinsson, d. 3.2. 1997. 3) Bogi Kristinn, f. 11.11. 1964, maki Linda Björk Friðriksdóttir. Barnabörnin eru tólf. Barna- barnabörnin eru fimm. Bogi lauk farmannaprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík. Stundaði siglingar 1934–1941 á es. Eddu (II) sem háseti. Frá 1941–1942 á Skeljungi (I) sem stýrimaður. Frá 1942–1948 á vs. Ægi, Óðni (II), Finnbirni og Víkingi. Árið 1948 réðst Bogi til Skipaútgerðar ríkis- ins og var 2. og 1. stýrim. á ms. Esju (II), mt. Þyrli, ms. Heklu (I), ms. Herðu- breið og ms. Skjald- breið. Skipstj. á Skjaldbreið 1959–1961, mt. Þyrli 1961–1965, Herjólfi 1966–1967, Herðubreið 1967–1971, Herjólfi 1971–1975, ms. Heklu (II) 1975– 1979, ms. Esju (III) 1979–1983, ms. Öskju 1983, ms. Esju (IV) 1983–1985. Lét af störfum vegna aldurs í desember 1985. Bogi gekk í Skipstjórnarfélag Íslands í janúar 1960, varamaður í stjórn þess frá 10. mars 1966 til 14. mars 1968. Útför Boga fer fram frá Fíla- delfíu í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þá ertu farinn, afi minn, til fundar við guð þinn, heill á heilsu og þær minningar sem höfðu gleymst vegna hræðilegs sjúkdóms hafa verið end- urheimtar í vörslu Guðs. Hvað segir maður um afa sinn sem maður sá ekki eins oft um ævina eins og mað- ur vildi, þar sem þú varst skipstjóri og ekki oft í landi og seinna meir flutti ég til Bandaríkjanna með mömmu og Bjarna pabba þar sem tíminn leið svo fljótt að fyrr en varir eru þeir sem okkur þykir vænt um farnir að kveðja þetta líf. Ég átti þó minn tíma með þér og ömmu þó svo að ekki hafi það verið eins oft og það hefði átt að vera. Því þegar hringt var í mig á föstudagshvöldi 12. jan- úar og mér var tilkynnt að þú værir afskaplega veikur, kom á mig fát, ringulreið og sorg. Þegar ég kom til þín þetta sama kvöld sá ég hversu nálægt guði þú varst kominn og því gat ég fundið frið með þér þarna um kvöldið og ég talaði til þín um þær minningar sem við höfðum saman, og hversu vænt mér þótti um þig, og í raun hversu mikilvægur partur þú varst af lífi mínu. Maðurinn sem lá í rúminu sínu þetta kvöld að nálgast sinn hinsta svefn á þessari jörð, var orðinn svo magur og gamall og í fyrstu var erfitt að horfast í augu við þessa breytingu en þá varð mér hugsað um þitta fallega bros sem lýsti upp allt sem það snerti, hvað mér fannst þú vera glæsilegur afi og hversu stolt ég var af því þegar ég var lítil að eiga afa sem væri skip- stjóri á stóru flutningaskipi, síðan seinna meir bara stolt yfir því að þú værir afi minn. Jafnvel þegar ég skrifa þetta get ég ekki annað enn brosað af gleði því mínar minningar um þig afi minn eru dýrmætar og ómetanlegar. Nú þegar þú hefur kvatt þennan heim og tómleikinn er eftir í hjarta allra sem þekktu þig, getum við glaðst yfir því að þú ert kominn á þann stað sem þú þráðir mest af öllu, að vera kominn heim til Drottins. Ég enda því þessa kveðju með versi úr Davíðssálmum sem hef- ur ætíð veitt mér frið, 3:9: Í friði leggst ég til hvíldar og sofna, því þú Drottinn, lætur mig búa óhultan í náðum. Amma mín, Guðs friður og bless- un vaki yfir þér á þessari stundu og alltaf. Linda Rut Einarsdóttir. Vinur minn og mágur Bogi Ein- arsson, skipstjóri frá Hringsdal í Arnarfirði lést á Hrafnistu í Hafn- arfirði sunnudaginn 15. ágúst sl. Bogi ólst upp í Hringsdal í Arnar- firði í foreldraarmi og systrahópi. Bogi átti 7 systur og var eini dreng- urinn í þessum hópi. Hringsdals- hjónin héldu uppi miklu menningar- heimili og höfðu miklar mætur á bókmenntum og ljóðagerð og voru húslestrar og bænastundir í miklum hávegum hafðar. Þetta drukku börn- in í sig og eru þau öll mjög trúuð og komu sér vel áfram á æviskeiði sínu. Þrjár systur eru nú horfnar úr heimi