Morgunblaðið - 23.03.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.03.2001, Blaðsíða 18
AKUREYRI 18 FÖSTUDAGUR 23. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ TVEIR liðsmenn Slökkviliðs Ak- ureyrar, þeir Gunnlaugur Búi Sveinsson og Tryggvi Gestsson, voru kvaddir með virktum í hófi á slökkvistöðinni nýlega, en þeir hafa báðir látið af störfum fyrir nokkru eftir áratuga langa þjón- ustu. Þá kvöddu slökkviliðsmenn einnig Birgi Finnsson aðstoð- arslökkviliðsstjóra sem lét af störfum fyrir nokkru en hann hef- ur tekið við nýju starfi hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Tryggvi starfaði fyrst sem bíl- stjóri á Akureyri en gekk til liðs við Slökkvilið Akureyrar á sjötta áratugnum, en hann starfaði sam- fleytt í liðinu í 34 ár. Gunnlaugur Búi hefur verið viðriðinn slökkvi- liðið frá unga aldri en Sveinn Tómasson faðir hans var slökkvi- liðsstjóri í áratugi og fylgdi strák- urinn föður sínum í útköll allt frá 18 ára aldri. Hann lærði síðan vél- virkjun og vann í smiðju, m.a. hjá Atla en var jafnframt í varaliði slökkviliðsins. Alls var hann í 14 ár í smiðjunni en gekk þá til liðs við Slökkvilið Akureyrar sem fast- ur starfsmaður. Þeir Gunnlaugur Búi og Tryggvi voru lengi á sömu vaktinni, en báðir gegndu síðari hluta ferils síns stöðu varðstjóra. Gefjunarbruninn minnisstæður Eins og nærri má geta hafa þeir félagar marga hildina háð í bar- áttu við eldsvoða á Akureyri og í nágrannabyggðum og segja þeir margs að minnst frá þeim tíma. Langstærsti eldsvoðinn var þegar verksmiðjuhús Gefjunar brunnu í byrjun árs 1969 en húsin þar gjöreyðilögðust í kjölfar hans. Eldurinn kom upp að kvöldlagi og stóð barátta slökkviliðsmannanna alla nóttina og fram á næsta dag en síðan blossaði eldur aftur upp næsta kvöld. Strekkingsvindur var og 13 stiga frost, þannig að vatnið átti það til að frjósa í slöngunum. „Ég var heima við og fann allt í einu brunalykt og sé svo reykinn, þannig að ég hljóp strax niður á stöð og tók SA-2 út og ók í hvelli uppeftir, ég beið ekkert eftir að vera kallaður út,“ segir Tryggvi um Gefjunarbrunann, en SA-2 var einn af bílum slökkviliðsins. Alls komu 6 menn frá slökkviliðunum í Reykjavík og Keflavík til að að- stoða kollega sína á Akureyri í þessum eldsvoða. Gunnlaugur Búi minnist einnig bruna í Sjöfn í kringum 1950, sem á þeim árum var í Kaupvangsstræti, en aðeins útveggir stóðu uppi eftir að eld- urinn hafði verið slökktur. „Það mátti litlu muna að við misstum menn í þessum bruna,“ sagði hann, en innandyra voru margvísleg efni og slökkviliðs- menn ekki eins vel útbúnir við störf sín og nú er. Naumlega náð- ist að draga út tvo menn sem fyrstir höfðu farið inn í logandi húsið, en þeir voru fluttir á sjúkrahús. Minnist Gunnlaugur Búi þess að hafa setið uppi á rjúk- andi húsveggnum og sprautað nið- ur á glæðurnar ásamt félaga sín- um. Síðar hafi þekkt kona í bænum kvartað við föður hans, slökkviliðsstjórann, yfir meðferð- inni á drengnum! Þeir félagar segja miklar breyt- ingar hafi orðið á starfsemi slökkviliðsins, en nú séu mun fleiri á vakt en áður en einnig nefna þeir að fatnaður slökkviliðsmanna hafi tekið miklum breytingum til batnaðar í áranna rás. Áður hafi menn verið í þungum hlífðarfötum og vatnið gjarnan runnið niður af kápunni ofan í stígvélin sem voru fljót að fyllast. Fatnaðurinn nú sé mun þægilegri. Þeir nefndu líka útkallskerfið sem tekið hefur gíf- urlegum breytingum. Gunnlaugur Búi minnist þess að Landssíminn annaðist þau í eina tíð, en þá hringdu bjöllur heima hjá liðs- mönnum með tilheyrandi hávaða. Slökkviliðsmenn þurfa oft og tíðum í sínu starfi að horfast í augu við dapurlegri hluta tilver- unnar og segja þeir félagar að vissulega hafi þeir ekki farið var- hluta af því. Eitt það erfiðasta sem Gunn- laugur Búi kvaðst hafa reynt var þegar ung kona og tvö ung börn hennar fórust í eldsvoða á Ak- ureyri í janúar árið 1968. Hann var þá einn á vaktinni, liðið var kallað út og hann hraðaði sér á staðinn, en ekkert var hægt að gera. „Þetta hefur ekki alltaf verið dans á rósum, þessi ár í slökkvilið- inu,“ sagði hann og bætti við að á þessum tíma hefði ekki nokkur maður svo mikið sem heyrt orðið