Morgunblaðið - 23.03.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.03.2001, Blaðsíða 16
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 16 FÖSTUDAGUR 23. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ DRÖG að tillögu um stofnun samstarfsvettvangs sveitar- félaganna á höfuðborgar- svæðinu voru samþykkt af borgarráði fyrr í mánuðinum. Tillagan er unnin af sam- vinnunefnd um svæðisskipu- lag höfuðborgarsvæðisins og í henni er lögð áhersla á mik- ilvægi þess að skapa breiðan umræðuvettvang um málefni höfuðborgarsvæðisins sem heildar í samvinnu við ríkið, atvinnulífið og ýmiss félaga- samtök. Í tillögunni, sem verður kynnt frekar á fundi hinn 26. apríl, kemur fram að þörf fyr- ir samstarf sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sé í megindráttum á tveimur sviðum. Annars vegar á sviði ýmissa rekstrar- eða sam- starfsverkefna, t.d. með rekstri byggðasamlaga eða beinum samningum milli sveitarfélaga um sorpeyð- ingu, brunavarnir, hitaveitu og almenningssamgöngur. Hins vegar á sviði stefnumót- unar um málefni höfuðborg- arsvæðisins sem heildar, sem snertir ekki aðeins sveitar- félögin heldur einnig atvinnu- lífið, ríkisvaldið og félaga- samtök. Gefist vel í Bandaríkjunum Fyrrnefndi þáttur sam- starfsins á að vera í höndum framkvæmdastjóra sveitar- félaganna og fyrirtækja sveit- arfélaganna. Samkvæmt tillögunni byggist hugmyndin að stofn- un samstarfsvettvangsins á fyrirkomulagi sem hefur gef- ist vel m.a. í Bandaríkjunum, Kanada, Danmörku, Skot- landi og Írlandi. Víða í þess- um löndum hefur verið stofn- að til svæðisbundins sam- starfs sveitar- og héraðs- stjórna, annarra opinberra aðila, fulltrúa atvinnulífsins og jafnvel félagasamtaka. Samstarfið er byggt upp með mismunandi hætti og áherslur ekki alltaf þær sömu í starfseminni, því aðstæður eru oft ólíkar eftir löndum eða landsvæðum. Almennt eru þrenn markmið með sam- starfinu. Í fyrsta lagi efling byggðarlaga og sveitarfélaga á svæðinu. Í öðru lagi efling atvinnulífs á svæðinu og í þriðja lagi efling þekkingar og menntunar á svæðinu. Í tillögunni segir að yfir- leitt sé almenn starfsemi slíks svæðisbundins sam- starfs fjármögnuð með opin- beru fé, þ.e. ríkis og sveit- arfélaga, en framlög atvinnulífs og félagasamtaka helst bundin þátttöku í ein- stökum verkefnum. Varðandi stofnun sam- starfsvettvangs fyrir höfuð- borgarsvæðið er lögð áhersla á að verkefni hans verði eft- irfarandi:  Að vera sameiginlegur vettvangur til að fjalla um málefni höfuðborgarsvæðis- ins sem heildar og vinna að eflingu byggðarlaga, atvinnu- lífs, menningar, þekkingar og menntunar á svæðinu.  Að vinna að sameiginlegri stefnumótun og tillögugerð fyrir höfuðborgarsvæðið sem heild svo sem í atvinnumál- um, ferðamálum, samgöngu- málum, orkumálum, heil- brigðismálum, menntamál- um, menningarmálum o.fl.  Að vera vettvangur skoð- anaskipta milli sveitarstjórn- armanna annars vegar og fulltrúa atvinnulífs, ríkisvalds og félagasamtaka um málefni sem snerta höfuðborgar- svæðið sem heild.  Að fjalla um og meta vaxt- arfæri í nýjum greinum á svæðinu og koma með tillög- ur um hvernig þau megi nýta til hagsbóta fyrir allt svæðið og hvernig aðilar að sam- starfsvettvanginum geti sam- eiginlega stuðlað að uppbygg- ingu nýrra atvinnugreina. Sveitarfélögin tilnefna 22 fulltrúa Alls er gert ráð fyrir að um 50 þátttakendur taki þátt í samstarfsvettvanginum og er lagt til að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu tilnefni 22 fulltrúa af þeim. Á Reykja- vík að skipa 7 fulltrúa, Hafn- arfjörður og Kópavogur 3 fulltrúa hvort, Garðabær, Mosfellsbær, Seltjarnarnes og Bessastaðahreppur 2 full- trúa hvert og Kjós 1 fulltrúa. Lagt er til að samstarfs- vettvangurinn verði stofnað- ur í tilraunaskyni til 4 ára og að haldnir verði u.