hér, það eru: Lára, sem var yngst, skrifstofumær lengst af hjá Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna, Arndís, hjúkrunarfræðingur, sem var næst- elst systkinanna, og Ásdís tannsmið- ur, eiginkona þess sem þessa minn- ingargrein ritar. Í Hringsdal, sem er einangraður staður, miðaðist flest framleiðslan við sjálfsþurftarbúskap, þó var nokkrum lömbum fargað og kart- öflur seldar til að kaupa önnur mat- væli sem nauðsyn var á. Börnin tóku strax og kraftar leyfðu virkan þátt í þeim sveitastörf- um sem nauðsynleg voru og létu stúlkurnar ekki sitt eftir liggja. Þær gengu í öll störf, smöluðu upp um fjöllin þar í kring, sinntu kúnum, sem voru yfirleitt 3 til 4, heyjuðu, ræktuðu kartöflur og stunduðu sjó- inn en heimilið átti mótorbát sem lá frammi á legunni og notaður var til að leggja lóðir frammi á firðinum. Léttibát áttu þau sem notaður var til að komast fram í bátinn á legunni. Léttibáturinn var svo settur upp í fjöru þess á milli sem ekki þurfti á honum að halda. Bogi lærði að synda í Tálknafjarð- arlauginni en sú laug hefur orðið mörgum til gagns. Þótt spölur væri drjúgur frá Hringsdal til laugarinn- ar var oft farið gangandi þessa leið en þó stundum á hestum. Bogi var allhraustur og duglegur strákur og lék sér oft að því að synda út í mótorbátinn þegar á veiðar skyldi halda en það var drjúg leið út í bátinn og vel gert í köldum sjónum. Einar Bogason faðir Boga fékk að fara í Möðruvallaskóla og nýtti hann sér það nám vel, auk þess sem hann kynntist þar ýmsum góðum náms- mönnum sem urðu vinir hans alla tíð og margir áhrifamenn í íslensku skóla- og menningarlífi. Eftir veru sína í Möðruvallaskóla gerðist Einar farkennari í sinni sveit og var þá oft fjarvistum frá heimili sínu að vetri. Stjórnaði þá eiginkona hans öllum störfum í Hringsdal ásamt börnum sínum og vinnumanni Kristjáni Guðbjartssyni sem var heimilismaður um margra ára skeið í Hringsdal og var öllum mjög kær. Einar var mikill stærðfræðingur og skrifaði forkunnarfagra rithönd og fékk sonur hans, Bogi, þessa náð- argjöf en Bogi ritaði mjög svipaða hönd og faðir hans hafði gert. Þegar Einar var hættur búskap og fluttur suður hittumst við oft síðustu árin sem hann lifði og þá var það aðallega stærðfræðin og sagan sem hann vildi ræða. Þessa hæfileika erfði Bogi eft- ir föður sinn, því að stöðugt var Bogi að bæta við stærðfræðikunnáttu sína. Nú voru börnin komin á þann ald- ur að þau vildu sjá og reyna meira en það sem Hringsdalur gat boðið upp á. Fyrst fór Lilja, sem var elst barnanna að heiman og tók kvenna- skólapróf í Reykjavík. Hún varð síð- ar hjálparhella systkina sinna að koma þeim til náms og starfa. Bogi fór að heiman 16 ára gamall og gerðist sjómaður, enda hafði hann drukkið í sig sjómannsbakter- íuna á litla bátnum hans föður síns. 1931 komst Bogi á millilandaskip- ið Eddu og var þar í nokkur ár háseti eða þar til hann var búinn að öðlast siglingatíma fyrir inngöngu í Stýri- mannaskólann. Edda sigldi aðallega á Spán með saltfisk en fiskinn sótti hún á hafnir víða um landsbyggðina. Bogi var einstakur húmoristi og sagði skemmtilega frá. Hann sagði mér margar sögur af siglingum sín- um og hann kunni vel við sig að sigla á Spán. Árið 1938 innritaðist hann í Stýrimannaskólann og lauk þar far- mannaprófi árið 1941, eftir það var hann stýrimaður á ýmsum skipum meðal annars var hann um tíma á varðskipunum sem voru undir stjórn Ríkisskipa. Bogi vildi heldur vera á flutningaskipum útgerðarinnar sem voru í strandferðum, fékk þar stýri- mannspláss og var fljótlega gerður að skipstjóra. Meðal annars var hann skipstjóri á Þyrli, Herðubreið og Herjólfi, sem sigldi milli Reykja- víkur, Vestmannaeyja og