áfallahjálp, en sér hefði ekki veitt af slíkri aðstoð eftir atburðinn. Tryggvi svarar hiklaust játandi þegar hann er spurður hvort hann myndi velja sér starf slökkviliðs- mannsins að ævistarfi hefði hann kost á að byrja upp á nýtt, en Gunnlaugur Búi segir nei. „Ég hefði orðið prestur, ég held að sú reynsla sem maður hefði orðið sér úti um í þessu starfi gæti nýst vel á þeim vettvangi,“ segir hann. Hann segist þó sáttur við sitt ævi- starf, en nefnir að á yngri árum hafi sér staðið til boða að fara til Þýskalands að læra meira í tengslum við starf sitt sem vél- virki. „Ég þorði ekki að fara þá, var kominn með konu og tvö ung börn og fannst ég ekki geta farið í burtu. En þetta voru ágæt ár hjá slökkviliðinu og vonandi hefur maður gert eitthvert gagn.“ Morgunblaðið/Kristján Gunnlaugur Búi Sveinsson á fágætt safn mynda og greina frá eldsvoðum á Akureyri síðast- liðin 100 ár. Hér glugga þeir í nokkrar möppur, hann og Tryggvi Gestsson. Stærsti bruni sem þeir Gunnlaugur Búi og Tryggvi komu að varð í Gefjunarhúsinu á Gler- áreyrum í ársbyrjun 1969. Eins og sést á myndinni logaði húsið stafna á milli. Ekki alltaf dans á rósum Morgunblaðið/Kristján Þrír fyrrverandi starfsmenn Slökkviliðs Akureyrar voru kvaddir með formlegum hætti í síðustu viku, f.v. Gunnlaugur Búi Sveinsson og Tryggvi Gestsson, sem látið hafa af störfum fyrir aldurs sakir, og Birgir Finns- son, fyrrverandi aðstoðarslökkviliðsstjóri, sem gengið hefur til liðs við Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins. Með þeim á myndinni, lengst til hægri, er Tómas Búi Böðvarsson slökkviliðsstjóri. Tveir liðsmenn Slökkviliðs Akureyrar kvaddir eftir langa og dygga þjónustu DALVÍKURKIRKJA var endur- vígð síðastliðinn sunnudag að við- stöddu fjölmenni. Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, vígði kirkj- una og predikaði og sr. Magnús Gamalíel Gunnarsson sóknarprest- ur og sr. Jón Helgi Þórarinsson þjónuðu fyrir altari. Undanfarnar vikur, eða allt frá 2. janúar, hafa staðið yfir gagnger- ar endurbætur á Dalvíkurkirkju. Að sögn Kristjáns Ólafssonar sóknarnefndarmanns gengu fram- kvæmdir mjög vel og voru að mestu unnar af heimamönnum, ut- an hönnunin sem var í höndum Hauks Haraldssonar og Fanneyjar Hauksdóttur hjá Arkitekta- og verkfræðistofu Hauks ehf. Meðal annars var skipt um gólf í kirkj- unni, í það settar hitalagnir og parketlagt. Skipt var um kirkju- bekki og rými milli þeirra aukið, og söngloftið var innréttað og þar settir bekkir þannig að kirkjan tek- ur svipaðan fjölda í sæti eftir sem áður eða um 180 manns. Nýtt altari var smíðað, nýjar grátur settar upp og skipt um þiljur. Þá var sett upp nýtt hljóðkerfi í kirkjunni og á báðum hæðum safn- aðarheimilisins, svo nú geta um 380 manns hlýtt á messur eða aðr- ar athafnir. Áætlaður kostnaður við framkvæmdirnar er um 15 milljónir króna. Morgunblaðið/Helgi Jónsson Karl Sigurbjörnsson biskup endurvígði Dalvíkurkirkju. Dalvíkurkirkja endurvígð FIMM tilboð frá fjórum fyrirtækj- um bárust í framkvæmdir í gatna- gerð og lagnir á Klettaborg og hluta Dalsbrautar, þar sem rísa mun ný íbúðabyggð á Akureyri. Öll tilboðin, þar á meðal eitt frá- vikstilboð, voru undir kostnaðar- áætlun og það lægsta, frá GV-gröf- um ehf., var 15 milljónum króna lægra en kostnaðaráæltun, eða 68%. Tilboðið frá GV-gröfum hljóðaði upp á um 30,8 milljónir króna en fyrirtækið átti einnig frávikstilboð upp á um 34,2 milljónir króna. Kostnaðaráæltun bæjarins var um 45,6 milljónir króna. Möl og sandur hf. bauð 32,1 milljón króna, eða um 70%, G. Hjálmarsson hf. bauð 33,2 milljónir króna, eða um 73%, og Jarðverk ehf. bauð 45,5 milljónir króna, eða um 99,7%. Tilboðið nær til ný- og endur- byggingar 970 lengdarmetra af göt- um og 140 lengdarmetra af stígum ásamt tilheyrandi holræsa- og vatnslögnum. Einnig ræsagerðar, grjótvarnar lækjarfarvegs og hljóð- manar. Í deiliskipulagi svæðisins er gert ráð fyrir að þar verði 55 íbúðir, 19 einbýlishús og 36 íbúðir í tveggja hæða raðhúsum. Svæðið er norðan og vestan undir brekkum við Kringlumýri og Kotárgerði. Framkvæmdir á Klettaborg Lægsta tilboð 68% af kostnaðaráætlun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.