Morgunblaðið - 23.01.2001, Side 29

Morgunblaðið - 23.01.2001, Side 29
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2001 29 brún kuklú tar Gefa náttú rlega n lit á 2 tí mum Lykta rlaus ir Engir flekk ir Þurrk a ekk i húð ina MEIRA en 600 tonn af olíu höfðu lekið í gær úr olíuskipi, sem strand- aði fyrir viku við San Cristobal, austustu eyjuna í Galapagos-eyja- klasanum. Óttast er, að olían geti valdið miklum skaða á mjög sér- stæðu lífríkinu. Erlendir sérfræðingar, meðal annars frá Bandaríkjunum, eru komnir á vettvang til að aðstoða yf- irvöld í Ekvador. Rannsakað sem sakamál Olíuskipið, sem heitir Jessica, var með rúmlega 900 tonn af olíu þegar það strandaði í Carola-flóa á San Cristobal. Hallaðist skipið fljótt á stjórnborða og á föstudag fór olían að leka út. Jókst lekinn síðan á sunnudag þegar nýjar rifur komu í skrokkinn. Rodolfo Rendon, umhverfisráð- herra Ekvadors, skoraði um helgina á erlend ríki að koma til hjálpar og urðu Bandaríkjamenn einna fyrstir til að bregðast við. Þangað kom á sunnudag hópur sérfræðinga og flokkur frá bandarísku strandgæsl- unni. Kom hann með ýmsan búnað, til dæmis flotgirðingar og dælur til að ná olíunni upp. Gustavo Noboa, forseti Ekva- dors, hefur krafist skýrslu um strandið og Rendon sagði, að það yrði rannsakað sem sakamál. Sagt er, að skipstjórnendum hafi orðið á alvarleg mistök og í raun siglt skip- inu á land. „Rannsóknastofa“ Darwins Galapagos-eyjar, sem eru tæp- lega 1.000 km undan vesturströnd Ekvadors, eru kunnar fyrir mjög sérstætt lífríki, risavaxnar skjald- bökur og sjaldgæfar fugla- og jurta- tegundir. Mótaði Charles Darwin kenningu sína um þróun tegund- anna með athugunum sínum á eyj- unum. Þörungagróður eyðileggst Olían var í gær komin upp á strendur á nokkrum stöðum þar sem mikið er um sæljón, fugl og græneðlur. Segja líffræðingar, að hluti olíunnar muni sökkva til botns þar sem hún eyðileggur þörunga- gróður, en hann er einn mikilvæg- asti hlekkur fæðukeðjunnar á þess- um slóðum. Olíuflekkurinn, sem var um 1.200 ferkm stór, barst í gær til suðurs í átt til Spánareyju þar sem mikið er um sæljón og önnur sjávarspendýr. Mikil olíumengun við Galapagos-eyjar Óttast að stóráföll verði í sérstæðu lífríkinu Puerto Baquerizo. AP, AFP.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.