Þorláks- hafnar. Bogi var mjög góður og far- sæll skipstjóri og varð aldrei fyrir neinum áföllum. Bogi var ljúfur skipstjóri en ákveðinn mjög og vildi að starfsmenn sínir færu eftir fyr- irmælum hans. Þann tíma sem Bogi var á Herjólfi flutti hann mörg þús- und farþega og var mjög vel liðinn jafnt af áhöfn sem farþegum. Bogi var mjög skemmtilegur maður, sem fyrr er sagt, og sagði mér margar skemmtilegar sögur af fyrrverandi samstarfsmönnum sínum. Ekki tal- aði Bogi illa um nokkurn mann, enda var Bogi afar trúaður maður og sótti styrk sinn í félagsskap Fíladelfíu- manna. Þá hafði Bogi mikinn áhuga á starfi sínu og öllum nýjungum sem fram komu í siglingafræði, en það var ekki svo lítið á þeim langa tíma sem hann var við skipstjórn. En þrátt fyrir allar nýjungarnar vildi hann halda við öllu því sem hann lærði í Stýrimannaskólanum og lagði fast að stýrimönnum sínum að halda rækilega um það sem kennt hafði verið í skólanum. Á hans langa tímabili sem sjómað- ur kom fram gírókompásinn, radar- tæknin, endurbætt logtækni og hnattsigling. Allt þetta krafðist mik- illar árvekni skipstjórnarmanna og hafði Bogi mikinn áhuga á að setja sig inn í allar þessar nýjungar og þar kom stærðfræðin Boga til mikillar hjálpar. Bogi var algjör reglumaður og hugsaði vel um heimili sitt. Ég þakka honum löng kynni og bið Guð að blessa hann og fjölskyldu hans. Örn Steinsson. BOGI EINARSSON KRISTJANA STELLA STEINGRÍMSDÓTTIR ✝ Kristjana StellaSteingrímsdóttir fæddist að Hólakoti í Grenivík, Grýtu- bakkahreppi, 29. júlí 1940. Hún lést á gjör- gæsludeild Landspít- alans við Hringbraut 9. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Grindavík- urkirkju 18. janúar. skyldu sterkum bönd- um. Alltaf var vinalegt og þægilegt að koma í hennar hús. Þar voru ávallt kræsingar á borðum og svefnpláss fyrir okkur. Við gistum þar oft og áttum þar saman góðar og ánægjulegar stundir. Fljótt komst ég að raun um hvaða per- sónuleika Stella hafði að geyma. Hún var hress, lífsglöð og fjör- mikil kona. Alltaf leit hún á björtu hliðarnar og hélt áfram og kveinkaði sér ekki þótt eitthvað bjátaði á, enda vildi hún ekki að fyrir sér væri haft. Hún var líka mjög ákveðin, viljasterk og já- kvæð. Þessir eiginleikar komu skýrt í ljós í veikindum hennar þar sem hún barðist til síðasta dags og gaf aldrei frá sér vonina. Hún veiktist Ástkær tengdamóðir mín hefur nú kvatt þennan heim. Ég kynntist Stellu fyrir um það bil sjö árum. Ein fyrsta minning mín er hversu vel hún tók á móti mér. Frá fyrsta degi kom hún fram við mig sem sína eigin dóttur og vildi alltaf hjálpa til ef hún gat. Þrátt fyrir að ég hafi ekki þekkt hana lengi finnst mér ég hafa tengst henni og hennar fjöl- fyrir fáeinum árum af sjúkdómnum sem sigraði hana að lokum. Hún þurfti töluvert að vera á spítala þessi ár og voru heimsóknir mínar til hennar tíðar. Þetta hefur verið erf- iður tími undanfarið en hún sýndi ávallt þrautseigju og bar sig vel. Það kenndi mér margt að kynnast svo sterkri konu sem alltaf bar sig vel og kvartaði aldrei þrátt fyrir erfiðar og ítrekaðar lyfjameðferðir. Ég dáist að henni fyrir dugnað sinn og eljusemi. Ég kveð Stellu með sorg og sökn- uð í hjarta. Standið ekki við gröf mína og fellið tár; ég er ekki þar. Ég sef ekki. Ég er vindurinn sem blæs. Ég er demanturinn sem glitrar á fönn. Ég er sólskin á frjósaman akur. Ég er hin milda vorrigning. Þegar þú vaknar í morgunkyrrð er ég vængjaþytur fuglanna. Ég er stjarnan sem lýsir á nóttu. Standið ekki við gröf mína og fellið tár; ég er ekki þar. Ég lifi. (Höf. ók.) Elsku Pétur og fjölskylda, megi guð gefa ykkur styrk og huggun í sorg ykkar. Helga Þórunn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.