Morgunblaðið - 23.03.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.03.2001, Blaðsíða 1
69. TBL. 89. ÁRG. FÖSTUDAGUR 23. MARS 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 23. MARS 2001 HERINN í Makedóníu hélt í gær uppi harðri sókn gegn albönskum skæruliðum í fjöllunum upp af borginni Tetovo í vesturhluta landsins. Hafði þeim áður verið gef- inn sólarhringur til að gefast upp eða hverfa á braut en þess í stað juku þeir árásir sínar. Myndin var tekin í Tetovo í gær og sýnir lögreglumann flýja mann, sem hann hafði átt í útistöðum við, þegar hann sá, að hann var með virka handsprengju í höndunum. Augnabliki síðar skutu félagar lög- reglumannsins Albanann og föður hans. Eru þeir fyrstu óbreyttu borgararnir sem falla í átökunum. AP Hættulegir tímar í Makedóníu  Fólk er hrætt/30 sérfræðingur hjá Deutsche Bank. „Enginn veit hver framvindan verður í efnahagslífinu eða hvenær aftur tekur að birta til.“ Dow Jones rétti úr kútnum Verðfallið í Wall Street hélt áfram í gær fram eftir degi og hafði Dow Jones-vísitalan lækkað um tíma um 3%. Hún hækkaði þó aftur undir lokin og endaði einu prósenti lægri en í fyrradag. Dow Jones er nú 20% lægri en hún komst hæst fyrir ári. Stafaði lækk- unin í gær meðal annars af fréttum VERULEGT verðfall varð í gær á evrópskum fjármálamarkaði vegna ótta við samdrátt og frétta af versnandi afkomu fyrirtækja. Helstu gengisvísar í London, París og Frankfurt, sem lækkuðu um allt að 30% á síðasta ári, hafa ekki ver- ið lægri en nú í nokkur ár og í Bandaríkjunum lækkaði Dow Jon- es örlítið en Nasdaq-tæknivísitalan hækkaði allnokkuð. Í London lækkaði verðbréfavísi- talan um 4,1% og hefur hún ekki verið lægri síðan í október 1998. Í París var lækkunin 4% og í Frank- furt 4,8%. „Ástandið nú einkennist af svart- sýni og það lítur ekki út fyrir, að það muni breytast alveg á næst- unni,“ sagði Bob Semple, fjármála- um, að stórfyrirtækið Procter and Gamble ætlaði að segja upp 9.600 manns eða 9% allra starfsmanna sinna. Nasdaq-vísitala tæknifyrirtækja, sem hefur lækkað um 64% frá toppinum í fyrra, lækkaði nokkuð fyrst en hækkaði síðan allnokkuð og lauk deginum með 3,7% hækk- un. Sumir segja, að taugaveiklunin síðustu daga sé einkennandi fyrir lækkunarhrinu, sem sé að ná botn- inum, og spá því, að töluverðar verðhækkanir verði með vorinu. Fjármálasérfræðingar í Evrópu segja, að meginástæða verðfallsins sé ótti við versnandi afkomu fyr- irtækja og spá því, að næstu tveir eða þrír mánuðir verði erfiðir. Þá vegur lækkunin á Dow Jones, sem mælir gengi fyrirtækja í hefð- bundnum atvinnurekstri, einnig mjög þungt. Áhyggjur af „gamla hagkerfinu“ „Menn eru farnir að hafa áhyggjur af „gamla hagkerfinu“, rótgrónu fyrirtækjunum,“ sagði Semple hjá Deutsche Bank og kvað hann fjárfesta óttast, að ástandið á mörkuðunum hefði þau áhrif á al- menna neytendur, að þeir kipptu að sér hendinni. Þá væri kominn af stað vítahringur, sem erfitt yrði að rjúfa. Verulegt verðfall á evrópsku mörkuðunum London, New York. AFP, AP. Lítil breyting á Dow Jones en Nasdaq-tæknivísitalan hækkaði KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, tilkynnti í gær, að hann ætlaði að sækjast eftir emb- ættinu í önnur fimm ár en kjörtíma- bil hans rennur út í árslok. „Ef aðildarríkin ákveða að bjóða mér starfið aftur, mun ég þiggja það með þökkum,“ sagði Annan