Morgunblaðið - 23.03.2001, Qupperneq 78

Morgunblaðið - 23.03.2001, Qupperneq 78
FÓLK Í FRÉTTUM 78 FÖSTUDAGUR 23. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ eru til menn, og aragrúi af þeim, sem halda því fram að allt sé hægt að skýra út á rökrænan hátt. Að lyfta megi hulunni af dularfullum atvikum líkt og þegar pýþagóras- reglunni er beitt á skipulagðan hátt til þess að finna út áður óþekktar lengdir á hliðum rétthyrnds þríhyrn- ings. Það verða þó alltaf til óútskýr- anlegir hlutir sem virka eins og olía á eld þann sem vermir hugarflug okk- ar. Dularfulla klukkan Sniglaveisla Ólafs Jóhanns Ólafs- sonar var frumsýnd í Iðnó á miðviku- daginn var. Þegar á sýningum stóð á Akureyri urðu aðstandendur sýning- arinnar varir við dularfulla hluti sem ekki hafa fundist neinar skýringar á ennþá. Á sviðsmyndinni var klukka sem virtist hafa sínar eigin skoðanir um hvernig hún ætti að haga sér á meðan á sýningunni stóð. „Hún fór allt í einu að hringja og við gátum ekki stoppað hana,“ segir Gunnar Eyjólfsson leikari. „Svo var reynt að stöðva klukkuna og það gekk bara ekki. Einhver færði svo til vísana og þá stoppaði hún. Svo leið sólarhringur og komið að næstu sýn- ingu og viti menn þegar við erum á nákvæmlega sama punkti, í sömu setningu, þá byrjar að hringja. Ég hugsa með mér; „það er ekki hægt að láta hana gera þetta, þetta truflar at- riðið“. Þannig að ég tók þetta bara inn í leikinn, fór að klukkunni, opnaði hana, færði vísana til lokaði henni og svo kláruðum við leikritið. Á næstu sýningu vorum við dauðhræddir um að eitthvað svipað myndi gerast en þá sögðu sviðsmennirnir mér það að þeir væru búnir að líma hana niður. En þá gerðist annað. Beint fyrir neð- an klukkuna er arinn sem hefur alltaf verið í lagi, og þá sprakk pera í hon- um.“ En trúir Gunnar á drauga? „Ég trúi ekki á drauga en það get- ur vel verið að eitthvað sé til. Mér finnst mjög gott að þú spyrjir svona því ég vil nota tækifærið og leiðrétta. Þú trúir á Guð en við vitum að allt mögulegt er til. Ég er ekki að segja að þetta séu eins og vofur. Það er eitthvað afl kannski þó eflaust skýr- anlegt. Ég held að þetta hafi ekki verið neitt yfirnáttúrulegt. Þó það sem mér fannst furðulegt var að hún skyldi byrja nákvæmlega á þeim tíma sem þessi setning var sögð. Auðvitað kom þetta dálítið við mann þegar þetta gerðist í seinna skiptið. Er einhver að gera vart við sig? Ég veit það ekki, kannski er eitthvað afl þarna sem kom klukkunni af stað. Ég vona að þetta sé ekki einhver sál sem er trufluð og á erfitt, ef svo sé þá vona ég bara að hún fái frið.“ Spegilmynd fortíðar Gunnar er greinilega einn þeirra manna sem sér ekki draug í hvaða skúmaskoti sem er. Þess vegna er full ástæða til þess að taka hann trú- anlegan þegar hann segist hafa séð eitthvað. „Einu sinni upplifði ég eitt dálítið furðulegt í Iðnó árið 1948 þegar ég var að leika Galdra-Loft. Þá vorum við Regína Þórðardóttir að leika at- riði. Hún lék Steinunni og ég Loft. Allt í einu sé ég fyrst eins og það sé spegilmynd af okkur hinum megin í salnum. Ég horfði á okkur leika. Þetta truflaði mig andartak, ég fór að horfa og þá sé ég að þetta eru ekki við. Síðan spyr ég Regínu hvort hún hafi séð þetta. Hún svarar neitandi en spyr mig á hvað ég hafi verið að horfa. Það var fólk að leika sama leikrit, sama atriði hinum megin í salnum og það voru Stefanía Guðmundsdóttir og Jens Waage sem léku í Galdra- Lofti upphaflega. Kannski var þetta ímyndun í mér, ég veit það ekki. En af hverju sé ég þessa spegilmynd? Ég er ekki skyggn, alls ekki.“ Þrátt fyrir að svarið við spurningu Gunnars sé komið í safn þeirra leyndardóma sem verða líklegast aldrei leystir, hefur hann sínar kenn- ingar. „Það er svo mikið sem leikarar gefa af sér að það verður mikið eftir af anda þeirra og krafti í húsunum. Þarna leggur fólk allt undir. Svo bætist alltaf við sú orka sem fer í það að búa til þetta listaverk og leika út og gefa tilfinningar sínar. Orkan loð- ir við staðina nokkuð lengi,“ segir Gunnar að lokum. Þeir sem hafa áhuga á því að upplifa návist Gunn- ars Eyjólfssonar leikara er því bent á að heimsækja Iðnó, hvort sem Gunn- ar verður þar í eigin persónu eður ei. Leyndardómar Sniglaveislunnar Sniglaveislan er komin til Reykjavíkur. Birgir Örn Steinarsson ræddi við Gunnar Eyjólfsson leikara um dularfulla atburði sem hafa átt sér stað á sýningum. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Gunnar Eyjólfsson ásamt góðvini sínum úr Sniglaveislunni að frumsýningu lokinni. verslunarmiðst. Eiðstorgi, sími 552 3970. Stretchbuxur St. 38–50 - Frábært úrval
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.