þ.b. 2 sam- ráðsfundir á ári, en þó aðeins einn fundur á þessu ári og mun hann verða í haust. Gert ráð fyrir að samstarfsvettvangur sveitarfélaganna haldi sinn fyrsta fund í haust Aukin áhersla á sam- starf sveitarfélaganna Höfuðborgarsvæðið TILLAGA að deiliskipulagi Grjótaþorps, sem auglýst verður á næstunni, gerir ráð fyrir því að Vaktarabærinn við Garðastræti verði friðaður og færður í upprunalegt horf. Húsið talið frá tímabilinu 1844–1848 og gæti verið ein- stæð heimild um byggð í Reykjavík fyrir 150 árum, að mati Nikulásar Úlfars Más- sonar, arkitekts á Árbæjar- safni. Einnig er það m.a. talið húsinu til gildis að í því fædd- ist Sigvaldi Kaldalóns tón- skáld. Eigendur hússins höfðu sótt um leyfi til að rífa það en með- ferð umsóknarinnar var frest- að uns skipulagstillaga lægi fyrir. Að sögn Jóhannesar Kjar- val, hjá borgarskipulagi Reykjavíkur, gerir skipu- lagstillagan ráð fyrir friðun hússins. Jóhannes segir að megin- einkenni deiliskipulagstillög- unnar sé að gert sé ráð fyrir svokallaðri hverfisvernd, en það er hugtak úr skipulagslög- um sem og felur í sér verndun sérkenna eldri byggðar eða annarra menningarsögulegra minja. Þar sem hverfisvernd ríkir er sveitarfélagi heimilt að taka eignir eignarnámi sé það nauðsynlegt til að tryggja varðveislu skipulagsins. Vaktarahúsið er síðustu leifar bæjarins Grjóta, sem Grjótaþorpið er kennt við, og ásamt Aðalstræti 10 og Aðal- stræti 16 elsta hús Grjóta- þorpsins. Í deiliskipulaginu verður einnig afmörkuð lóð fyrir hótel við Aðalstræti 16– 18, þar sem nú stendur yfir fornleifagröftur og upp hafa komið minjar frá landnámstíð. Jóhannes sagði að upp- gröfturinn virtist í meginat- riðum staðfesta það sem búist hefði verið við en til umræðu hefði komið að fornleifar yrðu aðgengilegar í kjallara hótels- ins. Alls nær deiliskipulagstil- lagan yfir svæði sem afmark- ast af Aðalstræti, Túngötu, Garðastræti og Vesturgötu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Vaktarahúsið er rúmlega 150 ára gamalt. Vaktarabær friðað- ur í skipulagstillögu Grjótaþorp GEIR Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Bernhard ehf, umboðsaðila Honda og Peug- eot, sem einnig rekur Aðal- bílasöluna við Miklatorg, seg- ir að borgin hafi ekki boðið bílasölum, sem eiga að víkja vegna breyttrar legu Hring- brautar, neinar bætur. Fyr- irtæki sitt hafi greitt fullt verð fyrir lóðir við Klettháls, en í því hverfi hafi upphaf- lega átt að vera miðstöð við- skipta með notaða bíla í borginni. Nú sé borgin búin að úthluta lóðum til alls kon- ar fyrirtækja þannig að að- eins verði um að ræða bland- að hverfi. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær er ferill umhverfismats vegna fram- kvæmda við færslu Hring- brautar milli Rauðarárstígs og Þorfinnstjarnar að hefjast og er áætlað að framkvæmd- ir hefjist í haust. Vegna framkvæmdanna verða Aðal- bílasalan, Bílasala Matthías- ar og Bílasala Guðfinns að víkja, að sögn Ágústs Jóns- sonar, skrifstofustjóra borg- arverkfræðings. Í blaðinu í gær var haft eftir Ágúst Jónssyni að bíla- sölunum hefði verið úthlutað þremur lóðum við Klettháls og ætlast væri til að þangað flyttist starfsemi þeirra áður en framkvæmdir hæfust. „Borgin er í klessu gagnvart bílgreininni hvað varðar heildstæða framtíðarstefnu um hvernig skuli raða niður lóðum fyrir þessa starfsemi. Kletthálssvæðið var hugsað fyrir bílasölur í upphafi,“ sagði Geir. Hann sagði að hugmyndin hefði verið að þar yrði eitt hverfi fyrir sölu notaðra bíla, eins og þekkist og hafi reynst vel víðast hvar erlendis. „En borgin vinnur ekki að slíku. Þetta hefur verið framkvæmt þannig að það er búið að út- hluta inn á svæðið blandaðri starfsemi. Þarna verða til dæmis nokkrar heildsölur, nokkrir bílasalar og blikk- smiðja en það átti að vera eingöngu fyrir sölu notaðra bíla. Þess vegna sóttum við um lóð þarna en það er búið að eyðileggja þann hugsunar- hátt.