og haft var eftir fulltrúa í öryggisráðinu, að líklega væri það til lítils fyrir aðra að reyna að keppa við hann. Annan kvaðst sækjast eftir því vegna þess, að SÞ væru tákn friðar og mannréttinda og hefðu líklega aldrei verið jafnómissandi sem nú. Annan vill endurkjör Sameinuðu þjóðunum. AFP. YFIRVÖLD á Írlandi staðfestu í gær, að fyrsta tilfellið af gin- og klaufaveikinni væri komið upp þar í landi og óttast er, að það fjórða hafi fundist í Hollandi. Bresk yfirvöld telja, að faraldurinn muni ná há- marki þar í landi eftir tvo mánuði en standa jafnvel fram í ágúst. Bertie Ahern, forsætisráðherra Írlands, sagði í gær, að tvö sýni úr sauðfé í Louth-sýslu við landamærin að Norður-Írlandi hefðu reynst já- kvæð. Sóttin kom síðast upp á Ír- landi fyrir 60 árum. Er þetta mikið áfall fyrir Íra en landbúnaður og út- flutningur landbúnaðarafurða svara til 10% af þjóðarframleiðslunni. Sóttin hefur komið upp á fjórða býlinu í Hollandi en í gær stóð til að slátra 18.000 skepnum til að reyna að hefta útbreiðsluna. Allir mjólk- urflutningar í landinu voru bannaðir í fyrradag í þrjá daga og er óttast, að mjólk verði farið að skorta í dag og hvað þá ef bannið verður fram- lengt. Mikill viðbúnaður er í Þýska- landi vegna veikinnar í Hollandi og óttast sumir, að hún sé þegar komin til landsins með innfluttum svínum. Óttast tilfelli á Ítalíu Grunur hefur vaknað um það á Ítalíu, að fé, sem þangað var flutt frá Frakklandi, sé haldið gin- og klaufaveiki. Hafa nokkur hundruð fjár verið sett í sóttkví og einni kind var slátrað en hún sýndi ýmis ein- kenni þess að vera sjúk. Gin- og klaufaveiki kom síðast upp á Ítalíu 1993 en þá tókst að hemja hana með því að slátra 11.000 skepnum. Búist var við, að það skýrðist í dag hvort sóttin hefði stungið sér niður í land- inu. Gin- og klaufaveikin breiðist út Sóttin komin upp á Írlandi Dyflinni, Haag, London. AFP, Reuters. ÍGOR Ívanov, utanríkisráðherra Rússlands, hefur lýst yfir, að brott- rekstri rússneskra sendiráðsmanna frá Bandaríkjunum verði svarað með því að reka jafnmarga banda- ríska sendimenn frá Rússlandi. Ívanov lýst þessu yfir í sjón- varpsviðtali að því er rússneska fréttastofan Novosti skýrði frá. Þá hafði CNN-sjónvarpsstöðin eftir fréttamanni sínum í Moskvu, að Ív- anov hefði haft samband við Colin Powell, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, og sagt honum, að það væri Rússum þvert um geð að reka Bandaríkjamennina en þeir yrðu „að svara með viðeigandi hætti“ brottrekstri 50 Rússa frá Banda- ríkjunum, sem tilkynnt var um í gær. Fréttamaður CNN spurði Ívanov hvenær bandarísku sendimennirnir yrðu reknir og sagði hann þá, að biðin yrði ekki löng. Brottrekstur rússneskra sendimanna Jafnmargir Banda- ríkjamenn reknir Moskvu. Reuters, AFP.  Bandaríkjamenn reka/32 BANDARÍSKU Óskarsverðlaunin verða afhent í 73. sinn við hátíðlega athöfn í Los Angeles á sunnudag. Krefst athöfnin mikils undirbún- ings og skipulagningar og hverjum gesti er ætlað sitt ákveðna sæti. Myndin af Björk sýnir hvar henni leyfist að tylla sér en hún er til- nefnd til verðlauna fyrir besta, frumsamda lagið, „I’ve Seen It All“ úr „Myrkradansaranum“. Frá og með næsta ári verður Óskarsverð- launahátíðin í Hollywood en þar hefur hún ekki verið frá 1960. Reuters Sætið hennar Bjarkar ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.