“ Tekur öllu með varúð frá borginni Geir sagði að Bernhard ehf. hefði greitt fullt verð fyrir lóðina og borgin hefði engar bætur boðið bílasölun- um þremur sem starfað hafa við Miklatorg og Vatnsmýr- arveg í ár og áratugi. Bern- hard ehf. keypti Aðalbílsöl- una á síðasta ári. „Borgin hefur farið frekar illa með okkur,“ sagði hann og sagði að framkoma nokk- urra embættismanna hefði einkennst af hroka. Hann kvaðst þó hafa átt von á að Aðalbílasalan fengi að vera á sínum stað í friði þetta ár og út það næsta og sagðist hafa heimildir fyrir því að litlar líkur væru á að framkvæmdir gætu hafist í haust. „En mað- ur tekur öllu með varúð frá borginni. Hún virðist skipta um skoðun eins og trekk- spjald í reykháfi.“ Borgin býður bílasölum engar bætur Hringbraut HJÓNIN Guðmundur Vern- harðsson garðyrkjufræðingur og Sigríður Helga Sigurðar- dóttir keyptu um síðustu ára- mót Gróðrarstöðina Mörk í Fossvogi en þau hafa rekið hana frá því í janúar 2000. Guðmundur er þó enginn nýgræðingur í rekstri gróðr- arstöðvarinnar. „Ég kom hingað fyrst til starfa árið 1978 en árið 1980 útskrifaðist ég sem garðyrkjufræðingur og hef unnið hér nánast óslitið síðan,“ sagði Guðmundur. Sigríður Helga kom síðan til liðs við hann þegar þau tóku við rekstri stöðvarinnar. Samningar um kaup dróg- ust vegna þess að erfiðlega gekk að fá framlengingu á lóð- arsamningi við Reykjavíkur- borg. Gróðrarstöðin Mörk var stofnuð haustið 1967 af Pétri N. Ólasyni og Mörthu C. Björnsson og hefur vaxið jafnt og þétt síðan. Martha og Pétur hafa undanfarin ár ræktað trjágróður að Hnausi í Villingaholtshreppi og munu halda því áfram, en Mörk mun selja vörur þeirrar. Ræktunarland gróðrar- stöðvarinnar Markar er um 5 ha. Helmingur lóðarinnar er í Reykjavík en hinn fellur inn- an bæjarmarka Kópavogs. Lóðarsamningur sem fyrri eigendur gerðu við Reykjavík var til 40 ára og átti að renna út árið 2007 en hefur nú verið framlengdur til ársins 2016. Samningurinn við Kópavog rennur út 2006 en Guðmundur segist bjartsýnn á að bærinn fallist á framlengingu. Samn- ingurinn við Kópavog er reyndar bundinn nokkrum skilyrðum, en samkvæmt að- alskipulagi er landið skil- greint sem útivistarsvæði. „Hluti af ræktunarlandinu, um einn hektari, er í rauninni útivistarsvæði. Það liggja göngustígar um svæðið og við þá eru ýmsar plöntur gróður- settar,“ segir Guðmundur. Þá var samið um að gróðrarstöð- in sæi um að koma upp plöntu- safni sunnan við gróðrarstöð- ina. Í þann reit var byrjað að planta fyrir nokkrum árum. Auk þeirra Guðmundar og Sigríðar Helgu starfa um 2-3 hjá gróðrarstöðinni á veturna en starfsmönnum fjölgar mik- ið á sumrin, en þá eru rúmlega 30 manns á launaskrá þegar nemendur í sumarfríi frá náminu bætast við. „Reyndar er orðið erfiðara að byggja á skólafólki því það kemur sífellt seinna úr skól- anum og fer fyrr á haustin,“ segir Guðmundur. Hann segir að verkfall framhaldsskóla- kennara hafi heldur betur sett strik í reikninginn en það verður til þess að nemendurn- ir skila sér ekki fyrr en um mánaðamótin maí/júní. Þá er helsti annatíminn hjá fyrir- tækinu löngu hafinn. Sjálf eiga þau fjögur börn og elsti sonurinn vinnur í gróðrarstöðinni á sumrin við hlið foreldra sinna. „Við munum halda starf- seminni áfram í svipaðri mynd, en að sjálfsögðu koma nýir straumar með nýju fólki,“ segir Guðmundur. Nýir eigendur að Gróðrarstöðinni Mörk í Fossvogi Helmingurinn í Reykja- vík en hinn í Kópavogi Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Mörkin hefur lengi verið rekin í borginni en fyrirtækið hefur nú fengið nýja eigendur. Sogamýri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.